Fréttablaðið - 27.09.2017, Blaðsíða 22
TIMEOUT
HAUSTTILBOÐ
STÓLL + SKEMILL
kr. 286.000
Opið mánudaga - föstudaga 11 - 18 / Laugard. 11 - 16
Bæjarlind 14 - 16 | 201 Kópavogi
Sími 553 7100 | linan.is / linanehf / linan.is
Listaverð kr. 357.600
Við smið-
irnir þurf-
um að hafa alls
kyns verkfæri við
höndina, hamarinn,
tommustokk, blýant og
þess háttar. Nú eru
borvélar orðnar svo
léttar að þær hanga utan
á manni líka.
Elín
Albertsdóttir
elin@365.is
Gulli segir að meðan þætt-irnir hans, Gulli byggir, séu í vinnslu hafi hann ekki mik-
inn tíma til annarrar smíðavinnu.
Þættirnir séu tímafrekir í vinnslu.
„Sólarhringurinn minn er oft
ansi athyglisverður,“ segir hann.
„Ég starfa eingöngu sem smiður í
þáttunum þessar vikurnar en tek
ekki að mér önnur verkefni. Fólk
er oft að framkvæma á kvöldin og
um helgar og ég þarf að elta þess
tíma. Einnig þarf ég að reka á eftir
iðnaðarmönnum því allt þarf þetta
að ganga upp,“ segir Gulli en fyrsti
þátturinn fór í loftið á mánudags-
kvöldið. „Þetta er mikil vinna
meðan á þessu stendur,“ segir Gulli
sem heimsótti leikarahjónin Björk
Jakobsdóttur og Gunnar Helgason
í fyrsta þætti. Þau tóku efri hæðina
í húsi sínu í gegn með góðum
árangri.
Gulli vaknar virka morgna kl.
5.30 til að mæta í Ísland í bítið. „Ég
er búinn að vera með Bítið í fjögur
og hálft ár svo þetta er farið að
venjast. Mér þótti erfitt fyrsta árið
að vakna svona snemma enda er ég
B-týpan. Núna finnst mér eiginlega
betra að vakna kl. 5.30 en klukkan
sjö. Ég reyni að komast í rúmið
klukkan tíu á kvöldin og svo tek
ég mér 20 mínútna lúr í hádeginu.
Geimferðastofnunin NASA komst
að því við rannsókn vegna hvíldar-
tíma geimfara að 27 mínútna lúr
væri hámark til að viðhalda orku.
Ég fer eftir því,“ segir Gulli sprækur.
Þegar hann er spurður um
eftirlætisverkfæri smiðsins, svarar
hann: „Það er leatherman, leður-
belti sem maður hengir verkfærin
á. Við smiðirnir þurfum að hafa
alls kyns verkfæri við höndina,
hamarinn, tommustokk, blýant
og þess háttar. Nú eru borvélar
orðnar svo léttar að þær hanga
utan á manni líka,“ segir Gulli og
bætir við að mikil bylting hafi
orðið í gerð borvéla á undan-
förnum árum. „Þær eru öflugar en
samt mjög léttar.“
Gulli segist ekki vera öflugur
í smíðavinnu heima. „Maður er
eiginlega búinn að fá nóg þegar
heim er komið. Ég bý í raðhúsi sem
var byggt árið 1972 og hef verið
að taka það í gegn smám saman
undanfarin ár. Ég þarf að taka
baðherbergi í gegn hjá mér en
það verður ekki fyrr en þættirnir
klárast. Við tókum eldhúsið í gegn
árið 2005 en tískan í innréttingum
hefur breyst mikið síðan þá. Ég
segi nú alltaf við fólk að velja
klassískar innréttingar því þær
þurfa að standa lengi,“ segir Gulli.
„Núna eru hvítar innréttingar
mest áberandi.“
Í þáttunum tekur hann
að sér sjö mismunandi
verkefni. „Við
breytum fjósi í
íbúð í Hálsa-
sveit, tökum
hús í gegn í
Reykjanesbæ og í Hlíðun-
um, breytum lítilli kompu
í herbergi í miðbænum svo
eitthvað sé nefnt,“ útskýrir
hann. Fólk sækir um að
komast í þáttinn til Gulla
og verkefnin eru valin með
framleiðsludeild Stöðvar 2.
Gulli segir að fólk þurfi að
borga fyrir allar breytingar
enda fást engir iðnaðar-
menn til að vinna frítt. „Þeir
þurfa að vinna fyrir salti
í grautinn eins og aðrir.
Svona breytingar verða líka
oft mun meiri en gert er ráð
fyrir í upphafi.“
Þættir eins og Gulli byggir
hafa verið vinsælir víða um
heim og nokkrir eru sýndir
á sjónvarpsstöðinni Fine
Living.
Tímalaus hönnun er best
Gunnlaugur Helgason eða Gulli Helga hefur í nóg að snúast þessa dagana við gerð tólf heimilis-
þátta fyrir Stöð 2 auk þess sem hann stýrir morgunþætti Bylgjunnar með Heimi Karlssyni.
Gulli Helga og Guðmundur Árni Árnason við vinnu í þáttunum Gulli byggir á Stöð 2.
Gulli segir að verkfæri hafi breyst. Borvélar núna séu bæði öflugar og léttar.
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 7 . S e p T e m B e R 2 0 1 7 M I ÐV I KU DAG U R
2
7
-0
9
-2
0
1
7
0
4
:3
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
D
B
-C
2
D
8
1
D
D
B
-C
1
9
C
1
D
D
B
-C
0
6
0
1
D
D
B
-B
F
2
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
5
6
s
_
2
6
_
9
_
2
0
1
7
C
M
Y
K