Fréttablaðið - 27.09.2017, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.09.2017, Blaðsíða 4
Landbúnaður Afurðastöðvarnar halda bændum í hengingaról, segir bálreiður bóndi á Norðurlandi sem sér fram á að fá 830 þúsund krónum minna fyrir 260 lömb í ár en í fyrra. Mikil ólga er meðal bænda vegna kjaraskerðingar sem þeir verða fyrir vegna ákvörðunar afurðastöðva um að lækka greiðslur til bænda um 35 prósent frá árinu í fyrra þegar lækk- unin nam þó rúmum 10 prósentum. Eyjólfur Ingvi Bjarnason, for- maður Félags sauðfjárbænda í Dala- sýslu, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á mánudag að það stefndi í gjald- þrotahrinu og byggðahrun þar sem tekjur bænda í Dalabyggð hefðu hrunið um 160 milljónir á tveimur árum. Þar tók hann sem dæmi að frá afurðastöð fái hann í dag 360 krónur fyrir kílóið og 550 krónur frá ríkinu í gegnum búvörusamning. Upp á vanti 290 krónur til að mæta 1.200 króna framleiðslukostnaði við hvert kíló lambakjöts. Bændur standi frammi fyrir því að vera tekjulausir í ár. Eyjólfur Ingvi óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir nauð- synlegar aðgerðir til að bregðast við ófremdarástandi. Ástandið er víða slæmt. Bóndi á Norðurlandi sem Frétta- blaðið ræddi við baðst undan því að koma fram undir nafni af ótta við að verða úthýst hjá afurðastöðvum. Segir hann ótta bænda við að stíga fram og gagnrýna núverandi fyrir- komulag til marks um það kverka- tak sem stöðvarnar hafi á stéttinni, sem eigi allt sitt undir að geta slátr- að hjá þeim. Stöðvarnar hafi kýlt niður verðið á fölskum forsendum. „Ég slátraði 260 lömbum fyrir ári síðan, haustið 2016. Ég geri ráð fyrir að slátra sama fjölda núna og ég er búinn að slátra um helmingnum og fá skrá yfir verðgildi þess sem ég er búinn að slátra. Samkvæmt útreikn- ingum mínum fæ ég 830 þúsund krónum minna fyrir þessi 260 lömb í ár en í fyrra en þá var þó 10 pró- senta skerðing.“ Hann segir muna um minna hjá sauðfjárbændum. „Þetta er eiginlega bara svaka- legt.“ – smj Bálreiður bóndi segir afurðastöðvar halda bændum í hengingaról Sauðfjárbændur eru verulega uggandi yfir framtíð sinni Fréttablaðið/Eyþór umhverfismáL Botndýralíf í Pat- reksfirði hefur tekið miklum breytingum vegna uppsafnaðs líf- ræns úrgangs frá laxeldi við Hlaðs- eyri. Sýnatökur síðastliðinn vetur benda til mikillar uppsöfnunar líf- ræns úrgangs sem berst síðan með straumum inn fjörðinn. Brenni- steinsfnykur var af þeim setlögum sem rannsökuð voru. Um 3.500 tonn voru í kvíunum þegar mest var. Arnarlax ætlar að færa kví- arnar annað. Arnarlax óskaði eftir botnsýna- töku við Hlaðseyri í Patreksfirði á síðasta ári og vann Náttúrustofa Vestfjarða rannsóknina. Fyrirtækið var að reyna að fá alþjóðlega ASC- vottun sem er vottun fyrir ábyrgt og sjálfbært fiskeldi í sjó. Fyrir- tækið stóðst ekki kröfur staðalsins. Svæðið sem kannað var samanstóð af tíu kvíum, samtals rúmum fimm hundruð metrum í þvermál. Í niðurstöðum sýnatökunnar segir að dreifing lífræns úrgangs hafi ekki verið jöfn umhverfis kvíarnar og að brennisteinslykt hafi verið af setlögum sem tekin voru upp úr sjó. Brennisteinslykt gefur til kynna uppsöfnun lífræns úrgangs við kvíarnar og umhverfis þær. Einnig kemur fram að straumur virtist flytja lífrænan úrgang inn fjörðinn í stað þess að ýta honum út fjörðinn. Ef áfram heldur sem horfir mun lífrænn úrgangur safn- ast saman innar í Patreksfirði og valda frekari mengun þar. Einnig kom fram mikil einsleitni í botndýraflóru við sumar kvíar og innst í firðinum. „Þegar botndýra- samfélög í þessari athugun eru borin saman við þau sem fundust við athuganir sem gerðar voru áður en fiskeldi byrjaði sést að margar tegundir finnast ekki lengur á fisk- eldissvæðinu,“ segir í skýrslunni. „Þetta staðfestir niðurstöður hvíld- arsýnatöku sem bentu til að svæðið hefði ekki fengið nógan tíma til að jafna sig eftir síðasta eldistímabil.“ Kristian Matthíasson, forstjóri Arnarlax, segir það á hreinu að Arnarlax muni ekki setja út fisk aftur á þessum stað. Kvíarnar verði færðar. „Við erum búin að slátra úr kvíunum og munum svo setja kvíarnar annað. Þessi staðsetning uppfyllir ekki þau skilyrði sem við setjum umhverfinu okkar,“ segir Kristian. sveinn@frettabladid.is Uppsafnaður úrgangur frá laxeldi fækkar botndýrum Laxeldi Arnarlax við Hlaðseyri í Patreksfirði hefur verið slegið af og fiskur verður ekki settur í kvíarnar. Uppsafnaður lífrænn úrgangur mikill og flyst með straumum inn fjörðinn. Botndýralíf er fátækara inni í firðinum og við kvíar sökum lífræns úrgangs. Búið er að slátra fiski úr kvíunum og þær verða fluttar annað. Gífurleg uppbygging hefur orðið á sunnanverðum Vestfjörðum vegna laxeldis. Fréttablaðið/EGill aðalStEinSSon Við erum búin að slátra úr kvíunum og munum svo setja kvíarnar annað. Kristian Matthíasson, forstjóri Arnarlax finnLand Finnsk yfirvöld hafa nú fetað í fótspor danskra yfirvalda og leyfa ræktun skordýra til manneldis og sölu á þeim. Í Svíþjóð er þrýsting- ur á matvælastofnunina þar í landi að leyfa slíkt hið sama. Sænsk fyrir- tæki eru hrædd um að missa af lest- inni ef matvælastofnunin fer ekki að túlka reglurnar eins og grannlöndin. Frá og með 2018 verður bannað að selja og rækta skordýr nema framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins hafi samþykkt framleiðsl- una. Í þeim löndum þar sem þetta er þegar leyft þarf ekki að sækja um leyfi fyrr en árið 2020. – ibs Finnar leyfa sölu skordýra til manneldis efnahagsmáL Útlit er fyrir að hag- vöxtur á þessu ári verði 4,5 prósent, að mati Íslandsbanka. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur bank- ans, kynnti hagvaxtarspá bankans í gær. Vöxturinn í fyrra var 7,4 pró- sent en á næsta ári er gert ráð fyrir að hann verði 2,8 prósent. Íslandsbanki telur að aukin umsvif heimilanna verði helsti burðarás vaxtar á spátímanum. Einkaneysla og íbúðafjárfesting taki þar við af þjónustuútflutningi og fjárfestingu atvinnuvega. Íslandsbanki telur allgóðar líkur á að hin margumtalaða en sjaldséða mjúka lending muni einkenna lok yfir- standandi hag- sveiflu á Íslandi í þetta skiptið. – jhh Býst við mjúkri lendingu Jón bjarki bents- son, aðalhag- fræðingur Íslands- banka húsnæðismáL Áttatíu prósent alls nýs íbúðarhúsnæðis frá hruni fjár- málakerfisins árið 2008 hafa verið byggð á höfuðborgarsvæðinu. Algjört frost hefur verið í byggingum nýrra íbúða utan stórhöfuðborgar- svæðisins ef Akureyri er frátalin. Á sama tíma segjast sveitarstjórnar- menn finna fyrir áhuga fólks á að flytja í landsbyggðirnar en húsnæði skortir. Þetta var meðal þess sem kom fram á fundi Íbúðalánasjóðs um hús- næðismál í landsbyggðunum sem haldinn var í Háskólanum á Akur- eyri. Þar kom fram að húsnæðis- skortur væri mjög mikill fjarri höfuð- borginni í hinum dreifðu byggðum landsins en lítið sem ekkert framboð væri af húsnæði. „Það er skortur á húsnæði hjá okkur í Húnaþingi vestra,“ segir Guðný Hrund Karlsdóttir sveitar- stjóri. „Það gengur til að mynda erfiðlega að manna starfsfólk í okkar sveitarfélagi. Fólk vill koma og vinna í sveitarfélaginu og vinnu er að hafa. Hins vegar getur það ekki komið því það er skortur á húsnæði. Okkar vandi er síður en svo einsdæmi.“ Sveitarfélög landsins vinna nú að húsnæðisáætlun sem mun hjálpa Íbúðalánasjóði mjög við greiningu á vandanum. Húsnæðisþing sveitar- félaganna er áformað um miðjan næsta mánuð þar sem sveitarfélög munu ráða ráðum sínum. Illugi Gunnarsson, formaður stjórnar Byggðastofnunar, segir tækifæri fyrir stofnunina og Íbúða- lánasjóð að vinna nánar saman að kortlagningu málaflokksins í heild og skoða landið svæðaskipt. Vandi svæða sé mismunandi eftir staðsetn- ingu og því þurfi að afla frekari gagna til að geta áttað sig betur á þessum mikla húsnæðisvanda í landsbyggð- unum. – sa Ekkert byggt utan höfuðborgarsvæðis Húsnæðisskortur er ekki einungis vandamál á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið/VilHElm illugi Gunnars- son, formaður stjórnar byggða- stofnunar 2 7 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 m i ð v i K u d a g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð 2 7 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D D B -9 1 7 8 1 D D B -9 0 3 C 1 D D B -8 F 0 0 1 D D B -8 D C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.