Fréttablaðið - 27.09.2017, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 27.09.2017, Blaðsíða 8
Sambía Flugvélin sem hrapaði í Sambíu árið 1961 með Dag Hamm- arskjöld, þáverandi aðalritara Sam- einuðu þjóðanna, innanborðs var trúlega skotin niður. Frá þessu greindi The Guardian í gær og vísaði í nýja skýrslu sem Mohamed Chande Othman, fyrrverandi forseti hæsta- réttar Tansaníu, vann fyrir Samein- uðu þjóðirnar. Í frétt blaðsins segir að „fjöldi sönnunargagna bendi til þess að önnur flugvél hafi grandað flugvél Hammarskjölds“. Hammarskjöld var á leiðinni til Austur-Kongó árið 1961 til að koma á friði milli uppreisnarmanna í Katanga-héraði og ríkisstjórnar landsins. Á meðal þess sem rannsóknin leiddi í ljós er að Frakkar hafi séð Katanga-liðum fyrir þremur orrustu- flugvélum. Jafnframt hafi belgískur flugmaður verið málaliði Katanga- liða og flogið flugvélum þeirra. Hann hafi skotið viðvörunarskotum í átt að flugvél Hammarskjölds en óvart hæft væng hennar. – þea Telja að skotið hafi verið á vél Hammarskjölds Dag Hammarskjöld. Tyrkland Kosningarnar um sjálf- stæði íraskra Kúrda sem haldnar voru á mánudag eru svik og gætu orðið til þess að þjóðflokkurinn svelti. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í gær. Kosningarnar voru haldnar í óþökk Íraksstjórnar sem og flestra bandamanna hennar í baráttunni gegn Íslamska ríkinu, þar með talin eru Bandaríkin og Tyrkland. Ein- ungis höfðu um tíu prósent atkvæða verið talin í gær. Þá benti allt til yfir- gnæfandi sigurs sjálfstæðissinna enda var hakað við já á 93,29 pró- sentum talinna kjörseðla. Kjörsókn er sögð um 72 prósent. Passar það ágætlega við yfirlýsta stefnu flokka á héraðsþingi Íraska Kúrdistan. Þar hafa tveir flokkar lagst gegn sjálfstæði með samanlagt þrjá þingmenn. Hins vegar styðja tólf flokkar sjálfstæði með saman- lagt 105 þingmenn. Fjöldi Kúrda býr einnig í Tyrk- landi og hafa þeir lengi deilt við yfirvöld í Tyrklandi. Erdogan var því harðorður í garð íraskra Kúrda í gær. Sagði hann að allar mögulegar aðgerðir, hernaðarlegar jafnt sem efnahagslegar, kæmu til greina til að tryggja öryggi Tyrkja. Tyrklandsforseti hafði áður hótað því að koma í veg fyrir olíu- flutninga Kúrda sem og að skera á alla birgðaflutninga til Íraska Kúr- distan frá Tyrklandi. Það gæti leitt til þess að íraskir Kúrdar myndu svelta. „Ákvörðunin um að halda þessar kosningar, sem var tekin án sam- ráðs, telst til svika,“ sagði Erdogan í ræðu sinni í forsetahöllinni í Ankara í gær. Leiðtogar íraskra Kúrda hafa þó sagt að þótt meirihluti kjósi með sjálfstæði myndi það ekki þýða tafar lausa sjálfstæðisyfirlýsingu. Það myndi einungis veita umrædd- um leiðtogum umboð til að hefja viðræður við yfirvöld í Írak og nær- liggjandi ríkjum. Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, hefur hins vegar útilokað möguleikann á slíkum viðræðum. „Við erum ekki tilbúin til að ræða um niðurstöður þessara kosninga af því þær standast ekki stjórnarskrána,“ sagði forsætisráðherrann á mánu- dagskvöld. thorgnyr@frettabladid.is Tyrkir hóta Kúrdum aðgerðum eftir kosningar um sjálfstæði Um 90 prósent íraskra Kúrda vilja sjálfstæði, samkvæmt niðurstöðum kosninga sem haldnar voru á mánu- daginn. Forseti Tyrklands hótar að skera á olíuflutninga og svelta þjóðflokkinn. Kúrdar munu ekki lýsa yfir sjálfstæði heldur fara fram á viðræður við Íraksstjórn. Forsætisráðherra Íraks útilokar slíkar viðræður. Íraskur Kúrdi slappar af daginn eftir kjördag. Mögulegt er að hann hafi kosið með sjálfstæði á mánudag líkt og 90 prósent Kúrda. NorDicpHotos/AFp Ákvörðunin um að halda þessar kosn- ingar, sem var tekin án samráðs, telst til svika. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands Superb skarar fram úr á mörgum sviðum. Hann er gríðarlega rúmgóður enda með stærsta innanrýmið og skottið í sínum flokki. Byltingarkennd hönnun, hámarksþægindi og tæknimöguleikar auka enn á styrkleika hans. Komdu og prófaðu nýjan Superb. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ www.skoda.is SUPERB KEMUR STERKUR INN Í EFSTU DEILD SUPERB. FLAGGSKIPIÐ Í ŠKODA FJÖLSKYLDUNNI. ŠKODA SUPERB frá: 4.440.000 kr. Kaupauki að verðmæti fylgir Superb í september. 300.000 kr. 2 7 . S e p T e m b e r 2 0 1 7 m I Ð V I k U d a G U r8 f r é T T I r ∙ f r é T T a b l a Ð I Ð 2 7 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D D B -B 8 F 8 1 D D B -B 7 B C 1 D D B -B 6 8 0 1 D D B -B 5 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.