Fréttablaðið - 27.09.2017, Síða 8

Fréttablaðið - 27.09.2017, Síða 8
Sambía Flugvélin sem hrapaði í Sambíu árið 1961 með Dag Hamm- arskjöld, þáverandi aðalritara Sam- einuðu þjóðanna, innanborðs var trúlega skotin niður. Frá þessu greindi The Guardian í gær og vísaði í nýja skýrslu sem Mohamed Chande Othman, fyrrverandi forseti hæsta- réttar Tansaníu, vann fyrir Samein- uðu þjóðirnar. Í frétt blaðsins segir að „fjöldi sönnunargagna bendi til þess að önnur flugvél hafi grandað flugvél Hammarskjölds“. Hammarskjöld var á leiðinni til Austur-Kongó árið 1961 til að koma á friði milli uppreisnarmanna í Katanga-héraði og ríkisstjórnar landsins. Á meðal þess sem rannsóknin leiddi í ljós er að Frakkar hafi séð Katanga-liðum fyrir þremur orrustu- flugvélum. Jafnframt hafi belgískur flugmaður verið málaliði Katanga- liða og flogið flugvélum þeirra. Hann hafi skotið viðvörunarskotum í átt að flugvél Hammarskjölds en óvart hæft væng hennar. – þea Telja að skotið hafi verið á vél Hammarskjölds Dag Hammarskjöld. Tyrkland Kosningarnar um sjálf- stæði íraskra Kúrda sem haldnar voru á mánudag eru svik og gætu orðið til þess að þjóðflokkurinn svelti. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í gær. Kosningarnar voru haldnar í óþökk Íraksstjórnar sem og flestra bandamanna hennar í baráttunni gegn Íslamska ríkinu, þar með talin eru Bandaríkin og Tyrkland. Ein- ungis höfðu um tíu prósent atkvæða verið talin í gær. Þá benti allt til yfir- gnæfandi sigurs sjálfstæðissinna enda var hakað við já á 93,29 pró- sentum talinna kjörseðla. Kjörsókn er sögð um 72 prósent. Passar það ágætlega við yfirlýsta stefnu flokka á héraðsþingi Íraska Kúrdistan. Þar hafa tveir flokkar lagst gegn sjálfstæði með samanlagt þrjá þingmenn. Hins vegar styðja tólf flokkar sjálfstæði með saman- lagt 105 þingmenn. Fjöldi Kúrda býr einnig í Tyrk- landi og hafa þeir lengi deilt við yfirvöld í Tyrklandi. Erdogan var því harðorður í garð íraskra Kúrda í gær. Sagði hann að allar mögulegar aðgerðir, hernaðarlegar jafnt sem efnahagslegar, kæmu til greina til að tryggja öryggi Tyrkja. Tyrklandsforseti hafði áður hótað því að koma í veg fyrir olíu- flutninga Kúrda sem og að skera á alla birgðaflutninga til Íraska Kúr- distan frá Tyrklandi. Það gæti leitt til þess að íraskir Kúrdar myndu svelta. „Ákvörðunin um að halda þessar kosningar, sem var tekin án sam- ráðs, telst til svika,“ sagði Erdogan í ræðu sinni í forsetahöllinni í Ankara í gær. Leiðtogar íraskra Kúrda hafa þó sagt að þótt meirihluti kjósi með sjálfstæði myndi það ekki þýða tafar lausa sjálfstæðisyfirlýsingu. Það myndi einungis veita umrædd- um leiðtogum umboð til að hefja viðræður við yfirvöld í Írak og nær- liggjandi ríkjum. Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, hefur hins vegar útilokað möguleikann á slíkum viðræðum. „Við erum ekki tilbúin til að ræða um niðurstöður þessara kosninga af því þær standast ekki stjórnarskrána,“ sagði forsætisráðherrann á mánu- dagskvöld. thorgnyr@frettabladid.is Tyrkir hóta Kúrdum aðgerðum eftir kosningar um sjálfstæði Um 90 prósent íraskra Kúrda vilja sjálfstæði, samkvæmt niðurstöðum kosninga sem haldnar voru á mánu- daginn. Forseti Tyrklands hótar að skera á olíuflutninga og svelta þjóðflokkinn. Kúrdar munu ekki lýsa yfir sjálfstæði heldur fara fram á viðræður við Íraksstjórn. Forsætisráðherra Íraks útilokar slíkar viðræður. Íraskur Kúrdi slappar af daginn eftir kjördag. Mögulegt er að hann hafi kosið með sjálfstæði á mánudag líkt og 90 prósent Kúrda. NorDicpHotos/AFp Ákvörðunin um að halda þessar kosn- ingar, sem var tekin án samráðs, telst til svika. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands Superb skarar fram úr á mörgum sviðum. Hann er gríðarlega rúmgóður enda með stærsta innanrýmið og skottið í sínum flokki. Byltingarkennd hönnun, hámarksþægindi og tæknimöguleikar auka enn á styrkleika hans. Komdu og prófaðu nýjan Superb. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ www.skoda.is SUPERB KEMUR STERKUR INN Í EFSTU DEILD SUPERB. FLAGGSKIPIÐ Í ŠKODA FJÖLSKYLDUNNI. ŠKODA SUPERB frá: 4.440.000 kr. Kaupauki að verðmæti fylgir Superb í september. 300.000 kr. 2 7 . S e p T e m b e r 2 0 1 7 m I Ð V I k U d a G U r8 f r é T T I r ∙ f r é T T a b l a Ð I Ð 2 7 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D D B -B 8 F 8 1 D D B -B 7 B C 1 D D B -B 6 8 0 1 D D B -B 5 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.