Fréttablaðið - 27.09.2017, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 27.09.2017, Blaðsíða 16
innar lækkað um 4,9 prósent og skuldabréfavísitala GAMMA um 1,5 prósent frá því að ríkisstjórnin féll. Einn viðmælandi Markaðarins segir sennilegt að umræddar lækk­ anir muni ganga til baka, í það minnsta að einhverju leyti, þegar óvissunni léttir, en enginn viti hve­ nær svo verður. „Markaðurinn hefur aðeins róast en óvissan hvílir samt enn eins og farg á honum. Á meðan svo er eru engar verulegar hækkanir í kortunum.“ Stefán Broddi segir að líkurnar á því að peningastefnunefnd Seðla­ bana Íslands lækki stýrivexti bank­ ans hafi minnkað. Undir það taka fleiri viðmælendur Markaðarins. Nefndin kemur saman og ákveður vexti í næstu viku. Verðbólgu­ álagið á skuldabréfamarkaði, þ.e. munurinn á milli ávöxtunarkröfu óverðtryggðra og verðtryggðra ríkisskuldabréfa, hækkaði skarpt í kjölfar stjórnarslitanna og er nú töluvert yfir 2,5 prósenta verð­ bólgumarkmiði sem endurspeglar hækkandi langtímaverðbólguvænt­ ingar fjárfesta. Stefán Broddi bendir á að verð­ bólguálag á skuldabréfamarkaði sé einn af þeim mælikvörðum sem peningastefnunefnd Seðlabankans horfi til við vaxtaákvörðun. Álagið hafi farið hækkandi eftir að gengi krónunnar tók að veikjast í sumar en hafi rokið upp í kjölfar stjórnar­ slitanna. Það sé til vitnis um að fjár­ festar búast við að meiri verðbólga sé í kortunum. Aukið verðbólguálag hafi lækkað raunstýrivexti og gert það að verkum að slaknað hafi á taumhaldi peningastefnunnar. Hræðsla og óvissuálag Agnar Tómas Möller, framkvæmda­ stjóri sjóða hjá GAMMA, segir að þrátt fyrir pólitískan óróleika sé umtalsverð hækkun verðbólgu­ álags á skuldabréfamarkaði undan­ farið aðeins að hluta tilkomin vegna vaxandi verðbólguvæntinga mark­ aðarins. Óróleikinn hafi vissulega einhver áhrif á verðbólguvæntingar, en þau séu minni en margir vilji láta vera, enda séu fáar vísbendingar um að verðbólga fari vaxandi á næstu misserum og erfitt  sé að tengja stjórnarslitin beint við hærri verð­ bólgu. „Það sem skýrir hærra verð­ bólguálag er fyrst og fremst ákveðin hræðsla og óvissuálag sem komið er til að miklu leyti vegna langvarandi innflæðishafta Seðlabankans sem hafa ýtt vaxtastiginu upp undanfar­ in misseri, einkum á óverðtryggða enda vaxtarófsins. Innflæðishöftin hindra að mestu leyti langtíma skuldabréfafjárfest­ ingar erlendra aðila á Íslandi og hafa þannig þurrkað upp skuldabréfa­ markaðinn og gert hann mjög veik­ burða á sama tíma og þau ýta undir væntingar um veikari krónu horft fram á veginn en ella. Á sama tíma og fjármagn innlendra aðila leitar út úr hagkerfinu eftir langvarandi gjaldeyrishöft eiga erlendir skulda­ bréfafjárfestar, sem hafa mikinn áhuga á að fjárfesta í löngum inn­ lendum vöxtum, ekki greiða leið inn á markaðinn. Þeir hafa verið nettó seljendur á skuldabréfamark­ aði í ár og það sama má segja um lífeyrissjóðina sem hafa dregið sig í auknum mæli út af markaðinum. Löng og óverðtryggð bréf eru eitt af því fyrsta sem lífeyrissjóðirnir selja þegar þeir fjárfesta erlendis eða þegar þá vantar fé til að fjármagna sjóðsfélagalán sín. Allir þessir kraft­ ar eru til þess fallnir að þrýsta upp verðbólguálaginu, einkum til lengri tíma, og er birtingarmynd þess aukið óvissuálag og hærra vaxtastig. Kosningaskjálftinn hefur síðan leyst úr læðingi þessa hræðslutilfinningu á meðal fjárfesta á þeim tíma sem markaðurinn er mjög veikburða vegna skorts á fjármagni.“ Kristrún Mjöll bendir á að mörg fyrirtæki hafi á undanförnum mán­ uðum – eftir að gjaldeyrishöftum var aflétt – kvartað yfir öfgakenndum sveiflum á gengi krónunnar. Sveifl­ urnar flæki fyrirtækjarekstur, geri áætlanagerð nær ómögulega og skaði samkeppnishæfni landsins á alþjóðavísu. „Til viðbótar við gengis­ óstöðugleika bætist nú við pólitískur óstöðugleiki. Þessi óvissa setur mörg fyrirtæki, sem hafa reynt að leggja línurnar í rekstri sínum fyrir næstu mánuði, í vonda stöðu. Þau reiða sig á að efnahagsumhverfið sé fyrirsjáan­ legt. Þeir sem hyggjast fjárfesta eða auka umsvif sín vilja til að mynda vita hvernig umhverfið verður á næstu árum. Það fjárfesta fáir til eins árs í senn.“ Fjárfestar og stjórnendur fyrirtækja hafa miklar áhyggjur af þeirri póli­ tísku óvissu sem uppi er vegna falls ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar og boðaðra kosninga til Alþingis í lok næsta mánaðar. Áform um miklar fjárfestingar hafa verið sett til hliðar í bili og óttast er að verði óviss­ an langvarandi geti hún dregið úr áhuga erlendra fjárfesta á landinu. „Menn halda að sér höndum og bíða með allar stórar ákvarðanir þangað til ljóst verður hvernig póli­ tíska landslagið mun liggja eftir kosningar,“ segir forstjóri í skráðu félagi í samtali við Markaðinn. Stefán Broddi Guðjónsson, for­ stöðumaður greiningardeildar Arion banka, segir að mikill póli­ tískur óstöðugleiki rími illa við þá ímynd sem Ísland hefur haft gagn­ vart umheiminum sem stöðugt nor­ rænt ríki. Samkvæmt heimildum Markað­ arins hafa margir verðbréfamiðlarar fengið fyrirspurnir frá erlendum fjárfestum undanfarna daga. Hafa fjárfestarnir krafist skýringa á hinu óstöðuga stjórnmálaástandi sem hér ríkir. Ekki hefur dregið úr áhuga þeirra á að fjárfesta hér á landi, en hins vegar vilja þeir bíða og sjá hvernig stjórnmálin þróast fram yfir kosningar. Á meðal verk­ efna sem hafa frestast er fyrirhuguð skráning Arion banka, en  eins og Markaðurinn hefur greint frá stefnir Kaupþing, sem á 58 prósenta hlut í bankanum, nú að því að losa um hlut sinn í gegnum opið hlutafjárút­ boð á fyrsta fjórðungi næsta árs. Kristrún Mjöll Frostadóttir, hag­ fræðingur Viðskiptaráðs Íslands, segir að pólitískur óstöðugleiki geti hamlað erlendri fjárfestingu. „Erlendir fjárfestar líta meðal annars til þess hvers konar rekstr­ arumhverfi fyrirtækjum er búið og eins hve auðvelt er að starfa hér og ávaxta fé sitt. Nú höfum við brátt haft  þrjár ríkisstjórnir  á tveimur árum. Það flækir skilaboð til erlendra aðila um fyrirsjáanleika, sérlega þegar miklar sviptingar eru í landslaginu á milli stjórna. Þegar boðað er til kosninga með nokkurra vikna fyrirvara er ekki ólíklegt að fjárfestar og fyrirtæki haldi einfaldlega að sér höndum og bíði með allar stórar ákvarðanir þar til kosningum lýkur og málin hafa skýrst frekar. Þangað til verða mörg verkefni í biðstöðu,“ segir hún. „Það er mjög líklegt að menn staldri nú aðeins við og bíði,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kaup­ hallarinnar, „en ég efast um að við þurfum að hafa verulegar áhyggjur til lengri tíma litið. Ef það verður greitt úr þessu með eðlilegum hætti, ríkisstjórn mynduð innan eðlilegra tímamarka og hlutirnir komast aftur í samt horf hef ég ekki miklar áhyggjur af því að það dragi úr áhuga erlendra fjárfesta á landinu.“ Minni líkur á vaxtalækkun Fjárfestar brugðust harkalega við fregnum af stjórnarslitunum. Dag­ inn eftir, föstudaginn 15. septem­ ber, gufuðu 32 milljarðar króna upp á verðbréfamörkuðum, þar af 23 milljarðar á hlutabréfamarkaði. Benti greiningardeild Aron banka á að eignir lífeyrissjóðanna, umsvifa­ mestu fjárfesta landsins, hefðu rýrn­ að um að minnsta kosti 14 milljarða króna þennan eina dag. „Þetta var eins og blóðbað,“ sagði verðbréfa­ miðlari sem Fréttablaðið ræddi við. Lækkanirnar hafa haldið áfram undanfarna daga, en sem dæmi hefur úrvalsvísitala Kauphallar­ Áhyggjufullir og halda að sér höndum Áform um miklar fjárfestingar hafa verið sett til hliðar vegna stjórnarslita og boðaðra þingkosninga. Óttast er að langvarandi pólitísk óvissa geti dregið úr áhuga erlendra fjárfesta á landinu. Erlendir fjárfestar krefjast skýringa á ástandinu. Minni líkur eru á vaxtalækkun. Fasteignasala sums staðar í alkuli Viðskipti með fasteignir drógust verulega saman hjá sumum fasteigna- sölum í kjölfar þess að ríkisstjórnin féll fyrr í mánuðinum. Sums staðar ríkti alkul í nokkra daga, samkvæmt heimildum Markaðarins. Báru mögu- legir fasteignakaupendur þá því við að rétt væri að bíða með fjármagns- frekar fjárfestingar líkt og fasteignakaup þar til mestri óvissunni léttir. Rétt er að taka fram að ekki fundu allar fasteignasölur fyrir merkjan- legum samdrætti á dögunum eftir fall ríkisstjórnarinnar. Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala, segir að óvissa sé aldrei góð fyrir viðskipti, sama hvort það séu fasteignaviðskipti eða önnur viðskipti. „Það er alltaf óþægilegt þegar það er óvissa á stjórnar- heimilinu og kosningar eiga það til að draga svolítið athyglina frá viðskiptum.“ Hann tekur þó fram að á móti aukinni óvissu vegi meðal annars lækkandi vextir og vaxandi kaupmáttur. „Framboðið af eignum á sölu hefur einnig aukist. Einhverjar eignir sitja eftir, kannski vegna þess að verðin eru of há. Það kann að vera. Markaðurinn þarf þá að stilla sig af í þeim efnum.“ Að öðru leyti sé nú ágætis gangur í fasteignavið- skiptum eftir rólega sumarmánuði. Það sem skýrir hærra verðbólgu- álag er fyrst og fremst ákveðin hræðsla og óvissu- álag sem komið er til að miklu leyti vegna langvar- andi innflæðishafta. Agnar Tómas Möller, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA Þegar boðað er til kosninga með nokk- urra vikna fyrirvara er ekki ólíklegt að fjárfestar og fyrirtæki haldi einfaldlega að sér höndum. Kristrún Mjöll Frostadóttir, hagfræðingur Við- skiptaráðs Íslands Kosningaskjálfti hefur gert vart við sig á mörkuðum undanfarna daga. Hann lýsir sér meðal annars í því að verðbólguálag á skuldabréfamarkaði hefur þokast upp á við og hlutabréfaverð farið lækkandi. 32 milljarðar króna gufuðu upp á verðbréfamörkuðum daginn eftir fall ríkisstjórnarinnar. Fréttablaðið/anton brinK Kristinn Ingi Jónsson kristinningi@frettabladid.is 2 7 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 m I Ð V I K U D A G U r4 markaðurinn 2 7 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D D B -8 7 9 8 1 D D B -8 6 5 C 1 D D B -8 5 2 0 1 D D B -8 3 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.