Fréttablaðið - 27.09.2017, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 27.09.2017, Blaðsíða 41
Aðeins 149.900 kr. ZEKE rafmagns lyftistóll Stillanlegur hægindastóll. Svart leður/PVC. Fullt verð: 179.900 kr. Þessi hallar til baka, skemill fram og lyftir þér á fætur. 16% AFSLÁTTUR Aðeins 139.900 kr. LEO rafmagns lyftistóll Stillanlegur hægindastóll. Svart og dökkbrúnt leður. Fullt verð: 169.900 kr. Þessi hallar til baka, skemill fram og lyftir þér á fætur. 17% AFSLÁTTUR Aðeins 43.900 kr. RANDERS hægindastóll með skemli Stillanlegur hægindastóll. Rautt, ljós- eða dökkgrátt slitsterkt áklæði. Einnig fáanlegur í PVC leðri. Fullt verð: 59.900 kr. 16% AFSLÁTTUR Fyrir þínar bestu stundir Haust–tilboðin Afgreiðslutími Rvk Mánudaga til föstudaga kl. 10–18 Laugardaga kl. 11–17 Sunnudaga kl. 13–17 (Smáratorgi) www.dorma.is Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði Konur nýta sér þjónustu erlendra vef­ verslana 20% oftar en karlar en fyrir helmingi lægri upphæð í hvert skipti. Það kemur ýmislegt áhugavert í ljós þegar rótað er í gögnum um erlenda vefverslun Íslendinga. Vegna minna vöruúrvals í heimabyggð mættum við kannski eiga von á að íbúar landsbyggðarinnar sýndu Ali Express, Amazon og fleiri vefversl­ unum meiri áhuga en við sem búum hér á höfuðborgarsvæðinu. Þvert á móti eru viðskiptin helmingi minni á landsbyggðinni. Þetta er meðal þess sem Vilhelm Már Þorsteinsson, framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka, ræddi á fjármála­ þingi bankans í gær. Tilefnið var þær miklu breytingar sem eru að verða á smásölumarkaði. Við höfum öll tekið eftir auknum áhuga erlendra verslun­ arrisa á landinu en á sama tíma má segja að vefverslun sé loksins að verða almenn. 79% þátttakenda í könnun Gallup í vor sögðust hafa verslað á netinu undanfarið ár. Erlend velta hefur tvöfaldast frá árinu 2014 og kemur eflaust til með að aukast enn frekar eftir því sem tækninni fleygir fram. Þetta gerist þrátt fyrir tolla og háan flutningskostnað. Það er herjað á íslenska smá­ söluaðila úr tveimur áttum í einu og breytingarnar gerast á ógnarhraða. Viðbrögðin hafa meðal annars verið tilraunir (sem ýmist tókust eða ekki) til sameininga og hagræðingar en í ein­ hverjum tilvikum hefur samkeppnis­ löggjöf gert aðilum erfitt um vik. Viðskiptaráð Íslands hittir nagl­ ann á höfuðið í nýlegri umsögn sinni sem ber heitið Samkeppni í breyttri heimsmynd. Þar er lögð áhersla á að samkeppnisyfirvöld taki tillit til stærðar erlendra aðila sem koma inn á okkar litla örmark­ að og viðurkenni vefverslun sem hluta innlends markaðar. Sam­ keppnin er orðin alþjóðleg og nær inn á mun fleiri svið en matvöru, eldsneyti og föt, sem hvað mest hafa verið í umræðunni. Samkeppnis­ aðilar Icelandair eru fleiri en íslenska flugfélagið WOW. 365 lítur eflaust ekki síður til Netflix, Hulu og Amazon en Símans og RÚV þegar bitist er um markaðshlutdeild. Þessi nýi heimur er kominn til að vera og erlendir samkeppnisaðilar sem búa við allt aðra stærðarhagkvæmni og fjárhagslegt umhverfi eru komnir niður úr stúkunni og farnir að taka aukinn og áberandi þátt í leiknum. Leikurinn þarf að vera sanngjarn. Vonandi ber framtíðin í skauti sér lægri innflutningskostnað, skilvirk­ ari póstsendingar, meiri erlenda fjár­ festingu og aukna vefverslun. Íslensk fyrirtæki þurfa að aðlagast þessum breytingum en það sama má segja um regluramma stjórnvalda. Vefverslun og erlendir risar Björn Berg Gunnarsson fræðslustjóri Íslandsbanka Helga Þórisdóttir hefur gegnt starfi forstjóra Persónuverndar frá árinu 2015 en fyrirséð er að starf­ semi stofnunarinnar taki miklum stakkaskiptum á komandi miss­ erum. Á næsta ári er áætlað að innleiða í íslenskan rétt umfangs­ miklar breytingar á persónuvernd­ arlöggjöfinni sem á eftir að hafa veruleg áhrif á öll þau fyrirtæki sem vinna með persónuupplýsingar. Helga situr hér fyrir svörum í Svip­ mynd Markaðarins. Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Það er tvennt. Annars vegar að gögn séu nú talin verðmætari en olía og svo hitt að lesa um það í greininni „The Data That Turned the World Upside Down“, eftir Hannes Grass­ egger og Mikael Krogerus, hvernig samfélagsmiðlar hafa verið not­ aðir af utanaðkomandi aðilum til að greina persónuleika fólks og þannig orðið að leiksoppum þeirra sem hafa vald yfir gögnum og persónuupplýsingum, samanber niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum og Brexit­kosning­ anna í Bretlandi. Hvaða app notarðu mest? Ef frá er talið Google Maps, þá nota ég ekki öpp. Ég lifi eftir þeirri leiðbeiningu að maður eigi að þekkja kerfin sem maður notar. Með uppgangi gervigreindar og notkun hennar á gríðargögnum (e. big data), þá hef ég ekki enn skilið til fulls hvernig persónuupplýsingar eru notaðar og rýndar í flestum þeim öppum sem boðið er upp á – og þess vegna nota ég þau ekki. Hvað gerir þú í frístundum þínum? Við erum fimm í fjölskyld­ unni – sex með öldruðum hundi – og best þykir mér nú að hafa fólkið mitt í kringum mig eða bjóða fjöl­ skyldunni og góðum vinum í mat. Það verður að segjast eins og er að með þokkalega stórt heimili og meira en nóg að gera í vinnunni, þá eru frístundirnar fáar, en þegar þær gefast þá er líka fátt betra en breskir sakamálaþættir. Hvernig heldur þú þér í formi? Með því að fara seint og jafnvel ekki í hádegismat og gera upp húsnæði á milli þess sem hundurinn bjargar mér með hundagöngum. En svona án gríns, þá er hægt að fara ansi langt á bláberjaskyri og ristaðri brauðsneið auk þess sem góður taktur hefur alltaf fengið mig til að hreyfa mig. Hvernig tónlist hlustar þú á? Ég er hrifin af nær allri tónlist frá sin­ fóníu til R&B – ef frá er talið þunga­ rokk og rokk. Ég er alin upp með Abba og Boney M og get vel raulað með þeim enn þá. Þeir sem klikka aldrei eru George Michael, Paolo Conte, Carla Bruni – og ótrúlega margir nýir flottir íslenskir, og svo gamlir og góðir eins og Nýdönsk og Mezzoforte – þvílíkir afmælistón­ leikar um daginn. Ertu í þínu draumastarfi? Að starfa sem forstjóri Persónuverndar er mest krefjandi en að sama skapi áhugaverðasta viðfangsefnið sem ég hef tekist á hendur hingað til. Útgangspunkturinn hjá okkur er að standa vörð um mannréttindi og grundvallarréttindi einstaklinga þegar kemur að vinnslu persónu­ upplýsinga. Það er mjög auðvelt að láta það viðfangsefni fanga sig á tímum tæknibyltingar. Notar ekki öpp og þykir fátt betra en breskir sakamálaþættir Helga Þórisdóttir hefur gegnt starfi forstjóra Persónuverndar frá árinu 2015 en fyrirséð er að starfsemi stofnunarinnar taki miklum stakkaskiptum á komandi misserum. fréttaBlaðið/eyÞór Svipmynd Helga Þórisdóttir Að starfa sem forstjóri Persónu- verndar er mest krefjandi en að sama skapi áhugaverðasta viðfangsefnið sem ég hef tekist á hendur hingað til. 5M I Ð V I K U D A G U R 2 7 . s e p t e M b e R mArkAðurinn 2 7 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D D B -8 7 9 8 1 D D B -8 6 5 C 1 D D B -8 5 2 0 1 D D B -8 3 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.