Fréttablaðið - 27.09.2017, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 27.09.2017, Blaðsíða 24
Frá náttúrunnar hendi er ekki heppilegt fyrir okkur að sitja of mikið. Við eigum að vera á sífelldri hreyfingu allan daginn og forðast kyrrsetu eftir fremsta megni. Þeir sem vinna skrifstofuvinnu ættu því að nota hvert tækifæri til að standa upp en á of mörgum vinnu- stöðum má sjá önnum kafið starfs- fólk, einbeitt í sínum verkefnum, sem nær vart að líta upp. A4 fékk sjúkraþjálfarann Svan Snæ Halldórsson, Dip. Ostepractic sjúkraþjálfun, Cert. DN, Cert. SMT, hjá ÁS Sjúkraþjálfun til að fræða okkur aðeins um mikilvægi þess að standa upp af stólnum okkar nokkrum sinnum á dag. Svanur segir m.a. að slæm líkamsstaða við tölvuna setji mikið álag á hrygginn, sérstaklega háls og mjóbak, og valdi oft miklum vanda, stífni í vöðvum og liðum með tilheyrandi verkjum í hálsi, höfði, öxlum og mjóbaki. „Einnig veldur setstaða og kyrrstaða auknu álagi á hryggþófa, sem getur valdið útbungunum eða brjósklosi. Hreyfing er líkamanum nauðsynleg og hefur hún góð áhrif á hjarta og æðakerfi og vinnur gegn mörgum af þeim lífsstílssjúkdómum sem hrjá okkur. Fjölbreytt vinnuaðstaða og almenn hreyfing er því mikilvægur þáttur í að hugsa vel um heilsuna.“ Þarf að standa upp Hjá A4 eru fáanleg rafmagnsborð á góðu verði, í nokkrum stærðum og gerðum, sem henta hverjum starfsmanni og hvaða starfsstöð sem er. „Auk þeirra má finna fleiri vörur sem aðstoða þegar hugað er að heilsunni, t.d. mismunandi gerðir af skrifborðsstólum sem henta mis- munandi vinnuaðstöðu,“ bætir Arna Hagalíns, vörustjóri húsgagna hjá A4 við. Það er nauðsynlegt að standa upp af stólnum nokkrum sinnum á dag, minnir Svanur á. „Því lengri tíma sem þú eyðir í kyrrsetu og síendur- teknum hreyfingum, því meira eykur þú líkur á álagsmeiðslum á hálsi, öxlum, axlagrind og mjóbaki. Einstaklingur sem vinnur skrifstofu- starf og situr þar í 8-9 tíma á dag er ekki að fara vel með líkama sinn.“ Að sögn Valgerðar Vigfúsdóttur, verkefnastjóra sölusviðs A4, og Sigurveigar Ágústsdóttur, við- skiptastjóra fyrirtækjaþjónustu A4, eru hækkanleg rafmagnsborð orðin algengari en áður. „Þau skipta gríðarlega miklu máli fyrir heilsu- vænan vinnustað því það er lykil- atriði að starfsfólki líði vel og njóti sín í starfi. Húsgögnin okkar hjálpa til við að gera vinnuumhverfið fal- legt og hvetjandi.“ Nánari upplýsingar má finna á www. a4.is. Útgefandi: 365 miðlar Veffang: Visir.isÁbyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Sýningarsalur A4 fyrir skrifstofuhúsgögn er í Skeifunni. Þar eru til sýnis vörur frá húsgagnabirgjum sem sérhæfa sig í valkostum og hönnun til að skapa besta möguleikann á sveigjanlegu og breytilegu vinnuumhverfi. Frá náttúrunnar hendi er ekki heppilegt fyrir fólk að sitja of lengi. Þeir sem vinna skrifstofuvinnu ættu að nota hvert tækifæri til að standa upp og nýta sér hæðarstillanleg rafmagnsborð og fjölbreytta líkamsstöðu á vinnutíma.    Hækkanleg rafmagnsborð verða æ algengari og skipta gríðarlega miklu máli fyrir heilsuvænan vinnustað.  Það er nauðsynlegt að standa upp af stólnum nokkrum sinnum á dag og þá koma hækkanlegu rafmagnsborðin frá A4 sterk inn. Hreyfing er líkam- anum nauðsynleg og hefur hún góð áhrif á hjarta og æðakerfi og vinnur gegn mörgum af þeim lífsstílssjúkdómum sem hrjá okkur. 2 KYNNINGARBLAÐ 2 7 . S e p t e m B e R 2 0 1 7 M I ÐV I KU DAG U RSKRIFStoFAN 2 7 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D D B -B D E 8 1 D D B -B C A C 1 D D B -B B 7 0 1 D D B -B A 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.