Fréttablaðið - 27.09.2017, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 27.09.2017, Blaðsíða 34
Teygjuhlé fyrir börn og unglinga er tölvuforrit sem minnir fólk á að taka sér reglulega hlé frá tölvuvinnu eða annarri kyrrsetu og teygja úr sér. Þó það sé að heitinu til fyrir börn og unglinga gagnast það skrifstofu- fólki á öllum aldri. Forritið byggist á vinnuvistfræði og nýtist sem forvörn gegn álags- meiðslum í stoðkerfi. Forritið, sem er bandarískt, var hannað af hópi sérfræðinga á heilbrigðissviði. Teygjurnar eru tuttugu talsins og hreyfimyndir, ásamt skýringar- texta, sýna hvernig gera á hverja teygju. Hvert teygjuhlé tekur aðeins um 1-2 mínútur, eftir því hversu margar teygjur eru valdar. Teygjurnar beinast að þeim svæðum stoðkerfisins sem eru við- kvæmust fyrir álagsmeiðslum eins og hálsi, öxlum, örmum, úlnliðum, höndum, baki og fótleggjum. Í forritinu eru einnig æfingar fyrir augu. Grunnstilling fyrir hvert teygju- hlé eru þrjár teygjuæfingar, með 30 mínútna hléi á milli, en auðvelt er að breyta tímastillingunum. Æfingarnar er ýmist hægt að gera sitjandi eða standandi. Forritið er að finna á heimasíðu landlæknis, landlaeknir.is. Nauðsynlegt að teygja úr sér SKRIFSTOFUHÚSGÖGN GLÆSILEGT ÚRVAL OG FRÁBÆRT VERÐ ALHLIÐA LAUSNIR Funi LjúfurFannar Syrusson Hönnunar hús Síðumúla 33 Vinnan þín getur sagt til um heilsufarsástand. Mikið álag í vinnu getur haft mjög slæm áhrif á heilsuna. Þegar fólk fær sveigjanlegan vinnutíma virðist það vera í betra formi og heilsu- hraustara, samkvæmt bandarískri rannsókn sem birt var í Personnel Psych o logy. Mikið vinnuálag getur verið hættulegt heilsu fólks. Rannsóknin náði yfir sjö ár en fylgt var 2.000 manns um sex- tugt. Skoðað var hversu langan vinnudag fólk vann, álagspunkta í starfinu og ákvarðanatöku gagn- vart verkefnum. Rannsóknin fór fram meðal íbúa Wisconsin og var unnin af Kelley School of Business við Indianaháskóla. Greinilegt þykir að mikil streita í starfi hefur mjög neikvæð áhrif á heilsu starfsmanna. Það getur sömuleiðis valdið streitu og álagi ef fólki er ekki treyst fyrir krefjandi verkefnum. Aukin áhrif í starfinu hafa góð áhrif á starfsmenn. Í ljós kom að starfsmenn, sem ekki var nægilega treyst í starfinu, áttu frekar í vandamálum með offitu en þeir sem höfðu áhrif á vinnustað. Mögulegt þykir að fólk sem ekki getur stjórnað vinnu sinni leiti frekar í óhollustu. Streita er hættuleg Taipei 101 fjármálamiðstöðin í Taívan er ein hæsta skrif-stofubygging heims. Byrjað var að byggja húsið 1999 og lauk framkvæmdum árið 2004. Taipei 101 er 509 metrar að hæð og var allt til ársins 2010 hæsta bygging í heimi eða þar til Burj Khalifa turninn í Dúbaí var reistur. Hann er um 830 metra hár og hýsir hótel og íbúðir. Almas turninn er aftur á móti hæsta skrifstofubygging Dúbaí. Turninn er 360 metra hár og hönnun hans á að minna á lögun demanta. Petronas tví- buraturnarnir í Kúala Lúmpúr í Malasíu voru hæstu byggingar í heimi á árunum 1998-2004 og annar turninn hýsir skrifstofur. Þeir halda enn titlinum hæstu tvíburaturnar heims. Þá er Pentagon, sem hýsir varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, sú skrifstofubygging sem er ein sú stærsta að flatarmáli, eða 116 þúsund fermetrar. Byggingin hýsir um þrjátíu þúsund manns og innan hennar fara um 27 kílómetrar aðeins undir ganga. Hæstu og stærstu skrifstofubyggingar heims Taipei 101 er hæsti skrifstofuturninn í Taívan. 12 KYNNINGARBLAÐ 2 7 . s e p T e m B e R 2 0 1 7 M I ÐV I KU DAG U RsKRIfsTofAN 2 7 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D D B -C 2 D 8 1 D D B -C 1 9 C 1 D D B -C 0 6 0 1 D D B -B F 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.