Fréttablaðið - 27.09.2017, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 27.09.2017, Blaðsíða 31
Múlalundur Vinnustofa SÍBS Reykjalundur 270 Mosfellsbær Sími 562 8500 mulalundur@mulalundur.is www.mulalundur.is Takk fyrir að versla við Múlalund Vinnustofa SÍBS Láttu gott af þér leiða þegar þú kaupir skrifstofuvörur Vörur frá Múlalundi skapa störf fyrir fólk með skerta starfsorku Allt fyrir skrifstofuna Þú pantar og færð vörurnar sendar daginn eftir Sigurður Viktor segir að ánægjulegt að horfa upp á einstaklinga byggja sig upp á Múlalundi. Myndir/ViLHELM Störf á Múlalundi gefa mörgum, sem annars væru heima aðgerðarlausir, tækifæri til að spreyta sig og taka þátt í að skapa verðmæti. Frá árinu 1959 hefur Múlalundur verið rekinn af SÍBS. Múlalundur selur ekki bara möppur heldur allt fyrir skrifstofuna,“ segir Sigurð- ur Viktor Úlfarsson, framkvæmda- stjóri Múlalundar. Sigurður segir starfsemi Múlalundar standa og falla með stuðningi samfélagsins og því að einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir kaupi vörur af Múla- lundi, þar með talið almennar skrifstofuvörur. „Við erum almennt samkeppnis- hæf og stundum ódýrari en aðrir á markaðnum. Við seljum eigin framleiðsluvörur, eins og gata- poka, plastvasa, klemmubækur, gyllingar og fleira en einnig vörur sem við kaupum annars staðar frá því þær eru líka mikilvægur fjár- hagslegur styrkur fyrir starfsemina. Viðskiptavinir okkar eiga almennt ekki að þurfa að fara annað eftir almennum skrifstofuvörum.“ ný vefverslun Múlalundur tók nýlega í gagnið nýja vefverslun á heimasíðu sinni mulalundur.is. „Þar geta viðskipta- vinir valið úr miklum fjölda vara og kemur bæði úrval og verð flest- um á óvart,“ segir Sigurður. „Ferlið er einfalt, viðskiptavinir panta í gegnum vefinn eða beint frá okkur og við sendum vörurnar almennt til þeirra daginn eftir. Sé pöntunin yfir 16 þúsund krónum sendum við frítt um allt land. Fyrir smærri pantanir er sendingargjald.“ Á Múlalundi er sífellt leitað nýrra verkefna til að skjóta fleiri og styrkari stoðum undir reksturinn. „Við erum til að mynda opin fyrir því að taka að okkur hluta úr framleiðslu fyrirtækja, jafnt rótgróinna sem sprotafyrirtækja sem eru að stíga sín fyrstu skref sem og allt það sem kallar á mikla handavinnu. Þannig tökum við að okkur fjölbreytt verkefni til lengri og skemmri tíma,“ segir Sigurður og nefnir ýmis dæmi. „Framhaldsskólar og háskólar láta okkur framleiða fallegar kápur utan um prófskírteini útskriftar- nema sem gera gögnin eigulegri og útskriftina að meiri viðburði. Þá hefur ferðaþjónustan komið sterkt inn með framleiðslu á upplýsinga- möppum fyrir hótelherbergi, flottum kápum utan um matseðla þar sem merki veitingastaðarins er gjarnan þrykkt í kápuna og fleira. Bókaforlög láta einnig framleiða plastkápur utan um ferðabækur og ferðakort til að auka endingu þeirra. Öllum þessum verkefnum, pökkun, merkingum, gyllingum og meiru til er sinnt af starfsfólki Múlalundar.“ Sigurður segir langtímaverkefni mjög mikilvæg fyrir starfsemi Múlalundar. „Múlalundur setur til dæmis saman fylgigögn með greiðslukortum Landsbankans og Valitor, verkefni sem Múlalundur hefur séð um í mörg ár.“ Öllum mikilvægt að vinna Á síðasta ári greiddi Múlalundur um 100 milljónir í laun og skapaði varanleg störf fyrir yfir fjörutíu manns með skerta starfsorku auk þess sem aðrir fjörutíu fengu tæki- færi til að spreyta sig í fjögurra vikna vinnuprufum sem hjálpar fólki að komast af stað eftir lang- varandi veru frá vinnumarkaði. „Múlalundur stendur sjálfur undir stærstum hluta sinna tekna sem er allt að því einsdæmi á vinnustofum fyrir fólk með skerta starfsorku. Starfsemin stendur því og fellur með viðskiptavinum okkar,“ segir Sigurður. „Í dag eru mörg fyrirtæki að standa sig vel á sviði samfélagslegrar ábyrgðar. Einföld leið til að flétta samfélags- lega ábyrgð við daglega starfsemi er að kaupa skrifstofuvörur og fleira af Múlalundi.“ Frá árinu 1959 hefur Múla- lundur verið rekinn af SÍBS með stuðningi Happdrættis SÍBS. Þúsundir hafa fengið annað tæki- færi og öðlast aukið sjálfstraust og starfsorku eftir störf hjá Múla- lundi. Virkir á vinnumarkaði „Góð samvinna er á milli Múla- lundar og Reykjalundar, sem er einnig rekinn af SÍBS. Þá er Múla- lundur í samvinnu við Vinnumála- stofnun og ræður fólk til vinnu af biðlistum, en umsækjendur geta þurft að bíða lengi á biðlista áður en þeir komast að. Öll aðstaða er til staðar til að taka á móti mun fleira starfsfólki en aukin viðskipti og verkefni eru forsenda fjölgunar starfa,“ segir Sigurður og bætir við að markmiðið sé að sem flestir séu virkir á vinnumarkaðnum. Hjá Vinnumálastofnun eru til staðar úrræði sem styðja fyrirtæki í að taka við fólki með fötlun út á vinnumarkaðinn eftir starfsendur- hæfingu hjá Múlalundi. Störf á Múlalundi gefa mörgum, sem ann- ars væru heima aðgerðarlausir, tækifæri til að spreyta sig og taka þátt í að skapa verðmæti. „Fólki er mjög mikilvægt að fá að mæta til vinnu og vera virkt í samfélaginu. Bakgrunnur starfs- fólks Múlalundar er margvíslegur og margir þurfa að takast á við krefjandi veikindi eða fötlun, andlega eða líkamlega, í kjölfar slyss eða veikinda. Máltækið „Það þarf þorp til að ala upp barn“ á vel við um Múlalund en starfsemin stendur og fellur með viðskipta- vinum okkar þar sem hver króna skiptir máli.“ Sigurður segir ánægjulegt að horfa upp á einstaklinga byggja sig upp á Múlalundi eftir erfið veikindi eða slys. „Á Múlalundi eru þeir þátttakendur á vinnu- markaði sem er sameiginlegur árangur þeirra sjálfra, Múlalundar og viðskiptavina.“ Sjá nánar á mulalundur.is. Ekki bara möppur á Múlalundi Múlalundur, vinnustofa SÍBS, framleiðir og selur allt fyrir skrifstofuna. Á Múlalundi fær fólk með skerta starfsorku tækifæri til að leggja sitt af mörkum til atvinnulífsins og skiptir stuðningur við- skiptavina þar sköpum. Um 70 manns með skerta starfsorku fengu að spreyta sig á síðasta ári. KynninGArBLAÐ 9 M i ÐV i KU dAG U r 2 7 . S e p t e M B e r 2 0 1 7 SKriFStoFAn 2 7 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D D B -A A 2 8 1 D D B -A 8 E C 1 D D B -A 7 B 0 1 D D B -A 6 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.