Fréttablaðið - 27.09.2017, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 27.09.2017, Blaðsíða 44
Markaðurinn Miðvikudagur 27. september 2017fylgirit fréttablaðsins um Viðskipti og fjármál | Viðskiptavefur Vísis @VisirVidskiptiwww.visir.is Stjórnar- maðurinn @stjornarmadur 25.09.2017 Ég hef svo sem ekki fundið neitt á minni stuttu ævi sem er frítt í þessum heimi. Á einhverju þurfa viðkomandi aðilar að lifa. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group Hæstaréttarlögmaðurinn Eyvindur Sólnes, sem hefur starfað hjá CATO Lögmönnum frá árinu 2011, hefur gengið til liðs við LEX þar sem hann verður á meðal eigenda að lögmannsstofunni. Eyvindur mun formlega hefja störf á LEX, næst- stærstu lögmannsstofu landsins, síðar á árinu. Á meðal helstu sérsviða Eyvindar eru samn- ingaréttur, félagaréttur, samkeppnisréttur, málflutningur og fjárhagsleg endurskipu- lagning. Eyvindur hlaut réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti 2010 en sama ár lauk hann MBA-námi við Háskólann í Reykjavík. Talsvert hefur verið um breytingar í eig- endahópi LEX síðustu misseri. Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður hætti hjá stofunni í árslok 2015 þegar hann var skipaður dómari við Hæstarétt og ári síðar hætti einnig Garð- ar G. Gíslason, einn af aðaleigendum LEX í yfir áratug, og stofnaði lögmannsstofuna IUS. Þá hefur Aðalsteinn E. Jónasson hætt hjá LEX eftir að hann var skipaður dómari við Lands- rétt. Óskar Sigurðsson hæstaréttarlögmaður kom hins vegar í eigendahópinn í ársbyrjun 2017 við samruna JP Lögmanna og LEX. -hae Eyvindur í eigendahóp LEX 442 1000 Þjónustuver 9:30-15:30rsk@rsk.is Ársreikningaskrá RSK Tilkynning um ákvörðun sektar vegna vanskila á ársreikningi 2016 Félögum sem falla undir 1. gr. laga um ársreikninga bar almennt að senda ársreikningaskrá ársreikning félagsins 2016 ásamt áritun endurskoðenda eða skoðunarmanna fyrir lok ágústmánaðar sl. Framangreind skilaskylda að viðlögðum sektum nær til allra félaga hvort sem þau höfðu starfsemi með höndum á árinu 2016 eða ekki. Ársreikningaskrá skal leggja stjórnvaldssektir á þau félög sem vanrækja að standa skil á ársreikningi eða samstæðureikningi til opinberrar birtingar. Jafnframt skal ársreikningaskrá krefjast úrbóta. Hér með er skorað á skilaskyld félög sem hafa ekki nú þegar skilað ársreikningi eða samstæðureikningi 2016 að senda ársreikning félagsins rafrænt til ársreikningaskrár. Vakin er athygli á því að örfélög sem hafa skilað skattframtali geta nýtt sér Hnappinn með því að fara inn á þjónustusíðu félagsins á www.skattur.is og velja að ríkisskattstjóri útbúi ársreikning félagsins til opinberrar birtingar. Félögum sem ekki hafa staðið skil á ársreikningi eða samstæðureikningi 2016 í síðasta lagi 2. október 2017 verður ákvörðuð sekt án frekari viðvörunar. Sú ákvörðun samgönguyfirvalda í London að draga starfsleyfi Uber til baka hefur vakið mikla athygli. Flestir eru á því að yfirvöld hafi gengið fram af miklu offorsi, og þegar þetta er ritað hafa safnast hátt í milljón undir- skriftir Uber til stuðnings. Hrifning fólks á Uber er skiljanleg. Þjónustan er langtum betri en hefð- bundnir leigubílar geta veitt og not- endaviðmótið með miklum ágætum. Ekki spillir heldur fyrir að Uber er starfrækt í flestum stórborgum í heiminum og ekki amalegt að geta gengið að þjónustunni vísri á ferðum sínum. Uber er af þeim sökum, ásamt félögum á borð við Netflix, Facebook og Google, eitt af þessum fyrirtækjum sem eru að taka heiminn yfir með nýja tækni að vopni. Því má hins vegar ekki gleyma að þessum hnatt- rænu risum fylgja ýmsir fylgikvillar. Uber hefur til að mynda ekki gætt sín á því að virða lágmarksréttindi starfsfólks síns og virðist hafa látið öryggismál reka á reiðanum. Að því leyti hefur falist afturför í innkomu Uber á breska markaðinn. Ef slíku er leyft að viðgangast getum við hætt að velta fyrir okkur markaðsyfirráðum á einstökum mörkuðum og farið að hugsa um slík yfirráð á hnattrænum grunni. Nú er viðbúið að Uber undir- gangist þær breytingar sem þarf til að endurnýja starfsleyfið í London. Hvað sem því líður er inngrip samgöngu- yfirvalda ef til vill þörf áminning fyrir Uber um að gera hlutina almennilega. Málið er sömuleiðis umhugsunarvert fyrir hérlend yfirvöld. Fyrir stuttu komust samkeppnisyfirvöld að þeirri óskiljanlegu niðurstöðu að Costco væri ekki hluti af íslenskum lyfja- markaði. Sama yfirvald skilgreinir Netflix ekki sem aðila að íslenskum fjölmiðlamarkaði þrátt fyrir að 50 þúsund heimili séu með áskrift. Netflix þarf ekki að undirgangast sömu kvaðir og innlendir aðilar, t.d. varðandi íslenskan texta og annað. Þá er ekki minnst á hið langtum hag- stæðara skattaumhverfi sem alþjóð- legum fyrirtækjum býðst. Alþjóðlegu tæknifyrirtækin hafa umbylt lífi okkar á margan hátt og eru að langmestu leyti jákvæð fyrirbæri. Eftirlitsaðilar í einstökum ríkjum hafa hins vegar ekki brugðist við þessum nýja veruleika, og starfa ennþá í heimi sem löngu er horfinn. Bæði þarf að gæta þess að alþjóðleg stórfyrirtæki starfi eftir landslögum á hverjum stað, en ekki síður þarf að gæta þess að innlendir aðilar mæti ekki samkeppninni með báðar hendur fyrir aftan bak. Fákeppni og markaðsyfirráð geta nefnilega verið alþjóðleg, og gæta þarf þess að slík staða sé ekki beinlínis í boði opin- berra aðila. Markaðsyfirráð Eyvindur Sólnes 2 7 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K _ N Ý.p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D D B -9 1 7 8 1 D D B -9 0 3 C 1 D D B -8 F 0 0 1 D D B -8 D C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.