Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2015, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.11.2015, Blaðsíða 18
18 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands É g ákvað að fara í íþróttalýðháskóla-nám í Danmörku eftir menntaskóla þar sem ég hef alltaf elskað íþróttir og stunda nú blak. Idrætshøjskolen i Ikast(ISI) varð fyrir valinu og ég var aldrei í vafa um valið. Ég var búin að heyra margt gott af þessum skóla og var búin að kynnast blakþjálfaranum í bænum áður en ég kom þangað. Ég hafði áður fyrr verið í Ikast að keppa fyrir U-19 ára landsliðið í blaki og gist- um við þá í ISI. Þannig að segja má að ég hafi aðeins verið búin að fá nasaþefinn af lýð- háskólalífinu áður en ég mætti á staðinn. Hugmynd mín var að segja ykkur frá týpísk- um degi í lífi mínu hér í ISI. En þegar ég fór að hugsa nánar út í það áttaði ég mig fljótt á að það er ekki hægt að lýsa týpískum degi þar sem dagarnir hérna eru eins mismunandi og þeir eru margir. Með lýðháskólanámi mínu stunda ég blak með Elite Volley Aarhus (EVA) sem er lið í úrvalsdeildinni í Danmörku. Þar mæti ég á æfingar þrisvar í viku og tek lest á milli sem tekur einn og hálfan klukkutíma ásamt því að þurfa að hjóla frá lestarstöðinni og í höllina. Þetta tekur að sjálfsögðu mjög langan tíma en í staðinn fyrir að taka því sem neikvæðum hlut ákveð ég að nýta tímann í eitthvað sem ég gef mér venjulega ekki tíma í. Eins og til dæmis að lesa og skrifa dagbók. Samhliða því mæti ég á morgunæfingar þrisvar í viku með Efterskolen og einu sinni í viku með liðinu í bænum sem ég ætlaði alltaf fyrst að æfa og spila með áður en ég fékk þetta flotta tækifæri að æfa með EVA. Í skólanum er ég á Fit for Fight-línu þar sem við æfum þrisvar í viku og svo erum við með valfag og fleiri tíma. Margir halda að lýðháskólanám sé bara Áhersla á að gera okkur að þeim manneskjum sem við viljum vera Blak í íþróttalýðháskólanum í Ikast: afslöppun og afsökun fyrir að fara ekki í háskóla strax en raunin er allt önnur. Þetta er ómetan- legt ár sem fer allt beint í reynslubankann. Þetta er ekki svona týpískur skóli þar sem eru próf og tímar og allt skólaárið er fullt af stressi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.