Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2015, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.11.2015, Blaðsíða 11
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 11 G uðjón Axelsson er faðir Elvars Snæs Guðjónssonar sem var í 15 ára landsliðinu í körfuknattleik er tók þátt í Copenhagen Invitational- móti í Danmörku sl. sumar. Tveir leikmenn frá Keflavík voru í liðinu. U15-liðið stóð sig gríðarlega vel á mótinu og vann til silfur- verðlauna eftir tap gegn Berlínarúrvalinu í hreinum úrslitaleik. Fjórar stúlkur úr Kefla- vík voru valdar í 12 manna landsliðshóp U15 sem tók þátt í Copenhagen Invitational. Fjórar stúlkur voru líka valdar til að keppa með U16 á Norðurlandamóti yngri lands- liða sem fór fram í Solna í Svíþjóð og fjórar stúlkur valdar til að keppa með U16 á EM en íslenska liðið lék í Rúmeníu. Einn leik- maður úr Keflavík var valinn til að keppa með U16-liði drengja á Norðurlandamóti yngri landsliða í Solna. Ekkert annað í stöðunni en að ráðast í söfnun „Til að fjármagna kostnað við ferðirnar var ekkert annað í stöðunni en að ráðast í söfnun. Við í foreldraráði fórum saman í söfnun og náðum nánast að safna upp í ferðakostnaðinn. Ferðirnar til Danmerkur, Svíþjóðar og Andorra kostuðu um tvær milljónir króna og tókst okkur að mestu að safna upp í þessar ferðir. Söfnunin fór fram með hefðbundnum hætti, dósum var safnað, við fengum verkefni hjá Isavia og Fríhöfninni við að endurmerkja poka og unnum á Nettó-mótinu og á Ljósanótt. Styrkur kom síðan frá unglingaráði. Mér fannst það bara vera afrek að ná að dekka kostnaðinn með þessum hætti en ég vissi að í einhverjum tilfellum þurftu leikmenn alfarið að borga úr eigin vasa,“ sagði Guðjón þegar hann var inntur eftir kostnaði við keppnisferðir sonar síns. Það þarf að finna leiðir til að koma til móts við krakkana Guðjón sagði það deginum ljósara að þessi mál þyrfti að skoða og reyna að finna leiðir til að koma til móts við þá krakka sem valdir væru í landsliðið. „Auðvitað hvetjum við foreldrar krakkana endalaust áfram og það er mikill heiður að vera valinn í landslið en ferðir til þátttöku í mótum á erlendum vettvangi kosta sitt og það þarf að bretta upp ermar til fjármagna dæmið. Það er hægt með þrotlausri vinnu að safna upp í þessar keppnisferðir en við verð- um að hafa í huga að markaðurinn er ekki endalaus. Vonandi er að það gerist ekki að foreldrar þurfi að afþakka landsliðssæti krakka sinna vegna bágrar fjárhagsstöðu.“ Peningurinn verður að koma frá ríkinu „Ferlið í þessu dæmi er alveg handónýtt, það sem snýr að ferðakostnaði. Peningur- inn og styrkurinn verður að koma með einhverjum hætti, jafnvel frá ríkisvaldinu, þó ekki væri nema til helminga. Hér fyrir sunnan eru einfaldlega ekki nógu mörg fyrirtæki til að styrkja þessa krakka til þátt- töku. Við hér í Keflavík eigum landsliðsfólk í mörgum keppnisgreinum og allir standa frammi fyrir sama vandanum, það er að safna, finna styrki eða standa sjálf undir kostnaði til þátttöku á mótum erlendis. Það eru allir á hlaupum um allan bæ að safna. Vandamálið er svo kannski enn verra í litlum bæjarfélögum úti á landsbyggðinni. Ef ekki verður gripið í taumana og ákveðin einhver stefna hjá stjórnvöldum verður þetta eilífðarvandamál,“ sagði Guðjón. Það þarf að bretta upp ermar til að fjármagna dæmið Feðgarnir Elvar Snær Guðjónsson og Guðjón Axels- son í Keflavík.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.