Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2015, Blaðsíða 33

Skinfaxi - 01.11.2015, Blaðsíða 33
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 33 S æmundur Runólfsson, fyrrverandi fram-kvæmdastjóri UMFÍ, hlaut fyrir skömmu viðurkenningu fyrir ævistarf í þágu æsku- lýðsstarfs á Íslandi. Æskulýðsráð veitir viður- kenningar fyrir æskulýðsstarf en þeim er ætlað að vekja athygli á því sem er til fyrirmyndar í æskulýðsstarfi á Íslandi og vera hvatning til þróunar, nýsköpunar og þátttöku. Jóhannes Stefánsson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, veitti viðurkenningarn- ar fyrir hönd Æskulýðsráðs á ráðstefnunni Íslenskar æskulýðsrannsóknir sem haldin var á menntavísindasviði Háskóla Íslands 15. nóv- ember sl. Veittar voru viðurkenningar í þrem- ur flokkum og fékk Sæmundur viðurkenningu sína undir flokknum Starfsmenn eða sjálfboða- liðar í æskulýðsstarfi sem skilað hafa merku ævistarfi eða á annan hátt skarað fram úr. Sæmundur lét af störfum sem framkvæmda- stjóri Ungmennafélags Íslands síðastliðið vor eftir ríflega 23 ára starf, en hann tók til starfa hjá UMFÍ þann 1. janúar árið 1992. Hann hafði áður setið í stjórn UMFÍ 1985–1991 og verið framkvæmdastjóri Landsmóts UMFÍ í Mos- fellsbæ árið 1990. Sæmundur hefur gegnt fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum á veg- um ungmennafélagshreyfingarinnar. Hann var meðal annars formaður Ungmennafélags- ins Drangs í Vík 1977–1983, sat í stjórn Íslenskra getrauna 1992–2009, íþróttanefnd Sæmundur Runólfsson hlaut viðurkenningu fyrir ævistarf í þágu æskulýðsstarfs á Íslandi ríkisins 1992–2004 og í stjórn ISCA (Inter- national Sport and Culture Association) 1999–2011. Þá sat Sæmundur í stjórn Æsku- lýðsvettvangsins 2007–2015 og þar af var hann formaður 2012–2015. Í umsögn segir að Sæmundur sé kröftug- ur og ósérhlífinn einstaklingur sem ávallt hafi verið til taks fyrir ungmennafélagshreyfinguna og haft hagsmuni hennar að leiðarljósi. Því hlýtur hann þessa viðurkenningu. Frá vinstri: Sæmund- ur Runólfsson, Hreiðar Már Árnason, Ruth Jörgensdóttir Rauter- berg og Jóhannes Stefánsson.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.