Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2015, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.11.2015, Blaðsíða 6
6 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Skinfaxi 4. tbl. 2015 Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson, jonkristjan@umfi.is. Ábyrgðarmaður: Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ. Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson, Linda Ólafsdóttir, Róbert Daníel Jónsson, fotbolti.net o.fl. Umbrot og hönnun: Indígó. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Prófarkalestur: Helgi Magnússon. Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar Bender. Ritnefnd: Örn Guðnason formaður, Gunnar Gunnarsson, Berglind Ósk Agnarsdóttir, Pétur Arason og Jóhanna Hreiðarsdóttir. Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Sími: 568-2929 Netfang: umfi@umfi.is Heimasíða: www.umfi.is Starfsfólk UMFÍ: Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri, Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa og kynningarfulltrúi, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi, með aðsetur á Sauðárkróki, Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi, Ragnheiður Sigurðardóttir, landsfulltrúi Guðbirna Kristín Þórðardóttir, ritari. Stjórn UMFÍ: Haukur Valtýsson, formaður, Örn Guðnason, varaformaður, Hrönn Jónsdóttir, ritari, Helga Jóhannesdóttir, gjaldkeri, Ragnheiður Högnadóttir, meðstjórnandi, Gunnar Gunnarsson, meðstjórnandi, Björn Grétar Baldursson, meðstjórnandi. Varastjórn UMFÍ: Þorgeir Örn Tryggvason, Kristinn Óskar Grétuson, Sigurður Óskar Jónsson og Guðmundur Sigurbergsson. Forsíðumynd: Forsíðumyndin er af ungum þátttakendum í íþróttaskóla HSV á Ísafirði. Íþróttaskólinn hefur notið mikilla vinsælda hjá yngri kynslóðinni. Í blaðinu er fjallað um blómlegt starf HSV en innan sambandsins eru 23 aðildarfélög. Þátttaka er góð í því íþróttastarfi sem í boði er og næg verkefni eru fram undan. Margt er á döfinni hjá HSV á næsta ári. Stærsta verkefnið er líklega 6. Landsmót UMFÍ 50+ en mótið verður haldið á Ísafirði næsta sumar. M örg okkar eru afar áhuga-söm um að börnin okkar leggi stund á íþróttir, tónlist eða taki þátt í öðru æskulýðsstarfi. Við vitum að börnin hafa gott af þessu, það er uppbyggilegt, þrosk- andi og styrkir einstaklinginn á all- an máta. Rannsóknir sýna, svo að ekki verður um villst, að þetta er raunin. Foreldrar eru, eins og gefur að skilja, misjafnlega í stakk búnir til að greiða götu barna sinna í þess- um efnum en eins og allir vita sem kynnst hafa kostar það sitt að senda börnin í íþróttir, tónlist og eða í ann- að tómstunda- og æskulýðsstarf. Ofan á bætast ferðir vítt og breitt sem hafa drjúgan kostnað í för með sér. Ferðalög, keppnisgjöld og uppi- hald eru ansi hár kostnaðarliður. Eins og við þekkjum eru notaðar ýmsar leiðir til að lækka kostnaðinn, stundum tekst að brúa bilið með ýmsum fjáröflunarleiðum, en það sem vantar upp á er foreldranna eða aðstandenda að greiða. Þetta verða á stundum nokkrar keppnis- ferðir yfir árið. Eftir því sem börnin verða eldri verður kostnaðurinn oft og tíðum meiri. Foreldrar á lands- byggðinni þekkja þetta best, börnin þeirra þurfa margsinnis að fara í æf- inga- og keppnisferðir á höfuðborg- arsvæðið. Þá þurfa margir að fara langan veg með ærinni fyrirhöfn, ekki síst fjárhagslegri. Þegar börnin feta sig upp þroska- stigann hlotnast mörgum þeirra sá heiður að verða fulltrúar Íslands á erlendum vettvangi. Þau eru valin í yngri landslið Íslands, nokkuð sem mörg þeirra hefur dreymt að yrði einhvern tíma að veruleika. Kostnað- ur við þátttökuna lendir á landsliðs- fólkinu sjálfu og þá verður enn eina ferðina að grípa til fjáröflunar til að mæta þeim kostnaði. Stundum tekst vel til en oft vantar upp á og þá lendir á foreldum og aðstand- endum að borga brúsann. Fólk er misjafnlega statt og getur þetta því verið drjúgur biti að kyngja fyrir marga. Sérsamböndin langflest hafa ekki úr miklu að moða og hafa í raun nóg með sig. Það eru eflaust margir sem spyrja sig: Hvað er hægt að gera til að létta fólki þennan kostnað sem óumflýjan- lega fylgir íþróttaiðkun og tómstunda- starfi? Félögin gera hvað þau geta og eins hafa sveitarfélögin sum hver styrkt sitt fólk til að létta undir, til dæmis hvað varðar þann þátt sem lýtur að ferðakostnaði. Ríkisvaldið hefur látið meira fé rakna í ferða- sjóðinn en áður en betur má ef duga skal. Þetta er mál sem ekki er hægt að hlaupa frá enda engin lausn feng- in með því. Allir sem einn, ríkið og sveitarfélög, verða með einhverjum hætti að koma enn beittar að þessu máli. Öll viljum við börnunum vel en það kostar að halda úti öflugu íþróttastarfi. Eitt er ég sannfærður um, að aukið fjármagn í þennan mála- flokk er ekki bara íþyngjandi fyrir ríkisvaldið til lengri tíma litið. Pen- ingunum er vel varið og við stönd- um öll sterkari þegar upp er staðið. Nú bíður okkar nýtt ár, okkur öll- um til heilla, og ekki síður spennandi en það sem er að kveðja. Skinfaxi óskar ungmennafélögum, sem og landsmönnum öllum, gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Komið til móts við þátttakendur í íþrótta- og tómstundastarfi Jón Kristján Sigurðsson – ritstjórnarspjall: U ngmennafélag Íslands og Wappið hafa undirritað samstarfssamning sem felur það í sér að félögin ætla að vinna saman að því að koma leiðarlýsingum um gönguleiðir í gönguverkefni UMFÍ á stafrænt form til birtingar í Wappinu. Með samningnum verður Ungmennafélag Íslands einn af helstu samstarfsaðilum Wapps- ins og með frá byrjun þar sem Wappið var fyrst gefið út 5. nóv- ember. Innan tíðar mun Ung- mennafélag Íslands jafnframt bjóða landsmönnum upp á tvær leiðarlýsingar í Wappinu notendum að kostnaðarlausu. Þetta eru fyrstu skrefin í sam- starfi þessara aðila. Um Wappið Wappið er stafrænn gagnagrunnur leiðarlýsinga á Íslandi sem er miðlað í gegnum app fyrir I-phone og Android-snjallsíma. Leiðarlýsingarnar verða um allt land, með GPS-ferlum, ljósmyndum og er miðlað á ensku og íslensku til notenda. Hægt er að hlaða leiðarlýsingum á símann og nota án þess að vera í gagnasambandi. Stokkur ehf. forritar Wappið og Samsýn ehf. sér um kortagrunninn fyrir Ísland. Leiðarlýsingar um gönguleiðir í gönguverkefni UMFÍ á stafrænt form Einar Skúlason hjá Wappinu og Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands, handsala samstarfssamninginn.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.