Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2015, Blaðsíða 37

Skinfaxi - 01.11.2015, Blaðsíða 37
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 37 Þ ann 28. nóvember sl. voru vinnings-höfum í ratleik, sem haldinn var í tengslum við Forvarnadaginn, afhent verðlaun á Bessastöðum. Þátttakan í ratleiknum var mjög góð, en mörg hundruð grunn- og framhaldsskólanemendur tóku þátt með því að svara ákveðnum spurningum sem tengdust íþrótta- og æskulýðsstarfi í landinu. Verðlaunahafar í ratleik Forvarnadagsins Vinningshafarnir, sem dregnir voru út, eru: Benjamín Smári Kristjánsson, Grunnskóla Sandgerðis, Elínborg Eir Sigurfinnsdóttir, Framhaldsskóla Vestmannaeyja, Thelma Ósk Þrastadóttir, Framhaldsskóla Mosfellsbæjar, Sigurlaug Margrét Sigmarsdóttir, Grunnskóla Vestmannaeyja, Ása Sóley Ásgeirsdóttir, Varmahlíðarskóla, og Þorvaldur Marteinn Jónsson, Verkmenntaskóla Austurlands. Við þetta tækifæri þakkaði forseti Íslands Actavis fyrir ötulan stuðning við Forvarna- daginn allt frá upphafi. Forvarnadagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Ungmennafélag Ís- lands, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. U ngmennafélag Íslands hefur um árabil staðið fyrir félagsmálanámskeiðum undir nafninu Sýndu hvað í þér býr. Hafa þessi námskeið notið vinsælda og verið vel sótt í flestum tilfellum. Í haust hafa sex námskeið verið haldin víðs vegar um land- ið og eftir áramótin verður þráðurinn tek- inn upp að nýju. Heildarfjöldi þátttakenda á námskeiðunum í haust var um 130 manns. Almenn ánægja og gleði var meðal þátttak- enda með námskeiðið en það er Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi UMFÍ, sem hefur veg og vanda af námskeiðun- um og er kennari á þeim. „Það hefur alltaf verið töluverður áhugi á því að fá þessi námskeið. Í haust sem leið fórum við aftur á móti í markvissa kynn- ingu á námskeiðunum og hvað þau hafa í Félagsmálanámskeiðin – „Sýndu hvað í þér býr“: Miklar framfarir hjá þátttakendum raun upp á að bjóða. Með nýjum áherslum á Facebook, heimasíðunni og fréttabréfi er þetta verkefni sýnilegra en áður. Við förum á oft á sömu staðina ár eftir ár en reyn- um að laga okkur að aldurshópi og stað hverju sinni. Það mjög mikilvægt, þegar maður er að leiðbeina yngri hópunum, að höfða svolítið til áhugamála þeirra þegar maður er að kenna á námskeiðinu,“ segir Sabína Steinunn. Aðspurð um hver væru helstu markmið námskeiðsins sagði hún að þau væru annars vegar að gera fólk hæfara í því að standa frammi fyrir hópi og halda ræðu og hins vegar að starfa í stjórnum og nefndum og hvernig hægt sé að skipta með sér verkum og dreifa ábyrgðinni á fleiri einstaklinga. „Maður sér mikinn mun á þessu stutta námskeiði á þátttakendum, framfarirnar eru miklar,“ sagði Sabína Steinunn.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.