Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2015, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.11.2015, Blaðsíða 3
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 3 Þ ann 16. nóvember síðastliðinn var Ungmennafélagið Þjótandi stofnað í Félagslundi í Flóahreppi. Hið nýja ungmennafélag mun taka við störf- um ungmennafélaganna þriggja, Umf. Baldurs, Umf. Samhygðar og Umf. Vöku í Flóahreppi. Fundurinn var vel sóttur en 38 eru skráðir stofnfélagar. Undir- búningsnefnd lagði fram tillögu að bráða- birgðastjórn og því hverjir skyldu verða nefndarformenn í félaginu og var hún samþykkt. Stjórn nýs félags er þannig skipuð: Guð- munda Ólafsdóttir formaður, Magnús Steph- ensen Magnússon ritari og Lilja Ómarsdóttir gjaldkeri. Í varastjórn eru Baldur Gauti Tryggva- son og Stefán Geirsson. Formaður íþrótta- nefndar var kjörinn Árni Geir Hilmarsson, for- maður skemmtinefndar Sveinn Orri Einarsson og formaður ritnefndar Fanney Ólafsdóttir. Undir liðnum Önnur mál var nýkjörinni stjórn árnað heilla og sameiningarnefndinni þökkuð góð störf undanfarið ár. Okkur vantaði vettvang til að koma krökkunum saman á einn stað „Upphafið að stofnun félagsins má rekja til ársins 2006 þegar hrepparnir í Flóanum voru sameinaðir í eitt sveitarfélag. Ári áður voru skólarnir sameinaðir í Flóaskólanum þannig að krakkarnir í þessum þremur félögum voru farnir að kynnast meira en voru aftur á móti ekki að fara á sömu æfingar eða keppa fyrir sama félag. Ekki heldur að taka þátt í sömu félagsstörfum og ýmsu öðru. Okkur vantaði því vettvang til að koma þessum krökkum saman á einn stað og fá jafnvel fleiri til starfa,“ Ungmennafélagið Þjótandi stofnað sagði Guðmunda Ólafsdóttir, formaður ný- stofnaðs Ungmennafélagsins Þjótanda. Guðmunda sagði þetta hafa verið hið rétta í stöðunni og auðveldaði alla umsýsluna í kringum starfið. Þetta lyfti tvímælalaust starf- inu á hærra plan, allir krakkarnir gætu verið saman og átt auðveldara með að taka þátt í verkefninu. „Það verður því ekki annað sagt en að spennandi tímar séu fram undan. Við ætlum á næsta aðalfundi í janúar að leggja fram tillögu um að gömlu félögin verði lögð niður. Það er meiri sómi að því en að hafa óstarfandi félög í skugga nýs félags. Þetta nýja félag verður vonandi til framdráttar hér á svæðinu,“ sagði Guðmunda Ólafsdóttir. Efri röð frá vinstri: Stefán Geirsson, Fanney Ólafsdóttir, Árni Geir Hilmarsson, Sveinn Orri Einarsson og Baldur Gauti Tryggvason. Neðri röð frá vinstri: Lilja Ómars- dóttir, Guðmunda Óladóttir og Magnús Stephensen.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.