Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2015, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.11.2015, Blaðsíða 8
8 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands B ygging skíðaskála á Brandsholti í Selár-dal við Steingrímsfjörð hefur staðið yfir síðan í vor en nýja húsið er allstór braggi. Það er Skíðafélag Strandamanna sem stendur fyrir framkvæmdunum og eru menn frá Trésmiðjunni Höfða á staðnum við störf auk sjálfboðaliða. Vignir Örn Pálsson, formað- ur Héraðssambands Strandamanna, segir að stefnt sé að því að taka skálann í notkun í vetur og það sé alveg ljóst að þessi aðstaða muni koma í góðar þarfir og lyfta skíðastarf- inu á hærra plan. Þegar á allt er litið hafa framkvæmdir gengið vel „Fyrir skemmstu færðum við rafmagnsinn- takið inn og gengum frá vatnsbólinu. Það er komið rennandi vatn en við eigum eftir að ljúka við innivinnu eins og að setja upp milli- veggi og hreinlætisaðstöðu. Þetta verður klárað á næstunni og er stefnt að því að taka þessa aðstöðu að fullu í notkun í vetur. Við vorum heppnir með veður í september og vel gekk að reisa húsið. Þegar á allt er litið hafa framkvæmdir gengið vel en við eigum ekki óþrjótandi peninga. Við ætlun núna sem fyrst að loka húsinu og koma því í þannig ástand að hægt sé að nota það,“ sagði Vignir Örn Pálsson, formaður HSS. Vignir Örn segir að starfið muni gjörbreyt- ast þegar þessi aðstaða verður komin upp og mikilvægt sé að hafa almennilegt húsaskjól. Svæðið þarna um kring er eingöngu göngu- svæði en mikill áhugi hefur alltaf verið fyrir gönguskíðum á Ströndum. Bygging skíðaskála í Selárdal við Steingrímsfjörð: Starfið mun gjörbreytast með þessari aðstöðu „Áhuginn á svæðinu er mikill og hefur svo verið um árabil. Nú er fólk farið að koma til okkar úr Reykhólasveitinni og tveir keppend- ur frá okkur fóru á á Andrésar andarleikana síðasta vetur. Það er aldrei að vita nema að með tilkomu þessa skíðaskála fari göngu- áhugafólk að sunnan að koma hingað í aukn- um mæli. Það myndi ekki koma mér á óvart enda umhverfið allt hér um kring frábært til útivistar. Það eru ekki nema um tveir og hálf- ur tími sem tekur að renna hingað norður úr Reykjavík og um 15 mínútna akstur inn á gönguskíðasvæðið,“ sagði Vignir Örn. Vignir Örn sagði að skíðaganga ætti sér langa sögu á Ströndum. Á sjötta áratugnum áttu Strandamenn Íslandsmeistara í skíða- göngu. Vignir Örn segir ákveðinn kjarna skíðagöngufólks stunda íþróttina alla jafnan en tíu manna hópur ætlar að fara í æfinga- búðir til Þýskalands í febrúar.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.