Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2015, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.11.2015, Blaðsíða 32
32 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Kynningar á boccia og ringó á vegum FÁÍA víða um land Í haust og í vetur hefur Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, FÁÍA, verið með kynningar og námskeið í boccia og ringó víða um land. Farið hefur verið til Húsavíkur, Grindavíkur, Reykja- nesbæjar og Flúða í þessum tilgangi og nú fyrir ekki löngu síðan var námskeið haldið í Kópavogi. Þátttaka hefur verið góð en þess má geta að rúmlega 50 manns tóku þátt í námskeiðinu á Húsavík. Þórey S. Guðmunds- dóttir sagði frá starfinu innan FÁÍA og Flemming Jessen sagði frá UMFÍ og samstarfi þessara félaga í gegnum tíðina. Í Hvammi var námskeið í dönsum af ýmsu tagi en í íþróttahús- inu var kennsla í ringó og boccia. Auk Þóreyjar og Flemmings tóku Kolfinna Sigurvinsdóttir og Sigurrós Ottósdóttir þátt í ferðinni. Þessi heimsókn heppnaðist með afbrigðum vel og var vel staðið að öllum undirbúningi, þátttaka góð og aðstaða mjög til fyrirmyndar. Þátttakendur voru virkir í öllum atriðum og höfðu sýnilega mjög gaman af. Námskeiðinu lauk síðan með smá kaffi og meðlæti þar sem Þórey þakkaði heimafólki fyrir góðar móttökur og Flemming afhenti Félagi eldri borgara á Húsavík bækur frá UMFÍ. Þ á eru ekki nema rúmir fimm mánuð-ir þar til við bregðum okkur vestur á Ísafjörð og tökum þátt í íþrótta- og skemmtihátíð á 6. Landsmóti UMFÍ 50 ára og eldri. Gaman saman og heilbrigði eru einkunnarorð þessara hátíða UMFÍ, sem fram hafa farið frá árinu 2011. Hátíðin hef- ur smám saman verið að festa sig í sessi og þátttaka jafnframt að aukast. Frá því að ákveðið var að hleypa mótinu af stað hafa tvö veigamikil atriði ráðið för. Mótið skal halda sem víðast um land. Mótsstaður býður upp á þá aðstöðu sem til er hverju sinni, en hleypir ekki sveitarfélag- inu/ungmennasambandinu í framkvæmd- ir sem neinu nemur Það er stjórn UMFÍ sem tekur ákvörðun um mótsstað eftir að auglýst hefur verið eftir hverjir hafi áhuga á að halda mótið. Héraðssambönd og sveitarfélög samein- ast um verkefnið og saman mynda þau ásamt UMFÍ landsmótsnefnd. Val hverju sinni tekur nokkurt mið af aðstöðu, starf- semi og þátttöku í starfi og starfsemi UMFÍ og tengdra aðila eins og Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra – FÁÍA. Á 4. Landsmóti UMFÍ tilkynnti þáverandi formaður UMFÍ, Helga Guðrún Guðjóns- dóttir, að mótið 2016 yrði haldið á Ísafirði. Það kom ekki á óvart. Ísfirðingar hafa verið mjög duglegir að sækja þau Landsmót sem fram hafa farið fyrir 50+ hópinn og ekki síð- ur duglegir að sækja mót á vegum FÁÍA. Þá ber að nefna að Kubbi, íþróttafélag eldri borgara á Ísafirði, sá um púttmót FÁÍA árið 2014 og gerði það með miklum ágætum. Aðstaða á Ísafirði er mjög góð til iðkunar þeirra íþrótta sem hvað flestir hafa verið þátttakendur í á mótunum frá upphafi. Það er von mín að við fjölmennum vest- ur á Ísafjörð 10.–12. júní 2016. Ísfirðingar hafa verið duglegir að koma að vestan og nú skulum við fjölmenna vestur. Gaman saman á Ísafirði, Flemming Jessen Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri á Ísafirði KOMDU Í FÓTBOLTA Það leika að meðaltali 250 landsliðsmenn fótbolta Alls leika um 20.000 fótbolta með liðum

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.