Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2015, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.11.2015, Blaðsíða 17
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 17 Þ að hafði lengi verið draumur hjá mér að fara í íþróttalýðháskóla í Danmörku og lét ég verða af því að árið 2014. Lýð-háskólinn, sem ég valdi, heitir Gerlev Idrætshøjskole og er á Sjálandi. Vorið áður kláraði ég menntaskóla og vann um haustið til þess að safna pening. Það var stórt skref að flytja að heiman í fyrsta skipti, alein og til út- landa í þokkabót. Fyrstu vikurnar íhugaði ég að fara aftur heim og var ekki sannfærð um að þetta hentaði mér. Það lagaðist þó, þegar líða tók á, enda mikilvægt að gefa nýju umhverfi tíma til aðlögunar. Það kom mér virkilega á óvart hversu þroskandi þessi tími var og vil ég með þessum pistli segja frá reynslu minni og í leiðinni hvetja ungt fólk til þess að fara í lýð- háskóla. Fyrstu dagana í skólanum var mikið lagt upp úr því að nemendur kynntust hver öðrum og var engum gefinn kostur á feimni. Við vorum látin fara í alls konar leiki, faðmast, dansa, skipt- ast á persónulegum skoðunum og deila vand- ræðalegri lífsreynslu. Fyrsta vikan var svo við- burðarík að hún leið eins og einn mánuður. Þegar fór að koma rútína á lífið höfðu allir valið sér aðalgrein, aukagrein og tvær bóklegar grein- ar. Bæði aðal- og aukagreinarnar eru íþróttir. CrossFit var aðalgreinin mín í sex mánuði en á tveggja mánaða fresti skiptum við um auka- grein. Þar prófaði ég yoga, dans, fimleika og fót- bolta. Bóklegu greinarnar eru í óhefðbundnari kantinum en allar lærdómsríkar á sinn hátt. Dæmi um bóklegar greinar eru Art Class þar sem sköpunargáfunni er gefin útrás eða Harry Potter þar sem fræðst er um galdramenn og horft á kvikmyndir. Einnig voru í boði fög líkt og næringar- og heilsufræði, íþróttasálfræði og nudd ásamt fleiri greinum sem stuðla að heilsu og góðum lífstíl. Eftir athafnasama daga tók svo við ekta heimavistarfílingur á kvöldin eða ‘hygge’ eins og Danirnir kalla það. Þá voru dýnurnar dregnar inn í sal og horft á mynd á stórum skjá, sungið yfir varðeldi ef veðrið var gott, spilað eða spjallað yfir tebolla. Meðan á dvölinni stóð ferðaðist ég bæði um Danmörku og til annarra landa. Í lok janúar var farið í skíðaferð til Noregs þar sem ég próf- aði bæði gönguskíði og snjóbretti. Eftir tvo mánuði var haldið til La Santa með CrossFit- hópnum í æfingabúðir þar sem við tókum m.a. þátt í Mini Triathlon og kepptum í eftirhermu af heimsleikunum í CrossFit. Ein vikan í skól- anum var svokölluð Ritus-vika eða óvissuvika. Nemendum var skipt í nokkra hópa og dró hver og einn miða um hvert skyldi haldið. Við fengum ekkert að vita hvert við værum að fara eða hvað yrði gert fyrr en við komum á áfanga- stað. Ferðin var skemmtileg og lærdómsrík lífs- reynsla sem ég má ekki deila með lesendum til að skemma ekki það óvænta. Íþróttatímarnir voru alltaf krefjandi og var mikið lagt upp úr hópeflingu og stuðningi við félagann. Einnig var lögð rík áhersla á að við lærðum að segja hvert öðru til og lagfæra tækni. Ég tók ótrúlega mikið af fróðleik með mér sem hefur nýst mér vel í því sem ég geri nú. Allir kennararnir eru afar metnaðarfullir þegar kem- ur að starfinu og með það markmið í huga að nemandinn fái sem mest út úr dvölinni. Það má segja að ég hafi lært hugtakið „heilsa“ upp á nýtt í skólanum en áður hafði ég þróað með mér mikla útlitsdýrkun og miðuðust æfingar og mataræði eingöngu að því. Í Gerlev voru áherslurnar öðruvísi; þol, styrkur, tækni, gæði æfinga og einfaldlega að hafa gaman. Í kjölfar- ið snerist mataræðið um það að hafa nægan kraft í æfingar, að líða betur og njóta. Stundum voru vikurnar brotnar upp og okkur gefið færi á að prófa nýjar íþróttir líkt og bardagaíþróttir, samkvæmisdansa, capoeira, krikket og margt fleira. Íþróttaaðstaða skólans er mjög góð og við máttum nota hana að vild. Þarna eru þrír fótboltavellir, parkour-aðstaða, völlur fyrir bæði strandblak og streat basket, stór íþróttasalur, fimleikasalur og CrossFit Box. Mér finnst það stór kostur við skólann að áfengisneysla er lítil miðað við marga aðra lýð- háskóla. Í mörgum skólum byrjar áfengisneysla á miðvikudegi og stendur til laugardags. Drykkja var leyfð í partýum sem tilheyrðu laugardögum en annars ekki. Partýin höfðu alltaf eitthvað ákveðið þema og var mikið lagt upp úr búning- um og skreytingum. Þetta fyrirkomulag gerði það að verkum að helgarnar voru alltaf tilhlökk- unarefni og stóðust allar væntingar. Eina helgi í mánuði var heimferðarhelgi og gafst okkur Íslendingunum þá kostur á að eiga notalega helgi í skólanum eða fara og heimsækja danska vini okkar. Við Íslendingarnir urðum mjög náin á þessum mánuðum og vorum eins og lítil fjölskylda. Það var afar notalegt að hafa hvert annað, sérstaklega ef heimþráin fór að segja til sín. Lýðháskóladvölin gerði mig að mun sjálf- stæðari einstaklingi og opnari til þess að takast á við nýjar aðstæður og verkefni. Eftir dvölina var hugmynd mín um framtíðarmenntun líka mun skýrari. Ég tel að dvöl í lýðháskóla, þar sem einstaklingur fær tækifæri til að sinna áhuga- málum sínum daglega, geti verið stór hjálp þeg- ar kemur að þeirri ákvörðun að velja menntun. Ég lærði mikið hvað varðar íþróttir, hreyf- ingu og heilsu í Gerlev. Í janúar hóf ég starf sem CrossFit-þjálfari hjá Heilsueflingu-Heilsu- rækt á Egilsstöðum. Reynslan frá Gerlev nýttist mér ótrúlega vel í því starfi þar sem ég er ekki menntaður þjálfari. Í haust tók ég þá ákvörðun að fara aftur til Danmerkur og læri nú Global Nutrition and Health við Metropol. Í náminu er lögð rík áhersla á alþjóðleg sjónarmið og það er svo heppilegt að ég bý yfir þeirri reynslu að hafa búið með fólki allsstaðar að úr heiminum í hálft ár. Ég kynntist mörgum frábærum og ólíkum persónuleikum með mismunandi við- horfum til lífsins í Gerlev. Og ekki var nóg með það; Ég eignaðist marga af bestu vinum mínum þar. Eftir að ég kom heim hef ég fengið margar fyrirspurnir frá fólki sem er að velta því fyrir sér að fara í lýðháskóla. Að mínu mati er þetta frábær leið til þess að stíga út fyrir þæginda- hringinn og prufa eitthvað nýtt. Ég mæli auð- vitað fyrst og fremst með skólanum mínum en hef aðeins heyrt góða hluti um aðra skóla. Þetta er einstök reynsla sem ég mæli hundrað og tíu prósent með. Karitas Hvönn Baldursdóttir Mikið lagt upp úr hópeflingu og stuðningi við félagann Lýðháskóladvöl í Gerlev á Sjálandi:

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.