Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2015, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.11.2015, Blaðsíða 19
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 19 og öll orka lögð í eitthvað sem maður hefur hugsanlega ekki einu sinni áhuga á. Það er ekki eins og venjulegir skólar og menntun séu ekki nauðsynleg en mér finnst alveg stórkostlegt að hægt skuli vera að fara í svona skóla inn á milli. Hér eru allir að gera það sem þeim finnst gam- an og hafa brennandi áhuga á, það er að segja að stunda íþróttir, kynnast nýju fólki og prófa nýja hluti. Þetta finnst mér alveg stórkostlegt og hefur reynst mér ótrúlega vel. Ég hef fengið tækifæri til að stunda íþróttir allan daginn, læra að lifa sjálfstæðu lífi í góðu samfélagi, kynnast fólki úr öllum heimshornum og mismunandi menning- arheimum en þó ekki síst að læra dönsku og kynn- ast danskri menningu. Hér leggjum við mikla áherslu á að gera okkur að þeim manneskjum sem við viljum vera og að við séum ekki að fela okkur á bak við einhverja grímu. Við vinnum mikið að því að útvíkka þægindarammann okkar og gera okkur tilbúin fyrir allar þær áskoranir sem lífið hefur upp á að bjóða. Við vorum til dæmis með eina viku í skólanum sem kallaðist „Grænseuge“. Í þessari viku völdum við verkefni sem var áskorun fyr- ir okkur sjálf og svo þurftum við að kynna verkefnið og hvernig það hafði áhrif á okkur í lok vikunnar. Fólk valdi meðal annars að prófa að vera blint í einn dag, sleppa öllum lúxus í viku (svo sem síma, tölvum og sjampó), syngja fyrir framan allan skólann og svo framvegis. Ég valdi mér það verkefni að ég mætti ein- ungis tala og skrifa á dönsku í heila viku. Það var gríðarleg áskorun fyrir mig þar sem ég kunni talsvert mikið í dönsku á þessum tíma en þegar það fór að vera erfitt fyrir mig valdi ég bara léttari leiðina og fór að tala ensku í staðinn fyrir að bögglast með það að tala dönsku. En þarna neyddist ég til að klóra mig fram úr því að tjá mig einungis á dönsku inn- an skólans sem utan. Ég bætti mig gríðarlega í dönsku í þessari viku. Svo var þetta einnig mikil áskorun fyrir mig að því leyti að ég tal- aði ekki mikið við fjölskylduna mína og vini heima í þessari viku þar sem ég gat að sjálf- sögðu einungis talað og skrifað dönsku á til þeirra. Það gerði ég þó ef ég virkilega þurfti að hafa samband við þau. Í vikunni vorum við einnig með „Grænseaften“ en þar tókumst við á við alls konar áskoranir eins og hræðslu við sprautur, lofthræðslu, myrkfælni og margt fleira sem fékk hjartað til að taka aukaslag. Eins og sjá má á þessari frásögn af lýð- háskólalífi mínu er þessi menntun ein sú skemmtilegasta, lærdómsríkasta og mikilvæg- asta sem ég hef fengið á ævi minni. Þetta er ógleymanlegt ævintýri sem mun nýtast mér alla ævi og í gegnum þær áskoranir sem lífið mun hafa upp á að bjóða. Guðbjörg Valdimarsdóttir

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.