Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2015, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.11.2015, Blaðsíða 25
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 25 Í haust var samstarf SamVest í frjálsum íþróttum endurnýjað til þriggja ára eða út árið 2018. Var það gert í ljósi góðrar reynslu af samstarfinu sem hófst 2012. Sjö sambandsaðilar UMFÍ standa að SamVest samstarfinu en það eru: UDN, UMFK, HSH, UMSB, HHF, USK og HSS. Auk þess styðja UMFÍ og FRÍ samstarfið. Undirritunin fór fram samhliða samæfingu í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika, en þar voru um 30 iðkendur mættir á sameiginlega frjáls- íþróttaæfingu á vegum SamVest. Yfirlýsing- una undirrituðu Arnar Eysteinsson (UDN), Ásdís Hallgrímsdóttir (UMFK), Björg Ágústs- dóttir (HSH), Einar Vilhjálmsson (FRÍ), Helga Jóhannsdóttir (UMFÍ), Hólmfríður Ásmunds- dóttir (UMSB), Páll Vilhjálmsson (HHF), Stefán Skafti Steinólfsson (USK) og Vignir Örn Páls- son (HSS). SamVest samstarfið gengur út á að efla frjálsíþróttaiðkun barna og unglinga á samstarfssvæðinu. Ýmsir viðburðir eru haldn- ir, sameiginlegar æfingar, bæði heima og á höfuðborgarsvæðinu, þar sem fengnir eru gestaþjálfarar frá stærri frjálsíþróttadeildum félaga á höfuðborgarsvæðinu, æfingabúðir, mót, og sameiginlegt lið SamVest hefur tekið þátt í bikarkeppnum FRÍ. Á sambandsþingi UMFÍ, sem haldið var í Vík í Mýrdal í október síðastliðnum, hlaut SamVest-verkefnið hvatningarverðlaun UMFÍ. Samstarfið hefur verið að eflast frá ári til árs „Verkefnið hefur gengið mjög vel þau þrjú ár sem liðin eru frá því að samstarfið hófst. Óhætt er að segja að stígandi hafi verið í þessu en þetta er samstarf á stóru svæði. Við höfum verið að læra með hverju árinu hvernig hlutirnir eru, hvert hjá öðru, fólkið er að kynnast svo að samstarfið hefur verið að eflast frá ári til árs. Þetta byggist upp á tengsl- um, fólk kynnist og starfið fer smám saman að virka eins og smurð vél. Þegar traust fer að ávinnast fer þetta að virka enn betur. Við sjáum ekki annað en að krakkarnir séu mjög ánægð en við höfum passað okkur á að hafa fasta punkta og viðburði sem við stefnum að,“ sagði Björg Ágústsdóttir, formaður fram- kvæmda SamVest. Krakkarnir eru farnir að kynnast vel Björg sagði að þrjár samæfingar væru haldn- ar yfir veturinn á höfuðborgarsvæðinu. Síðan eru æfingabúðir á hausti, eitt sumarmót og þau hafa verið að taka þátt í bikarkeppnum FRÍ og voru einmitt síðast með á mótinu sem haldið var á Laugum í Þingeyjarsýslu. Björg sagði að þátttaka barnanna hefði verið mjög góð. Krakkarnir eru farnir að kynnast vel sem skilar sér síðan inn á mótin. Samstarf SamVest í frjálsum íþróttum: Umgjörð sem hjálpar öllum þegar upp er staðið „Þetta samstarf gengur, þegar á allt er litið, mjög vel og heldur krökkunum vel við efnið, mun lengur en áður. Þarna er umgjörð sem hjálpar öllum þegar upp er staðið. Ég sé ekki fram á annað en að þetta eigi bara eftir að eflast og verða betra með hverju árinu sem líður. Það er ýmislegt í farvatninu sem okkur langar til að gera. Við höfum ennfremur verið að fá þjálfaraheimsóknir og stefnan er að fá slíkar á hvern stað yfir sumartímann en við teljum mikla styrkingu í því á allan hátt. Við erum bara virkilega kát og mjög bjartsýn á framhaldið,“ sagði Björg. Samstarfið heldur krökkunum vel við efnið

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.