Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2015, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.11.2015, Blaðsíða 26
26 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands S tarfið innan Héraðssambands Vestfirðinga, HSV, stendur með blóma, þátttakan er góð í því starfi sem í boði er og verkefnin eru næg fram undan. Innan HSV eru 23 aðildarfélög. „Stór hluti af starfsemi HSV er að vinna fyrir félögin og við erum alltaf að gera starf- ið skilvirkara. Við viljum að félögum okkar vegni vel og að við getum með einhverju móti komið til móts við félögin með einum eða öðrum hætti. Við erum um þessar mundir að betrumbæta afrekssjóðinn okkar en við fengum meira fjármagn frá Ísafjarðarbæ inn í sjóðinn. Við erum að efla hann og framtíðin er sú að við getum gert samninga við afreksíþrótta- fólk okkar. Samningur er gerður, farið yfir markmiðin og þegar þeim er náð er hægt að borga út. Draumur okkar er geta gert vel en við erum kannski með kostnað upp á fleiri hundruð þúsund og að stærstum hluta Samningur við Ísafjarðarbæ hefur gríðarlegt vægi í öllu íþróttastarfi tengist hann keppnisferðum og öðru slíku. Þátttakendur frá okkur eru mikið á ferðinni og það kostar sitt. Ég get í þessu sambandi nefnt að ferð Kristínar Þorsteinsdóttur á Evrópumótið kostaði um eina milljón króna. Það kostar okkur einnig um 50 þúsund krón- um meira að fara ferð til útlanda en að senda krakka á höfuðborgarsvæðið. Með breyting- um á afrekssjóðnum teljum við að við getum betur komið til móts við iðkendur okkar,“ sagði Guðný Stefanía Stefáns- dóttir, formaður HSV, í viðtali við Skinfaxa. Guðný Stefanía segir að þegar á allt sé litið gangi starfið innan HSV vel og samband- ið búi svo vel að hafa frábæran framkvæmda- stjóra. Guðný Stefanía sagði að um þessar mundir væri verið að ganga frá endurnýjun á samstarfs- og verkefnasamningi við Ísa- fjarðarbæ. Samstarfssamningur hefur verið við bæinn frá 2007 og verkefnasamningur- inn var gerður stuttu síðar. „Þessir samningar hafa gríðarlegt vægi í öllu íþróttastarfi hér fyrir vestan. Íþróttaskól- Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður HSV.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.