Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2015, Blaðsíða 38

Skinfaxi - 01.11.2015, Blaðsíða 38
38 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands M iklar og örar breytingar hafa orðið í skóla-, íþrótta- og æskulýðsstarfi á Íslandi sem eiga sér enga hliðstæðu. Það er einkum tvennt sem hér er haft í huga: 1) Íþrótta- og menningarhallir hafa verið reistar hér af miklum metnaði svo að milljóna- samfélög gætu státað sig af slíku framboði hús- næðis fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf, að ekki sé talað um það fjölbreytta starf sem í boði er. 2) Þátttaka barna í hvers kyns félags- og tómstundastarfi, innan skóla sem utan, hefur aukist svo hratt að helst mætti halda að á Íslandi byggju milljónir manna í stað þeirra 330 þúsund sem eru hér. Hvaða áhrif hafa þessar breytingar í æsku- lýðsmálum á samfélagið og framtíðina? Rann- sóknir sýna að þátttaka í skipulögðu tóm- stundastarfi skilar sér í betri líðan barna og minni ásókn þeirra í áhættuhegðun eins og vímuefnaneyslu. Um leið og aðstaðan hefur byggst hratt upp hafa félög í bæði tómstunda- og íþróttastarfi aukið umfang sitt með bættri þjálfun leiðbeinenda og þeirra sem annast starfið með börnum. Fleiri greinar og störf eru í boði og fjölgar stöðugt. Aukin þátttaka ungs fólks í ýmsum viðburðum sem áður var ekki möguleg vegna aldurs þeirra og/eða fá- mennis sýnir að æ yngra fólk virðist búa yfir ótrúlegustu hæfileikum og færni á sviðum lista og íþrótta. Þetta sýnir sig m.a. glöggt á hvers kyns samkeppnisviðburðum í lista- og íþrótta- greinum. Samfélag, sem sýnir aukna og jákvæða þátttöku ungs fólks í hvers kyns list- og íþrótta- viðburðum, hlýtur að vera á réttri leið í for- varnastarfi. En hvar hefst félagsleg þátttaka barna? Hefst hún hjá íþróttafélagi eða í tónlistarnámi, á framhaldsskólaaldri eða í grunnskóla? Hvað um leikskólann eða pössunina hjá dagmömm- unni? Nei hjá engum þessara, þetta byrjar á heimilinu, í uppeldinu, hjá foreldrum barnsins. Það eru foreldrar/forráðamenn sem þurfa að fylgja barni sínu eftir, láta í té umhyggju sína og öryggi sem barnið byggir á þegar fyrstu skrefin eru tekin. Þegar kemur að þátttöku í íþróttum og tómstundum eru foreldrar í lykil- stöðu til að ákveða hvaða stefnu barnið tekur. Margir kannast við þátttöku foreldra í starfi yngri flokka í íþróttum, keppnisferðum og mótshaldi, æfingaferðum tónlistaskóla, að ótöld- um Unglingalandsmótum UMFÍ á hverju sumri. Alls staðar eru foreldrarnir bakland þessara fjölmörgu barna, án þeirra taka þau vart þátt í neinu. Það eru ekki nema örfá ár frá því að í lögum var gert ráð fyrir skipulagðri og markvissri þátt- töku foreldra í formlegu uppeldisstarfi. Það var fyrst í lögum um grunnskóla frá 2008 sem gerð var skýrari grein fyrir ábyrgð, réttindum og skyldum foreldra en verið hafði í fyrri lögum og foreldrafélög voru lögbundin í grunnskóla sem og skólaráð þar sem tveir til þrír fulltrúar foreldra eiga sæti (9. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008). Ástæður þess að þessi lög eru til kom- in eru m.a. heilmiklar rannsóknir sem sýna að þátttaka foreldra auki hámarksárangur í námi, auki vellíðan barna, dragi úr kvíða, efli fram- kvæmdavilja þeirra og styrki jákvæð gildi í samfélaginu. Ef byggt er á þessum rannsóknum og gerður forgangslisti þeirra atriða sem þarf að huga að í uppbyggingu æskulýðsstarfs, eins og hér er lýst, þarf því að setja foreldraþáttinn í fyrsta sætið og áður en hugað er að hagsmunum ann- arra, eins og byggingar mannvirkja og skrán- ingar þátttakenda: 1) Þátttaka foreldra í öllu starfi með börnum er lykilþáttur. 2) Þátttöku foreldra og lýðræðislegri aðkomu þeirra að skipulagi starfsins þurfa yfirvöld í skóla- og tómstundastarfi að virða. 3) Gera þarf öllum foreldrum kleift að tileinka sér færni og þekkingu á mikilvægi Um aukna þátttöku foreldra í íþrótta- og æskulýðsstarfi Þátttaka í skákíþróttinni hefur tekið mikinn kipp síðustu misserin og eru stúlkur engir eftirbátar drengjanna á þeim velli. Öflugt foreldrastarf í skólum skilar sér margfalt til baka. Virk þátttaka foreldra í skólastarfinu skilar sér í betri líðan barnanna. Skipulagt tónlistarnám er besta forvörnin sam- kvæmt íslenskum rannsóknum. Bandí er ný íþróttagrein og vaxandi. Þátttaka stúlkna í íþrótta- og félags- starfi hefur margfaldast síðustu árin og er orðin jöfn þátttöku drengja. þátttöku þeirra í skóla- og tómstundastarfi. 4) Gera þarf öllum greinum íþrótta- og tómstundastarfs jafnhátt undir höfði með til- liti til búsetu, kyns eða fjárhags. Öll börn hafa jafnan rétt til þátttöku. Þátttaka foreldra í æskulýðsmálum er bak- land þeirrar byltingar í íþrótta-, lista- og tóm- stundastarfi sem hér var lýst í byrjun. Eitt brýn- asta verkefnið sem blasir við, eigi okkur að tak- ast að halda vel á spöðum í forvarnamálum, er að innleiða enn betur þátt foreldra í skóla-, barna- og ungmennastarfi og gera allt sem hægt er til að virkja alla foreldra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Guðni R. Björnsson, verkefnastjóri FRÆ Heimildir: Lög um grunnskóla nr. 91/2008. National Center on Education and the Economy, 2007. Guðni R. Björnsson, verkefnastjóri FRÆ.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.