Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2015, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.11.2015, Blaðsíða 24
24 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands U ngmennafélagið Drengur í Kjós hefur verið endurvakið en félagið hafði ekki haldið úti starfsemi um árabil. Drengur var stofnað 1915 og var eitt af stofnfélögum UMSK. Nú, á eitthundrað ára afmæli félagsins, var ákveðið að endurvekja félagið og var það gert í félagsheimil- inu Félagsgarði á dögunum en Félagsgarður var reistur af Dreng og er í eigu félagsins. Kosin var ný stjórn og er Guðný Ívarsdóttir nýr formaður félagsins. Á fundinum var kynnt ný bók um 100 ára sögu Drengs. Jón M. Ívarsson skrifaði bókina og las hann valda kafla í henni fyrir fundarmenn. Bókin er mjög vegleg og prýdd mörgum mynd- um. Í formála hennar segir að þetta sé saga mikillar starfsemi, menningar, fórnfýsi og félagsþroska. „Ritun sögunnar var heilmikil vinna, mun meiri en allir bjuggust við. Þetta var mjög starfs- samt ungmennafélag og eitt af þeim öflug- ustu á landinu. Það var einsdæmi á sínum tíma þegar þeir byggðu húsið sitt, Félagsgarð. Það voru bara ungmennafélagar sem byggðu húsið, það tók eitt ár og þrjá daga frá því að byrjað var að grafa fyrir húsinu þangað til að það var vígt. Þetta sýnir einstaka samheldni og samvinnu hjá ungmenna- félögum hreppsins sem voru ekki óskaplega margir. Þetta átti sér stað 1936 Ungmennafélagið Drengur endurvakið og 100 ár saga félagsins gefin út og var eiginlega fyrsta félagsheimilið á landinu,“ sagði Jón M. Ívarsson, sagnfræðingur og mikill ungmennafélagsmaður, sem skrifaði 100 ára sögu Ungmennafélagsins Drengs. Jón sagði að félagið hefði verið stofnað í hálf- leik á knattspyrnuæfingu 1915 en þá var félagið byrjað í íþróttum á fullu. Svo fór Drengur að keppa við nágranna sína í Aftureldingu en árum saman var keppni á milli þessara félaga í íþróttum. Þar öttu kappi saman bestu íþróttamenn héraðs- ins, bæði úr Kjósinni og Aftureldingu. Jón sagði að félögin hefðu sent sameinað lið til þátttöku í Víða- vangshlaupi ÍR og gjörsigruðu Reykjavíkurfélögin sex ár í röð. - Nú er búið að koma félaginu af stað aftur. Hvernig sérðu framtíð þess? „Ég vona að hún verði bara góð. Félagið lagðist í dvala eins og stundum gerist með félög þegar fækk- ar í sveitunum. Starfsemin var orðin afskaplega lítil sem engin eftir aldamótin. Þegar menn réðust hins vegar í það að skrifa 100 ára söguna og hún kom út þá fylltust menn nýjum krafti og félagið var endur- vakið. Þar tóku eldri félagar og unga kynslóðin hönd- um saman. Ég er bara nokkuð ánægður með bókina. Þetta er ítarleg saga og hún er fjölbreytt og úr miklu að moða. Mér fannst skemmtilegt að vinna þessa sögu og ég vona að öðrum finnist hún skemmtileg,“ sagði Jón.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.