Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2015, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.11.2015, Blaðsíða 10
10 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands J ón Birgir Guðmundsson á Selfossi er faðir Elvars Arnar Jónssonar sem hefur tekið þátt í landsliðsverkefn-um með 19 ára handboltalandsliði Íslands. Hann segir heilmikinn kostnað því samfara að fara í keppnisferðir með ungl- ingalandsliðinu í handknattleik. Jón Birgir segir ennfremur að þegar krakkar eru komnir á unglingsaldur og lengra í íþrótt sinni og þar með í landslið séu landsliðs- verkefni oft á sumrin. Við það tvöfaldist kostnaðurinn því það sé oft erfitt fyrir þessa krakka að fá vinnu. „Það eru ekki miklir möguleikar í þeim efnum þegar þau segjast þurfa kannski að fá frí 3–4 sinnum yfir sumarið til að fara í 1–2 vikna keppnisferðir. Það er bara eitt sérsamband, KSÍ, sem stendur undir þessu. Handknattleikssambandið er að reyna að gera sitt besta og koma til móts við sitt keppnisfólk. Það eru öll sérsambönd í svipaðri stöðu og HSÍ sem hafa ekki bol- magn til að fjármagna þessar unglinga- landsliðsferðir,“ sagði Jón Birgir. Tvær ferðir kostuðu okkur 475.000 krónur Aðspurður hve kostnaðurinn væri hár þegar upp væri staðið frá venjulegri ferð sagðist Jón Birgir geta sagt frá tveimur ferðum sem 19 ára landsliðið fór til Svíþjóðar og Rússlands í sumar sem leið. „Við þurftum að borga flugfar og uppi- hald og þegar upp var staðið var saman- lagður kostnaður 475.000 krónur. Ég veit ekki um neinn leikmann sem hefur ekki farið vegna kostnaðar. Leikmenn reyna hvað þeir geta til að safna upp í þennan kostnað með ýmsum hætti. Minn strákur fór með félaga sínum í nokkur fyrirtæki hér á svæðinu eins og allir gera til að safna styrkjum en það dekkaði ekki kostnaðinn til fulls. Ennfremur sóttu þeir um styrki hjá sínum félögum sem eru ekki háir og þetta hjálpar alltaf eitthvað. Þetta er bara staðan og í langflestum tilfellum þarf viðkomandi að reiða fram einhvern pening úr eigin vasa. Eins og ég sagði áður er erfitt að vinna með þessu þegar þú ert kominn í landslið. Það eru æfingar alla daga, flestar byrja um fimmleytið og stundum fyrr, fer eftir hvaða íþróttahús er laust í Reykjavík. Síðan ertu fjarverandi frá vinnu, kannski allt að tvær vikur í senn. Sonur minn fór í þrjár ferðir í sumar en í þriðju ferðinni, sem var til Katar, var liðinu boðið í heimsókn þar sem Katar- menn borguðu flugið og uppihaldið,“ sagði Jón Birgir. Það ætti frekar að líta á þetta sem fjárfestingu til framtíðar Þegar Jón Birgir var spurður hvað væri til ráða í þessum efnum sagði hann að það verði að endurskoða sýn stjórnvalda á þetta mál. „Það er alltaf verið að þrýsta á hærri fjár- framlög hvað ferðakostnað áhrærir. Það er hins vegar alltaf litið á þetta sem hrein útgjöld fyrir ríkið. Það ætti miklu frekar að líta á þetta sem fjárfestingu til framtíðar. Það er rosalega gaman fyrir þessa krakka og í raun heiður að vera valin í landsliðið og að leika fyrir Íslands hönd. Það er frá- bær upplifun og sérstaklega hjá 19 ára þar sem liðinu gekk mjög vel, en kostn- aðurinn er mikill, það er engin spurning. Ég er ekki að gagnrýna HSÍ, þar er bara ekki úr meiri peningum að moða eins og hjá öllum sérsamböndum, nema KSÍ. Lausn í þessum efnum er ekki í sjónmáli nema að stjórnvöld láti meira fé af hendi til þessa málaflokks og svo þyrftu að koma til stærri styrktaraðilar. Það er skilningur á vandanum, allir eru af vilja gerðir, en hreyfingin er í fjársvelti. Það er enginn að öfundast út í KSÍ, alls ekki, en það vildu bara fleiri vera í sömu stöðu og þeir. KSÍ gerir þetta mjög veglega og stendur flott að málum og eiga heiður skilið fyrir það,“ sagði Jón Birgir. Jón Birgir sagði að þótt HSÍ hefði fengið aukin framlög vegna frábærs árangurs A- landsliðsins byggðist starfið engu að síður að miklu leyti á fórnfýsi, bæði hjá þeim sem stjórna og þeim sem eru að spila. Leikmenn, ekki síst, leggja gríðarlega mikið á sig. Norska liðið fékk dagpeninga og allt var greitt undir þá Jón Birgir nefndi eitt dæmi frá HM í Rúss- landi í sumar þar sem Ísland náði frábær- um árangri og hreppti bronsverðlaun. „Íslenska liðið var með Norðmönnum í riðli og þeir ætluðu sér alltaf að leika um gullið, en það gekk ekki eftir. Norska liðið var ekkert með meiri mannskap í kringum sitt lið en við. Það kom í ljós í samtölum við þá að þeir fá dagpeninga og allt er greitt undir þá. Auk þess fá þeir ýmiss konar fatnað og útbúnað sem þeir eignast. Þarna er ólíku saman að jafna enda skilja Norðmenn ekkert í því hvað við komumst, land án lítillar umgerðar,“ sagði Jón Birgir. Dýrt að vera valinn í unglingalandslið Í greinargerð með tillögunni segir: „Það eiga allir að eiga jafnan rétt til þátttöku í íþróttum og verða afreksfólk. Því miður er þessu ekki þannig háttað. Afreksfólkið okkar þarf að eiga efnaða foreldra til að geta tekið þátt í landsliðsverkefnum. Börn og unglingar, sem eru valin til keppni í landsliðum okkar, þurfa sjálf að greiða stóran hluta af ferða- og gistikostnaði. Þetta er algerlega óásættanlegt.“ Skinfaxi fékk feður tveggja ungmenna til að segja frá reynslu sinni af þátttöku sona sinna í landsliðsverkefnum. Annars vegar er Jón Birgir Guðmundsson á Selfossi, en sonur hans, Elvar Örn Jónsson, tók í sumar þátt í verkefnum 19 ára handknattleiks- landsliðsins. Hins vegar er Guðjón Axelsson í Keflavík en sonur hans, Elvar Snær Guðjóns- son, var í 15 ára landsliðinu í körfuknattleik. Á 49. sambandsþingi UMFÍ, sem haldið var í Vík í Mýrdal 10. og 11. október sl., var samþykkt tillaga þar sem mennta- og menningarmálaráðherra var hvattur til að sjá til þess að íslenska ríkið greiði ferða- og gistikostnað barna og unglinga í landsliðs- ferðum íslenskra landsliða. Þurfa alltaf að reiða fram einhvern pening úr eigin vasa Feðgarnir Jón Birgir Guðmundsson og Elvar Örn Jónsson á Selfossi.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.