Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2015, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.11.2015, Blaðsíða 27
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 27 inn hefur sannað gildi sitt að okkar mati og notið mikilla vinsælda. Allar rannsóknir sýna að börn, sem eru í fjölbreyttum æfingum, upp að ákveðnum aldri, skila sér betur út í íþrótta- hreyfinguna. Við erum ekki að tala um ein- hverja afrekskrakka heldur halda þau áfram og þau eru betur í stakk búin til að vera góð í sinni grein. Með íþróttaskólanum náum við til barna sem annars hefðu ekki verið í íþrótt- um og það eru sérstaklega nýbúarnir okkar. Áður en til íþróttaskólans kom voru þau lítið sem ekkert í íþróttasölunum. Það segir ýmis- legt um íþróttaskólann og mikilvægi hans að um 95% krakka í 1.–4. bekk eru í honum. Við leggjum ennfremur áherslu á að við séum alltaf með menntaða þjálfara í störfum hjá okkur,“ sagði Guðný Stefanía. Helstu greinar sem stundaðar eru innan héraðssambandsins eru körfubolti, fótbolti, skíði, handbolti, sund og blak og golfið er alltaf að stækka. Draumur okkar er að fá yfirbyggt fjölnota íþróttahús „Hér um slóðir hefur íþróttastarf alltaf verið mikið í gegnum tíðina. Draumur okkar hefur verið að fá yfirbyggt fjölnota íþróttahús og sundlaug en laugin hér er allt of lítil. Við ber- um þá von í brjósti að þessi draumur verði einhvern tíma að veruleika. Við erum annars brött og ánægð með krakkana okkar. Við höldum næsta sumar Landsmót UMFÍ 50+ og mikil eftirvænting ríkir hjá okkur fyrir því verkefni. Það er spennandi og við finnum fyrir meðbyr á svæðinu og almenningur hlakkar til að hjálpa okkur og taka þátt. Við viljum ekki síður fá góða þátttöku fólks frá okkur og vonandi að sem flestir Ísfirðingar, sem komnir eru yfir fimmtugt, taki þátt í ein- hverju. Það skiptir lykilmáli að heimamenn fjölmenni á mótið. Við höfum verið að taka til okkar mót yfir vetrartímann og fólk er búið að átta sig á því að hægt er að halda mót annars staðar en í Reykjavík. Fram undan blasa við okkur spennandi verkefni og ekki ástæða til annars en að hlakka til,“ sagði Guðný Stefanía. Af héraðsþingi HSV. Frá vinstri: Þórunn Pálsdóttir þingritari, Guðný formaður, í pontu Marinó Hákonarson þingforseti og Pétur Markan gjaldkeri.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.