Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2015, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.11.2015, Blaðsíða 4
4 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands S törf sjálfboðaliða innan íþrótta- og ung-mennafélagshreyfingarinnar er erfitt að meta til fjár enda ekki auðvelt að fá góða yfirsýn yfir alla þá vinnu sem lögð er fram. Vinnustundirnar eru óteljandi og óhætt að segja að sjálfboðaliðavinnan sé einfaldlega einn dýrmætasti fjársjóður sem hreyfingin á. Sjálfboðaliðarnir hafa í gegnum tíðina bor- ið starfið uppi og í raun verið sá hornsteinn sem allt starf byggist á. Þó mörg félög hafi launaða starfsmenn á sínum snærum hafa sjálfboðaliðarnir ávallt haft veigamiklu hlut- verki að gegna með því að sitja í stjórnum, ráðum og nefndum. Fyrir utan það að móta og stýra starfinu koma þeir m.a. að fjáröflun- um, skipulagningu viðburða og mótahaldi, svo eitthvað sé nefnt. Í framhaldi af þessum inngangsorðum má velta því fyrir sér hvað fái fólk til að verja jafn miklu af tíma sínum í sjálfboðaliðastörf fyrir hreyfinguna og raun ber vitni. Ánægja og gleði eru vitaskuld lykilþættir. Mörgum finnst einfaldlega gaman að starfa að áhugamálum sínum með fólki sem deilir þeim með manni. Það er gaman að vera hluti af liði og geta lagt sitt af mörkum til að gera veg þess sem mestan. Margir foreldrar hafa tengst starfinu í gegnum íþróttaiðkun barna sinna og þannig lagt sitt af mörkum. Þar veg- ur forvarnaþátturinn án efa þungt. Þá hafa margir byrjað sem iðkendur hjá íþróttafélagi og komið svo til starfa fyrir félagið síðar. Svo eru margir sem tengjast sama félaginu jafn- vel áratugum saman og eru alltaf til í að leggja fram hjálparhönd þegar á þarf að halda. Þó störf sjálfboðaliða séu mjög oft þunga- miðjan í íþrótta- og ungmennafélagsstarfinu er ekki sjálfgefið að svo sé. Þeir sem hafa starfað í hreyfingunni vita að oft vantar fleiri hendur og á sumum stöðum hefur starfið jafnvel lagst niður vegna þess að ekki hefur fengist fólk til að halda því gangandi. Hjá DGI, systursamtökum UMFÍ í Dan- mörku, hafa menn bent á ýmsar leiðir sem hægt er að fara til að fá fleiri sjálfboðaliða til starfa og ekki síst hvernig megi auka ánægju sjálfboðaliðanna í störfum fyrir hreyfinguna. Eitt af því sem þeir nefna er að mikilvægt sé að hafa góða heimasíðu með góðum upp- lýsingum um félagið. Þar geti fólk, sem hefur áhuga á að starfa fyrir félagið, séð fyrir hvað það stendur og hvernig starf þess er skipulagt. Annað atriði er að tala einfaldlega við þá sem maður þekkir, spyrja þá hvort þeir séu til í að koma til starfa hjá félaginu. Svo nefna þeir líka að mikilvægt sé að geta þess hvar sem færi gefst að sjálfboðaliðar séu velkomnir til starfa. Þar má nefna ýmsa samfélagsmiðla, fréttabréf, héraðsblöð o.fl. Með því að auglýsa eftir sjálf- boðaliðum sé allt eins líklegt að einhverjir nýir bætist í hópinn. Eitt er að fá sjálfboðaliða til starfa en annað að fá þá til að starfa til lengri tíma. Þá skiptir miklu máli að fólk fái hrós fyrir vel unnin störf. Gaman að vera hluti af liði og geta lagt sitt af mörkum Því má ekki gleyma að klappa fólki á öxlina og láta í ljós þakklæti þegar vel er gert. Í Danmörku hafa félög stofnað sérstaka sjálfboðaliðaklúbba innan sinna raða. Með því að vera í sjálfboðaliðaklúbbnum gefst fólki ekki bara tækifæri til að starfa fyrir sitt félag heldur er ýmiss konar ávinningur sem því fylgir. Við inngöngu í klúbbinn fær við- komandi bol eða búning félagsins að gjöf og ýmis önnur fríðindi fylgja eins og aðgangur að leikjum og viðburðum, afsláttur af æfinga- gjöldum og í líkamsrækt, afsláttarkort og fleira. Einnig er viðkomandi t.d. í facebook-hópi þar sem upplýsingum er miðlað. Ekki er alltaf gerð krafa um að félagar taki þátt í öllu starfi klúbbsins heldur þegar þeir hafa tækifæri til. Framlag sjálfboðaliða innan íþróttahreyf- ingarinnar til samfélagsins er ómetanlegt og erfitt að gera sér fyllilega grein fyrir verð-mæti þess starfs. Eitt er víst að margir einstaklingar eru tilbúnir að verja hundruðum klukku- stunda í störf fyrir hreyfinguna á ári hverju án þess að taka neitt fyrir það. Fyrir það ber að þakka. Mörg sveitarfélög virða þetta mikla starf og styðja íþróttastarfið vel með góðri aðstöðu og góðum fjárframlögum sem gerir félögun- um kleift að halda úti öflugra starfi en ella. Öflugt íþróttastarf er eitt af því sem fólk skoðar áður en það flyst í nýtt sveitarfélag. Örn Guðnason, varaformaður UMFÍ Örn Guðnason, varaformaður UMFÍ. Örn Guðnason, varaformaður UMFÍ: 19. Unglingalands- mót UMFÍ Borgar- nesi 2016 Undirritaður hefur verið samstarfssamningur á milli Ungmennasambands Borgarfjarðar, UMSB, UMFÍ og Borgarbyggðar um fram- kvæmd 19. Unglingalandsmóts UMFÍ um verslunarmannahelgina 2016. Unglinga- landsmót hefur einu sinni áður verið haldið í Borgarnesi en það var árið 2010. Mótin hafa vaxið og sannað gildi sitt sem glæsilegar fjölskyldu- og íþróttahátíðir þar sem saman koma þúsundir barna og ungl- inga ásamt fjölskyldum sínum og taka þátt í fjölbreyttri dagskrá. Unglingalandsmót UMFÍ er vímuefnalaus fjölskylduhátíð þar sem börn og unglingar á aldrinum 11–18 ára reyna með sér í fjölmörgum íþrótta- greinum en samhliða er boðið upp á fjöl- breytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Unglingalandsmótin hafa hvarvetna vakið mikla athygli og þeir fjölmörgu sem þau hafa sótt hafa verið öðrum til mikillar fyrirmyndar með allri framkomu hvort sem er í keppni eða leik. Neðri mynd: Frá vinstri: Hrönn Jónsdóttir, ritari UMFÍ, Ásgeir Ásgeirsson, varasam- bandsstjóri UMSB, og Kolfinna Jóhannes- dóttir, sveitarstjóri Borgarbyggðar. 6. Landsmót UMFÍ 50+ Ísafirði 2016 Í nóvember sl. var skrifað undir samninga milli UMFÍ, Ísafjarðarbæjar og HSV vegna 6. Landsmóts UMFÍ 50+ sem verður haldið á Ísafirði 10.–12. júní 2016. Um er að ræða tvo samninga. Annars vegar er samningur á milli landsmóts- nefndar sem HSV hefur skipað, Ísafjarðar- bæjar og UMFÍ. Sá samningur varðar upp- byggingu og afnot af mannvirkjum, áhöld- um, tækjum og búnaði sem er allt nauð- synlegt til að mótið geti farið fram. Hinn samningurinn er á milli UMFÍ og HSV og snýr að skipulagi mótsins og undirbúningi. Undirbúningur fyrir mótið er kominn vel á skrið. Undirbúningsnefnd hefur starf- að frá sumri en hana skipa Guðný Stefanía Stefánsdóttir formaður, Jóhann Króknes Torfason, Anna Lind Ragnarsdóttir og Jónas Gunnlaugsson. Þau eru öll fulltrúar HSV. Gísli Halldór Halldórsson er fulltrúi Ísafjarðarbæjar og fulltrúar UMFÍ eru Flem- ming Jessen og Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri UMFÍ. Efri mynd: Frá vinstri: Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður HSV, Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri og Stefanía Ásmundsdóttir, formaður landsmóts- nefndar. Skrifað undir samninga

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.