Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2015, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.11.2015, Blaðsíða 23
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 23 Þ að er mjög erfitt að lýsa stemning-unni hérna, enda get ég bara sagt að hún sé ólýsanleg. Að byrja í lýðháskóla er eitthvað sem mér finnst að allir ættu að reyna að upplifa. Þetta færir þér gleði, ný tækifæri og vini til eilífðar. Ég veit að það upplifa ekki allir það sama en hér ætla ég að segja frá reynslu minni. Hérna er ég með 85 öðrum nemendum og hver og einn er sérstakur á sinn hátt. Það fyrsta sem ég tók eftir hér var að þér er tekið eins og þú ert. Það skiptir til dæmis ekki máli hvort þú eigir nýjustu skóna sem eru í tísku, það er öllum tekið jafn vel. Fyrstu vikurn- ar fara í svokallaða „ice breakers“-þrautir og þar má segja að samvinna sé algjörlega óum- flýjanleg. Þetta er frábær hugmynd og hjálpaði mikið við að byrja að tala við krakkana og kynnast meira. Aðstaðan hér er frábær og mað- ur getur notfært sér hana þótt kennsla sé ekki í gangi. Heimavistin er mjög góð og þar er alltaf eitthvað að gera. Herbergin eru einnig mjög góð og nóg pláss. Danir eru einstaklega duglegir að finna sér eitthvað að gera og alltaf er verið að biðja fólk um t.d. að koma að spila blak, fótbolta, bad- minton og bara nefndu það. Hérna kynnist maður einnig frábærum leikjum og þrautum, einhverju sem maður hefur aldrei þekkt og skemmtir sér svo konunglega í. Kennararnir hérna eru alveg frábærir. Segjum nú svo að ég bæði þig um að nefna einn uppáhaldskennara úr allri skólagöngu þinni. Hérna gæti ég ekki valið, þeir eru allir dásamlegir. Þeir vilja allt fyrir þig gera og vilja kynnast þér frá a-ö. Mark- mið þeirra er líka að taka þig út úr þínum eigin þægindaramma og láta þig koma þér sjálfum á óvart. Það hef ég upplifað hér og það er ein- stök tilfinning að koma sér sjálfum á óvart og komast að því að maður getur eitthvað sem maður vissi ekki áður að maður gæti. Helgarnar hérna eru þannig að það er annað- hvort löng helgi, stutt helgi eða a-helgi. A-helg- arnar er bara eitt orð yfir snilld. Kennararnir skipuleggja eitthvert þema og maður fer algjör- lega „all-in“ eins og maður segir. Eftir það er alltaf „fest“ sem er s.s. borðhald og eitthvert atriði og svo er partý eftir á. Eitt get ég sagt, að mér hefur aldrei leiðst í þessu, það er alltaf jafn skemmtilegt. Í Nordjyllands Idræthøjskole getur maður valið úr öllu milli himins og jarðar eða allt frá fótbolta yfir í að fara í fallhlífarstökk. Skólinn býður einnig upp á ferðir. Ég valdi Adventure- ferð til Chamonix í Frakklandi og þeirri ferð er ekki hægt að lýsa með orðum. Þar var allt skipulagt fyrir okkur og þeir peningar, sem ég borgaði fyrir þetta, voru ekki neitt miðað við það sem ég fékk að sjá og upplifa! Eins og ég sagði hér að ofan er þetta kjörið tækifæri að koma sér út úr þægindaramman- um og upplifa svo margt sem maður gleymir aldrei það sem eftir er. Daníela Jóhannsdóttir Lífið í Nordjyllands Idrætshøjskole: „Þetta færir þér gleði, ný tækifæri og vini til eilífðar“

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.