Fréttablaðið - 04.10.2017, Side 26

Fréttablaðið - 04.10.2017, Side 26
Af hverju krosslímt tré? • Umhverfisvæn og sjálfbær framleiðsla • Léttari en steypa • Frábær einangrun • Engar kuldabrýr sem bjóða heim raka og myglu • Mjög fljótlegt að reisa • Einstakir burðareiginleikar • Jarðskjálftaþol eins og best getur orðið • Þynnri veggir - meira innra rými • Notalegt og heilsusamlegt innra umhverfi Smiðjuvegi 3 - 200 Kópavogur - Sími 412 1700 idex@idex.is - www.idex.is idex.is - sím 412 1700 framl.- sölu- og þjónustuaðili Schüco á Íslandi - merkt framleiðsla • Íslensk framleiðsla, framleitt af Idex álgluggum ehf. • Hágæða álprófílkerfi frá Schüco • Schüco tryggir lausnir og gæði • Þekking og þjónusta • Áralöng reynsla Fjölbreytilegt útlit hentar mismunandi tegundum bygginga Álgluggar - þegar gæðin skipta máli www.schueco.is Byggðu umhverfisvænt hús -úr krosslímdu tré Byggðu til framtíðar með lausnum frá IDEX ALLT FYRIR HEIMILIÐ Síðumúla 30 - Reykjavík Hofsbót 4 - Akureyri Sýningin heitir Stofublóm Inniblóm Pottablóm. Ég hef mikið skoðað þessa tilteknu Facebook-grúppu, bæði sótt mér ráð þangað, lesið mér til og einnig gefið ráð. Hópurinn er fallegur vettvangur samskipta því hann snýst einungis um velvild fólks í garð pottaplantna,“ útskýrir Kristín Dóra Ólafsdóttir mynd- listarmaður en hún opnar sýningu á föstudag á málverkum af stofu- blómum. Sjálf hefur hún dálæti á pottaplöntum og eftir að hún flutti úr foreldrahúsum hefur hún komið sér upp ágætu safni. „Ég vann í Garðheimum í nokkur ár og hef sankað að mér í plöntum og sérstaklega síðasta árið en þá flutti ég að heiman. Ég er með um það bil níu tegundir heima. Ég er í rúmgóðu húsnæði og búin að fylla öll horn af plöntum. Þetta er hluti af því að verða fullorðin,“ segir Kristín. „Ég á ekki börn og ber ekki ábyrgð á neinu nema sjálfri mér. Plöntur eru góð leið til þess að æfa ábyrgðartilfinninguna. Ég er reyndar líka gulrótabóndi og rækta gulræturnar bæði í Reykjavík og í sumarbústaðarlandi foreldra minna. Úr uppskerunni bý ég svo til góða gulrótarsúpu sem ég á í frysti allan veturinn, eða baka gul- rótarkökur. Ég ólst upp í Breiðholti í nálægð við Elliðaárdalinn og var virk í Skólagörðunum. Einu verð- launin sem ég hef fengið í lífinu voru fyrir flottasta garðinn í Skóla- görðunum,“ segir Kristín. Enda langi hana í stóran garð til að geta ræktað bæði matjurtir og annan gróður. Garðrækt sé henni eins og hugleiðsla, líkt og myndlistin. „Þetta er allt saman leið til betri sjálfsvitundar. Ég er í leit að sjálfri mér og að einhverjum sannleika. Það má segja að með þessari sýn- ingu ég sé að vinna með unglinga- vitundina, hvernig maður er enn þá unglingur búandi heima hjá mömmu og pabba en fullorðnast við að flytja að heiman. Sýningin mín samanstendur af málverkum af plöntum. Til að byrja með málaði ég plönturnar mínar og fór svo að vinna með þær plöntur sem mig langar í. Mér finnast plöntur segja mikið um eigendur sína,“ segir Kristín. Hvernig planta væri lýsandi fyrir þig? „Vonandi ekki gerviblóm,“ segir hún sposk. „Sennilega er það bergflétta. Hún er skemmtilegt blóm og fer út um allt.“ Kristín útskrifaðist úr Listahá- skólanum síðasta vor. Stofublóm Inniblóm Pottablóm er hennar fjórða einkasýning og sú fyrsta eftir útskrift. Sýningin verður opnuð föstudaginn 6. október í Bryggj- unni Brugghúsi klukkan 16. Nánar má forvitnast um verk Kristínar á www.kristindora.com. Hollt fyrir ábyrgðartilfinninguna Kristín Dóra Ólafsdóttir myndlistarmaður hefur dálæti á pottaplöntum. Þær virki með henni ábyrgðartilfinninguna svo hún fullorðnist. Hún opnar sýningu á föstudaginn á málverkum af plöntum og sækir titil sýningarinnar í Facebook-hóp blómaáhugafólks. Kristín Dóra Ólafsdóttir myndlistarmaður hefur dálæti á pottaplöntum. Hún opnar sýningu með málverkum af stofu- blómum á föstudaginn. mynD/EyþÓr Ragnheiður Tryggvadóttir heida@365.is 4 KynnInGArBLAÐ FÓLK 4 . o K tÓ B E r 2 0 1 7 M I ÐV I KU DAG U R 0 4 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D E 7 -0 5 1 C 1 D E 7 -0 3 E 0 1 D E 7 -0 2 A 4 1 D E 7 -0 1 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 3 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.