Fréttablaðið - 26.08.2017, Blaðsíða 2
Veður
Suðaustan 5-13 m/s í dag, en 10-18
suðvestanlands, hvassast við suður-
ströndina. Víða rigning, en lengst
af þurrt á Norðausturlandi. Hægari
seinnipartinn. sjá síðu 50
Fullur salur klappaði fyrir Yeonmi Park
Yeonmi Park flutti í gær erindi um ástandið í Norður-Kóreu sem hún sagði erfitt að lýsa fyrir þeim sem aldrei hafi fengið að upplifa sambærilegar
aðstæður. Hún sagði Íslendinga geta verið þakkláta fyrir að hafa forsætisráðherra eins og þann sem bauð hana velkomna í pontu í Hátíðasal HÍ í
stað guðlegra leiðtoga á borð við þá sem halda um stjórnartaumana í Norður-Kóreu. Sjá nánar síðu 34. Fréttablaðið/gva
KRINGLUNNI 2. HÆÐ - HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI
SPÖNGINNI, GRAFARVOGI
SELESTE
umgjarðir á:
990 kr.
Reykjavík „Í dag hætti ég að keyra
á milli fjögur og fimm þegar leiðin-
lega fólkið kemur. Af því að eftir
klukkan fimm er þetta eins og
villta vestrið. Þá eru menn að lenda
í því að það er verið að hoppa upp
á bílana þeirra. Það er verið að slást
um bílana,“ segir Kristján Róbert
Walsh leigubílstjóri. „Og þá spyr
maður hvar öryggið sé sem er verið
að bjóða upp á í þessari borg fyrir
ferðamanninn, borgarana og bíl-
stjórana sem sinna þessu,“ bætir
hann við.
Kristján Róbert segir að fyrir
nokkrum árum hafi verið skýli í
Lækjargötunni. „Svo kom Gnarr-
stjórnin og henti þessu skýli út í
hafsauga og bjó til asnalegt plan og
skýli við hliðina á pylsuvagninum í
Tryggvagötu. Það var svo asnalegt
að það hálfa væri nóg,“ segir Krist-
ján.
Nú telur Kristján að það væri
lag að setja upphitað skýli aftur
þar sem það gamla var í Lækjar-
götunni og annað á gatnamótum
Sæbrautar og Lækjargötu, við Hörp-
una. „Þannig að hægt sé að komast
fljótt og óhindrað að bænum bæði
Sæbrautarmegin og Lækjargötu-
megin og haft aðgengi til að snúa
við og fara í burtu,“ segir hann.
Hann telur eðlilegt að í slíkum
biðskýlum séu verðir sem myndu
mæta milli tvö og þrjú á nóttunni
um helgar. Þá geti bílstjórar keyrt
niður í bæ og sótt farþega í skýlið
og farþegar geti vænst þess að fá
aðstoð frá vörðunum ef dólgar vaða
uppi með læti í röðinni.
Eins og staðan er í dag eru Hreyf-
ill og BSR með sérmerkt stæði í
miðbænum, auk þess sem það er
Verðir vakti biðskýlin
í borginni um helgar
Leigubílstjórar lenda í því að hoppað er á bílunum þeirra og slegist er um þá
seint á nóttunni. Útvega þurfi farþegum vöktuð skýli til að passa upp á ferða-
menn, borgara og bílstjóra. Farþegar þurfi að geta beðið óáreittir.
Kristján róbert Walsh segir mjög mikilvægt að koma upp sameiginlegum bið-
skýlum sem séu vöktuð eftir klukkan tvö á nóttunni. Fréttablaðið/anton
Þá eru menn að
lenda í því að það er
verið að hoppa upp á bílana
þeirra. Það er verið að slást
um bílana.
Kristján Róbert Walsh leigubílstjóri
HeilbRigðismál Ungur maður svipti
sig lífi á geðdeild Landspítalans
(LSH) í fyrradag. Frá þessu var greint
í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.
Þetta er í annað sinn á tíu dögum
sem maður fellur fyrir eigin hendi
á geðdeild spítalans.
Maðurinn var á þrítugsaldri.
H a n n v a r l a g ð u r i n n á
bráðageðdeild á mánudag og var
talinn í sjálfsvígshættu. Degi síðar,
á þriðjudeginum, var hann færður
á almenna deild. Hann fannst
látinn í herbergi sínu á spítalanum
í fyrradag. Lögregla og
Embætti landlæknis
rannsaka málið.
– ósk
Tvö sjálfsvíg á
tíu dögum
geðdeild lSH
samfélag Dagmæður sem hafa
aðstöðu í húsi á róluvelli við
Rauðalæk fundu fíkniefni og
umbúðir utan af sprautunálum
á leikvellinum í gær. Íbúar í
hverfinu voru í kjölfarið varaðir
við á Facebook-síðu íbúa hverfisins
og foreldrar hvattir til að skoða
leikvöllinn vel áður en leikur hefst.
„Börnin sváfu öll þegar við fund-
um þessar umbúðir og efnin þannig
að við gátum þrifið þetta upp. Svo
sótthreinsuðum við svæðið hátt og
lágt leituðum bara af okkur allan
grun í garðinum,“ sagði Dagmar
Ósk Harðardóttir, önnur dagmæðr-
anna. Þær hafa aldrei orðið varar við
neitt þessu líkt á leiksvæðinu áður.
Aðspurð sagðist Dagmar engar leið-
beiningar hafa fengið frá borginni
eða öðrum um viðbrögð við fundi
fíkniefna eða sprautunála. Aðrir
dagforeldrar sem Fréttablaðið
ræddi við sögðust hafa heyrt af
sprautunálafundum dagforeldra í
borginni en ekki fengið sérstakar
leiðbeiningar um hvernig bregðast
eigi við í slíkum tilvikum. – aá.
Fíkniefni
fundust á
róluvelli
Dagmæður fundu umbúðir utan af
nálum. Fréttablaðið/norDicPHotoS
Börnin sváfu öll
þegar við fundum
þessar umbúðir og efnin
þannig að við gátum þrifið
þetta upp
eitt almennt stæði fyrir leigubíla á
Hverfisgötu. Hreyfill er með stæði
við Ingólfstorg og BSR í Lækjargöt-
unni. „En við höfum fengið þau svör
að það séu ekki til nein stæði fyrir
hinar stöðvarnar,“ segir Kristján
sem tilheyrir City Taxi. Hann vill
að ef gerð yrðu ný stæði í Lækjar-
götu og Sæbraut yrði öllum leigu-
bílastöðvum boðin afnot af þeim.
Guðmundur Börkur Thoraren-
sen, framkvæmdastjóri BSR, segir
að íbúar í nágrenni við skýlið hafi
kvartað undan ónæði vegna skýlis-
ins og á þá hafi verið hlustað. „En
ef það á að vera sameiginlegt stæði
sem á að vera opið á nóttunni þá
hefur það alltaf verið okkar skoð-
un að það ætti að vera í þessa átt,“
segir Guðmundur og vísar til þess
að skýlið þurfi að vera MR-megin
við Lækjargötuna. Eftir að gamla
skýlinu hafi verið lokað hafi verið
opnað skýli hinum megin við göt-
una. „Það vissu það allir að það yrði
aldrei neitt notað vegna þess að það
er óþægilegt fyrir bílstjórana að
koma þeim megin að þessu,“ segir
hann. jonhakon@frettabladid.is
2 6 . á g ú s t 2 0 1 7 l a u g a R D a g u R2 f R é t t i R ∙ f R é t t a b l a ð i ð
2
6
-0
8
-2
0
1
7
0
4
:2
2
F
B
1
2
0
s
_
P
1
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
9
3
-F
4
8
8
1
D
9
3
-F
3
4
C
1
D
9
3
-F
2
1
0
1
D
9
3
-F
0
D
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
1
2
0
s
_
2
5
_
8
_
2
0
1
7
C
M
Y
K