Fréttablaðið - 26.08.2017, Qupperneq 6
Leiðrétting
Í forsíðufrétt blaðsins í gær sagði að
Thorsil vilji reka fjóra ljósbogaofna
í Keflavík árið 2020. Það rétta er
að fyrirtækið stefnir að því að tveir
ofnar verði komnir í rekstur á þeim
tíma.
21. - 26. ÁGÚST
HJÓLAÐU Í SKÓLAN
N
AFSLÁTTUR
AF GÖTUHJÓLU
M OG HYBRID HJÓ
LUM OG KROSS RE
IÐHJÓLAHJÁLMUM
TRYGGÐU ÞÉR ALVÖRU HJÓL Á FRÁBÆRU VERÐI!WWW.GÁP.IS FAXAFENI 7 · SÍMI 5 200 200
30%
SamféLag Í síðustu viku unnu fjórir
Lottóspilarar rúmlega 20 milljónir
hver. Vinningshafarnir sem keyptu
miðana sína í Happahúsinu og í
Kjarval á Kirkjubæjarklaustri hafa
gefið sig fram en enn hafa starfs-
menn Getspár ekkert heyrt frá
vinningshöfunum sem keyptu sína
miða hjá Olís í Álfheimum og Shell
í Hveragerði.
Vill því Getspá biðja þá sem
keyptu sér miða á þessum sölustöð-
um að kíkja vel á miðana sína og
kanna hvort þar leynist 20 milljóna
króna Lottóvinningur. Tölurnar
voru 5-15-28-37-39. – bb
Milljónir leita
réttra eigenda
Minnst 23 látnir í Chandigarh í norðurhluta Indlands
Minnst 23 eru látnir eftir að fylgjendur indverska gúrúsins Gurmeet Ram Rahim Singh mótmæltu eftir að hann var fundinn sekur um nauðgun. Yfir
tvö hundruð þúsund fylgjendur gúrúsins voru samankomnir í Chandigarh í Indlandi vegna dómsmálsins. Eftir að dómurinn féll brutust út óeirðir.
Gúrúinn var fundinn sekur um að hafa nauðgað tveimur konum í safnaðarheimili safnaðarins árið 2002. Fréttablaðið/nordicphotos
reykjavík „Við höfum nákvæm-
lega engar áhyggjur af því,“ segir
Þorvaldur Gissurarson, forstjóri
ÞG Verks, aðspurður um ummæli
forsvarsmanna Orkuveitu Reykja-
víkur (OR) um hugsanlega máls-
höfðun vegna mikilla
ra k a s k e m m d a
á ve s t u r h ú s i
h ö f u ð s t ö ð v a
Orkuveitunnar.
Þ G Ve r k va r
aðalverktaki við
byggingu höfuð-
st ö ð va O R á
sínum tíma.
Upplýsingafull-
trúi OR lýsti því
yfir í fjölmiðlum
í gær að til skoðunar væri að höfða
mál á hendur verktakanum sem
byggði húsið þó engar ákvarðanir
hafi verið teknar. Bjarni Bjarnason,
forstjóri OR, sagði sömuleiðis að
OR muni kanna lagalega stöðu
sína og hugsanlegan bótarétt þegar
fyrir liggur frá dómkvöddum mats-
manni hvar ábyrgðin er og hvert
fjárhagslegt tjón verður.
Þorvaldur segir að sér þyki ein-
kennilegt að í öllu ferlinu hafi OR
aldrei haft samband við ÞG Verk. OR
upplýsti í gær að allir útveggir
vesturhúss höfuðstöðvanna væru
skemmdir. Orsök rakaskemmda
væri fyrst og fremst að rigningarvatn
kemst í gegnum veðurhlíf útveggjar
og nær að byggingarefnum sem
eru viðkvæm fyrir raka. Megnið
af byggingarefni útveggja vestur-
húss er skemmt af völdum raka en
kostnaður við úrbætur gæti numið
milljörðum króna. Þorvaldur segir
útveggina hafa verið á ábyrgð OR.
„Það er ágætt að komi fram að
Orkuveitan lét hanna fyrir sig þetta
útveggjakerfi. Þeir keyptu útveggja-
kerfið og sömdu við framleiðandann
án okkar aðkomu og sömdu svo við
okkur um uppsetningu á því sam-
kvæmt þeirra fyrirmælum. Okkar
partur var eingöngu sá að setja upp
kerfi sem einhver annar keypti, full-
framleitt og fullhannað, samkvæmt
þeim fyrirmælum sem okkur voru
gefin. Við búumst því ekki við frek-
ari eftirmálum.“
Fjórtán árum eftir að höfuð-
stöðvarnar voru teknar í notkun er
nú ræddur sá möguleiki að rífa hið
rakaskemmda hús. Ráðgjafar OR
ráðleggja þó að byggð verði glerkápa
utan um húsið og útveggir látnir
standa. Veggir yrðu síðan endur-
byggðir að innanverðu en áætlaður
kostnaður við það nemur 1,7 millj-
örðum króna. – smj
Orkuveitan útvegaði útveggina
Forstjóri aðalverktaka við byggingu höfuðstöðva OR segir Orkuveituna bera ábyrgð á hripleku útveggjakerfi
höfuðstöðvanna. Hann segist ekki búast við eftirmálum, þó forsvarsmenn OR skoði lagalega stöðu sína.
Vesturhús
höfuðstöðva
or er illa
farið.
LögregLumáL Fjórir menn voru
úrskurðaðir í tveggja vikna gæslu-
varðhald í héraðsdómi Reykjavíkur í
gærkvöldi, grunaðir um innflutning
á fíkniefnum. Þetta staðfesti Grímur
Grímsson yfirmaður miðlægrar
rannsóknardeildar lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu. Vísir greindi
fyrst frá málinu seint í gærkvöldi.
Mennirnir voru handteknir af full-
trúum deildarinnar í gær og hús-
leitir voru framkvæmdar á tveimur
stöðum vegna málsins. Hald var lagt
á töluvert magn af amfetamínbasa,
sem ekki hefur verið magngreint
en um einn til tvo
lítra gæti verið
að ræða, að sögn
Gríms. – aá
Fjórir menn
úrskurðaðir í
gæsluvarðhald
Grímur
Grímsson,
yfirmaður
hjá lög-
reglunni
4
lottóspilarar unnu rúmlega
20 milljónir hver
2 6 . á g ú S t 2 0 1 7 L a u g a r D a g u r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð
2
6
-0
8
-2
0
1
7
0
4
:2
2
F
B
1
2
0
s
_
P
1
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
1
1
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
9
4
-1
C
0
8
1
D
9
4
-1
A
C
C
1
D
9
4
-1
9
9
0
1
D
9
4
-1
8
5
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
1
2
0
s
_
2
5
_
8
_
2
0
1
7
C
M
Y
K