Fréttablaðið - 26.08.2017, Síða 22
Um helgina, af hverju ekki að...
Lesa BónusLjóð
44% meiri Bónusljóð. Bónusl
jóð eftir Andra Snæ Magnason
hefur verið endurútgefin. En ætlar
Andri Snær ekki að semja Costco
ljóð? „Alls ekki, þeir sérhæfa sig í
gíröffum, frekar að stefna að H&M í
100 metra ljóði,“ segir hann. .
Fara Í sund
Eins og forstjórinn
Karl Johan sem er
staddur hér á landi í
tilefni opnunar H&M
mun ef til vill gera.
„Ég hef aldrei áður
komið til Íslands
og hlakka mikið
til, ég stoppa stutt,
hvað á ég að gera?“
spyr hann og fær
ráð um að skella
sér í sund með
heimamönnum og í
fjallgöngu sem hann
þiggur með þökkum.
HLusta
á Sverri Guðjónsson
lýsa góðlátlegri innrás
Frakka í Grjótaþorpið
í kjölfar stúdentaupp
reisnarinnar í París.
„Ég fjalla í nýjum
útvarpsþáttum á RÚV
um þennan merkilega
tíma. Grjótaþorpið
var þá í niðurníðslu
en ungir Fransmenn
og aðrir útlendingar
fengu inni í leigu
húsnæði í eigu Silla
og Valda, matarkeðju
þess tíma,“ segir
Sverrir.
HLýða á Yeonmi
„Helgin einkennist aðal
lega af afmælum góðs fólks.
Inn á milli afmæla mun ég
stússast í sófakaupum, hefð
bundnum sundferðum og
vinnumálum. Er svo
sérstaklega spennt
fyrir fyrirlestri
norðurkóresku
flóttakonunnar
Yeonmi Park
sem haldinn er
í dag,“
segir Hildur
Sverris
dóttir,
þingmaður
Sjálf
stæðis
flokks.
Liselotte Widing starfar sem sérfræðingur í sænska sendiráðinu Íslandi. Hún hefur búið hér á landi í tuttugu ár. „Ég bjó í Stokkhólmi en
er frá Vestur-Svíþjóð. Ég féll strax
kylliflöt fyrir Íslandi, hér er nátt-
úran svo mögnuð og fólkið gott,“
segir Liselotte. „Fyrstu árin saknaði
ég helst matarmenningarinnar í
Svíþjóð. Matarúrvalið í verslunum
hér var lítið en það hefur batnað
og íslenska lambakjötið er í uppá-
haldi,“ segir hún. „Ég hugsa að kjöt-
bollurnar megi telja þjóðarrétt Svía.
Það er nú bara þannig að þær eru
enn á borðum Svía svo það er engin
klisja, bætir hún við og telur einnig
upp týtuberjasultu, ferska fiskrétti
og prinsessuköku sem er rjómaterta
með marsipani á svamptertubotni.
Svíar segja stundum: Svona gerum
við í Svíþjóð! Er þetta lýsandi?
„Nei, þetta hljómar mjög
illa. Mun verr nú þegar ég bý hér og
hef fjarlægð á hlutina. Þetta orðatil-
tæki þýðir eiginlega ekki neitt. Þetta
er sagt án meiningar,“ segir Liselotte
og hlær.
En eru þeir glaðlyndasta
N o r ð u r l a n d a þ j ó ð i n ?
„Íslendingar eru glaðlynd-
astir. Þeir nota tækifærið og
njóta lífsins. Eru duglegri
við það en Svíar. Íslend-
ingar eru skemmtilega
hvatvísir og lenda
í fleiri ævintýrum.
Svíar eru skipu-
lagðir og þurfa oft
að kíkja á dagatalið,“
segir Liselotte kank-
vís. „Við þurfum að
hafa allt í „ordning“.
Við gerum færri hluti
en kjósum að gera þá
vel. Hér á landi er aftur á
móti allt hægt. Hugmynda-
auðgin er mikil og Íslendingar
drífandi. Hér er góð
hugmynd metin
að verðleikum á
meðan Svíar velta
því fyrir sér hvað
gæti farið úrskeiðis.“
Í starfi sínu í
sendiráðinu segist
hún verða vör við
Svíar eru með allt á hreinu
Sænsk áhrif aukast enn á Íslandi með opnun H&M. Hér á landi eru fyrir þó nokkuð mörg sænsk fyrirtæki. Liselotte
Widing sem starfar í sænska sendiráðinu og Yesmin Olson matgæðingur eru báðar sænskar og eiga það sameigin-
legt að hafa búið á Íslandi í um tvo áratugi. Þær deila með lesendum því hvað einkennir sænska þjóðarsál.
Við þurFum að HaFa
aLLt Í „ordning“. Við
gerum Færri HLuti
en kjósum að gera
þá VeL. Hér á Landi er
aFtur á móti aLLt Hægt.
HugmYnda auðgin er
mikiL og ÍsLendingar
drÍFandi.
Liselotte Widing
aukin viðskipti Svía hér á landi.
„Það er ekki bara H&M og IKEA.
Indiska, Polarn&Pyret mætti
nefna. Þá er Volvo stórt merki
hér á landi. Svíar treysta Íslend-
ingum augljóslega vel, til marks
um það þá er IKEA verslunin
rekin með sérleyfi hér á landi.
Það eru aðeins tíu slíkar verslanir
í heiminum,“ segir Liselotte.
Yesmin Olson hefur búið
á Íslandi í átján ár. Hún
er frá Skáni í Suður-
Svíþjóð. „Þegar
ég flutti hingað
þ á s a k n a ð i
é g h e l s t
M a r a b o u
s ú k k u -
l a ð i s i n s .
Aðvitað er
í s l e n s k a
s ú k k u -
laðið gott
en manni
líkar best
þ a ð s e m
m a ð u r e r
vanur,“ segir
Yesmin sem er
alsæl með að geta
nú keypt Marabou
súkkulaði í nokkrum
verslunum á Íslandi. „Nú sakna ég
stundum kyrrðarinnar sem ríkir í
sænsku skógunum og fjörunnar við
strendur Svíþjóðar. En ég kann líka
að meta íslenska náttúrufegurð.
Þetta eru ólík lönd.
Ég sakna stundum líka matar-
hefða Svía í kringum stórhátíðir.
Ég tek líka undir með Liselotte og
nefni kjötbollurnar sem þann rétt
sem Svíum líkar best. Hann er oft á
borðum enn þann dag í dag,“ segir
hún.
Yesmin tekur undir með Lise-
lotte og segir helst einkenna Svía
hvað þeir eru skipulagðir. „Ég er
nú ekki mjög sænsk á þennan
máta,“ segir Yesmin glaðlega.
„Íslendingar eru hvatvísari og
kannski þurfum við að læra aðeins
af Svíum. En samt fíla ég þessa
orku sem ríkir á Íslandi. Hvað
við erum drífandi og dugleg. Við
getum alltaf talað saman og fund-
ið leiðir til að leysa málin.“
kristjanabjorg@frettabladid.is
nú sakna ég stundum
kYrrðarinnar sem
rÍkir Í sænsku skóg-
unum og Fjörunnar Við
strendur
sVÍþjóðar
Yesmin Olson
2 6 . á g ú s t 2 0 1 7 L A U g A R D A g U R22 H e L g i n ∙ F R É t t A B L A ð i ð
helgin
2
6
-0
8
-2
0
1
7
0
4
:2
2
F
B
1
2
0
s
_
P
0
9
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
9
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
9
4
-2
5
E
8
1
D
9
4
-2
4
A
C
1
D
9
4
-2
3
7
0
1
D
9
4
-2
2
3
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
1
2
0
s
_
2
5
_
8
_
2
0
1
7
C
M
Y
K