Fréttablaðið - 26.08.2017, Síða 32

Fréttablaðið - 26.08.2017, Síða 32
„Frá því að Laxness fékk Nóbel- inn hafa íslenskir höfundar upp til hópa skrifað bækur í þeim tilgangi að fá hól og verðlaun hjá einhverri elítu í stað þess að skrifa fyrir almenning, að föndra við stíl í stað þess að segja sögur,“ segir hann og nefnir að um leið og listamenn missi sambandið við fólkið í landinu, þá hætti almenn- ingur að kaupa bækur og bíómiða. Skortur á virðingu „Þannig grafa listgreinarnar undan sjálfum sér. Ef bækur eru ekki skrif- aðar fyrir fólkið í landinu, fyrir hvern þá? Berum virðingu fyrir almenn- ingi – hann borgar launin okkar. Og berum virðingu fyrir þeim lista- mönnum sem skapa fyrir fólkið í landinu. Þannig verður menning til – þannig snúum við blaðinu við,“ segir Stefán Máni. Lestur er sjálfshjálp „Ég held við missum svo mikið ef við hættum að lesa því það er svo gaman,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sem er mikill lestrarhestur og kunnáttukona um bókmenntir. Katrín er með meistarapróf í íslenskum bókmenntum og hefur kennt bókmenntakúrsa og námskeið um bókmenntir hjá Endurmenntun. „Við erum búin að vera að tala mikið um það í stjórnmálunum að fólk lesi minna og þá erum við að horfa á börnin. Það held ég að skipti máli. Ég held að stjórnvöld þurfi að koma virkar að stuðningi við bókaút- gáfu, ekki síst barnabókaútgáfu, því snemma beygist krókurinn.“ „Bókaútgáfa hefur verið mjög blóm- leg á jafn litlu málsvæði. En þegar við sjáum bæði stöðuna á bókaútgáfunni og líka merki um að fólk sé að lesa minna þá verða stjórnvöld að koma einhvern veginn að með einhverjum aðgerðum til að styðja við bókaútgáfu og lestur,“ segir Katrín. „Lestur er að breytast og það er kannski erfiðara að einbeita sér að lestri. Ég held að það skipti miklu máli að gefnar séu út fjölbreyttar og áhugaverðar bækur og við vinnum að því á heimilum og skólum hvernig við getum gert lestur eftirsóknarverðan. Hún telur mikilvægt að fólk nái djúpri einbeitingu við lestur sem hún telur sálrænt gott fyrir fólk. „Lestur á góðri skáldsögu, þetta er eins og besta sjálfshjálp sem maður getur fengið. Maður lærir svo mikið um sjálfan sig, þetta hefur gildi fyrir það að kynnast sjálfum sér og skilja betur tilfinningar sínar. Þetta er ekki bara spurning um að lesa sér til skemmtunar. Ég held að þetta sé beinlínis mannbætandi,“ segir Katrín. Mikilvægt fyrir karla að lesa líka „Það er oft auðveldara að kveikja á sjónvarpinu eða kíkja aðeins á netið og eyða klukkutíma þar. Þetta þarf að vera svolítið meðvituð ákvörðun hjá fólki að setjast niður og lesa. En það þarf ekki alltaf að kaupa bækur það er hægt að fara á bókasafnið og finna sér eitthvað áhugavert,“ segir Katrín aðspurð um hvernig fólk á fullorðinsaldri geti eflt lestur. Hún segir lykilatriði að finna sér þá eitt- hvað sem hentar. „Ég hef verið með hópa þar sem er fólk sem hefur ekki lesið skáldsögu frá því að það var í grunnskóla. Þá hjálpar að gera það með öðrum og tala um bækurnar. Þá held ég líka að sé gott að velja sér þá eitthvað skemmtilegt. Það þarf ekki að vera þungt. Stundum er mjög mikið að gera hjá mér, þá sest ég niður og les bara ljóð því það er svo stutt. Ég les líka mikið af glæpasögum, þær reyna kannski ekki á einhverja sérstaka túlkun,“ segir Katrín. Að lokum bendir Katrín á að rannsóknir sýni að konur lesi meira skáldskap en karlar. „En ég held það sé mikilvægt fyrir karla líka að lesa skáldskap. Karlar virðast frekar hætta að lesa skáldskap, en þetta er svo mannbætandi, þess vegna held ég að það sé gott fyrir þá að lesa meiri skáldskap.“ Ráðherra vildi ekki funda Staðan á íslenskum bókamarkaði þykir mörgum hafa verið fyrirsjáan- leg. Í janúar 2014 var skýrslu sam- ráðsnefndar um framtíð bókaútgáfu á Íslandi skilað til Illuga Gunnars- sonar, þáverandi menntaráðherra. Í skýrslunni er tiltekið sérstaklega að yfirvöld þurfi að gæta að því að íslenskri bókaútgáfu sé búið hagfellt viðskiptaumhverfi í hagstæðum virðisaukaskatti. Þetta sama ár var virðisaukaskattur hækkaður á bækur. Þvert á varnaðarorð. „Það var minni en enginn áhugi á skýrslunni í ráðuneytinu á þessum tíma,“ segir Njörður Sigurjónsson, formaður nefndarinnar. Nefndin starfaði lögum samkvæmt og var gert að fjalla um framtíð bókaútgáfu. Nefndin kom saman árið 2013 og á meðan hún starfaði var umræða um hækkun virðisaukaskatts á bækur í samfélaginu. „Skýrslan var ekkert notuð. Það er hefð fyrir því þegar skýrsla er komin út að funda um niðurstöðurnar með ráðherra. En það varð ekki af því,“ segir Njörður sem segist hafa reynt að fá fund með ráðherra. Þá hafi dregist að birta skýrsluna á vef ráðuneytisins. Þegar skýrslan var skrifuð var ekki komin sú þróun í ljós að bóksala var farin að minnka. Þvert á móti mátti telja hana stönduga. „Við lögðum margt annað gott til, svo sem að prentarfurinn allur verði öllum aðgengilegur á rafrænu formi. Það er fyrirmynd að slíku frá Noregi. Þá lögðum við til að bókaútgáfa nyti stuðnings við að gefa út rafbækur og huga þyrfti vel að útgáfu námsefnis á öllum stigum náms af ríki og sveitar- félögum,“ segir Njörður. Kristján Þór  Júlíusson, núver- andi  mennta- og menningarmála- ráðherra, segist ekki þekkja inni- hald skýrslunnar frá árinu 2014 þrátt fyrir að hafa skipað starfshóp um sama vanda nýverið. „Ég þekki ekki innihaldið í skýrslunni, þekkingin er hér í ráðuneyti. Eftir samráð við fólk sem þekkir til í þessum geira þá var ákveðið að skipa starfshóp. Það er ýmislegt breytt frá árinu 2014. Það hefur til dæmis orðið breyting í notkun samfélagsmiðla.“ Kristján Þór tekur undir vond áhrif hækkunar virðisaukaskatts á bók- sölu. „Þetta hefur ekki haft jákvæð áhrif á bóksölu og ég man eftir varnaðarorðum þáverandi mennta- málaráðherra vegna breytinganna,“ segir Kristján Þór, sem segir þó enga vinnu hafa farið fram í þeim efnum að afnema virðisaukaskatt á bækur. Að duga eða drepast Egill Örn Jóhannsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, segir orðin tóm ekki duga lengur. Aðgerða sé þörf. „Við getum ekki lengur skipst á, útgefendur og  höfundar annars vegar og stjórnvöld hins vegar, að segjast hafa skilning á vandanum,“ segir hann. „Við erum búin að vara við þessu árum saman og ekki síst í tengslum við hækkun virðisaukaskattsins, stað- an þá þegar var orðin grafalvarleg. Nú er að duga eða drepast fyrir íslensk stjórnvöld þegar kemur að íslenskri bókaútgáfu og ef við viljum yfirhöfuð að hjá bókmenntaþjóðinni komi út myndarlegt og gott úrval bóka,“ segir Egill. Hrun fyrir hvaða grein sem er „Samdráttur á liðnum níu til tíu árum er rúmlega 30 prósent. Það segir sig sjálft að fyrir hvaða grein sem er þá myndi slíkur samdráttur teljast til hruns. Íslenskur bókamarkaður og íslensk bókaútgáfa er og var örmark- aður sem má við ákaflega litlu. Það er ljóst að þessi tekjuminnkun sem orðið hefur og sér ekki fyrir endann á getur komið til með að hafa gríðar- leg áhrif á bókaútgáfuna. Ég legg hér áherslu á að við sjáum því miður ekki enn fyrir endann á þessum sam- drætti. Við höfum ekki enn fundið viðspyrnuna sem flestar greinar íslensks atvinnulífs hafa fundið eftir hrun,“ segir Egill. Skattur lækkaður annars staðar Egill bendir á að virðisaukaskattur hafi verið hækkaður hérlendis á meðan víðast hvar í Evrópu keppt- ust menn við að lækka virðisauka- skatt á bækur og bókaútgáfu. Egill vísar í skýrsluna frá árinu 2014 um stöðu bókaútgáfu og hvað þyrfti að gera svo vel mætti fara. Hann furðar sig á því að henni hafi verið stungið undir stól. „Ég hef aldrei heyrt nokk- urn mann á vegum hins opinbera ræða þá skýrslu, henni var einfald- lega stungið undir stól. Núna þrem- ur árum síðar er farið fram á nýja skýrslu. Vonandi fer ekki fyrir henni eins og hinni,“ segir Egill. Fatamarkaðnum var bjargað  Egill gagnrýnir viðbrögð stjórnvalda við stöðu bókaútgáfu, ekki hafi verið brugðist eins við hjá öðrum atvinnu- greinum, til að mynda fataverslun. „Það er ekki langt síðan stjórnvöld sáu ástæðu til að koma fataverslun á Íslandi til hjálpar sem þá hafði þurft að þola töluverðan samdrátt sökum þess að fólk virtist vera farið að kaupa fatnað erlendis í mun meiri mæli. Þá afnámu þau í einum grænum tolla og gjöld af fatnaði. Egill telur að hækkað- ur virðisaukaskattur eigi svo sannar- lega sinn þátt í því að viðspyrna hafi ekki náðst í sölu. „Að sjálfsögðu væri mikil einföldun að halda því fram að virðisaukaskatturinn einn og sér beri þessa ábyrgð alla. En hann er kannski skýrasta dæmi um hvernig ríkið og stjórnvöld hafa nálgast bókaútgáfu á Íslandi í áratugi. Það þarf að bregðast hratt og vel við. Fljótlegast leiðin og sú sanngjarnasta væri að fara að dæmi Norðmanna og afnema allan virðisaukaskatt af bókum. Einnig þarf ríkið að setja sér bókmenningarstefnu. Hún þarf ekki að vera ýkja flókin en hún gæti orðið leiðarvísir um það hvernig best megi koma íslenskri bókaútgáfu fyrir.“ Egill telur að til að örva bók- menntaáhuga þjóðarinnar mætti koma bókmenntaarfinum á rafrænt form. Enn bókaþjóð Guðrún Vilmundardóttir, eig- andi Benedikts bókaútgáfu,  segir Íslendinga enn geta kallað sig bóka- þjóð.  „Bóksala fyrir jólin sýnir að við metum bókina og gefum þeim sem okkur finnst vænt um hana að gjöf. Þetta er fallegur siður og við erum enn heimsmeistarar í að selja ný skáldverk, miðað við höfðatölu. Mér finnst að hér eigi stjórnvöld að taka undir með fólkinu sínu, og sýna í verki að þetta sé eitthvað sem við viljum varðveita. Mér finnst ég umkringd bóka- ormum! Ég þýddi einu sinni bók eftir franskan höfund, Philippe Claudel. Hann kom í upplestrarferð og við lásum upp á Borgarbókasafninu. Rétt þegar við vorum að hefja lestur- inn hvíslaði hann að mér: Þú áttar þig á því að ef við værum í París og þetta hlutfall Parísarbúa mætti – þá værum við að fara að lesa upp á Stade de France.“ Hvar er menningarstefnan? Guðrún segist ekki þora að spá um þróun á bókamarkaði. „Margir héldu að rafbókin myndi gera út af við hina prentuðu bók. Þessi nýjung tók hluta af markaðnum – en kannski styrkti hún líka að vissu leyti prentverkið í sessi. Ég þori ekki að spá um þróunina, en trúi því að hvað sem verði skap- ist ný tækifæri. Nú hljóta vandaðir sjónvarpsþættir til dæmis að vera miklir keppinautar bókarinnar um tíma fólks – en eru þeir bestu ekki byggðir á góðum bókum?“ Guðrún segir stjórnvöld þurfa skýra menn- ingarstefnu. „Ég lærði í Frakklandi fyrir 20 árum. Frakkar eru með skýra og ákveðna menningarstefnu „til varnar franskri tungu“. Frakkar eru 67 millj- ónir og finnst aðkallandi að verja tungu sína gagnvart ensku. Við erum 330.000, erum stolt af íslenskunni og köllum okkur bókaþjóð – en hvar er menningarstefnan? Eitt verður ekki af íslenskum stjórnvöldum tekið, og það eru lista- mannalaunin. Þau styð ég heils- hugar, þar er ákveðin stefna í gangi, sem virkar. Ég óska eftir skýrri stefnu varðandi bókaútgáfu. Einföld og skýr viljayfirlýsing væri að afnema skatt af bókum. Veita bókasöfnum fjármagn svo þau geti keypt bækur – það er gott fyrir útgáfuna og höfunda og lesendur. Eða veita bókaútgáfu skattaafslátt af framleiðslu, eins og kvikmynda- og tónlistargeirunum. Veistu ekki hvar þú átt að byrja í lestri? Starfsmenn Bókasafns Kópavogs veittu álit og ráð er snúa að lestri. Íslenskar og erlendar skáldsögur – mjög eftirsóttar síðastliðna 12 mánuði l Litla bakaríið við Strandgötu – Jenny Colgan l Næturgalinn – Kristin Hannah l Napólí-sög- urnar – Elena Ferrante l Baltimore- fjölskyldan – Joël Dicker l Dalalíf – Guðrún frá Lundi Íslenskar ævisögur – mjög eftir- sóttar síðastliðna 12 mánuði l Elly: ævisaga Ellyar Vilhjálms – Margrét Blöndal l Elsku Drauma mín: minn- ingabók Sigríðar Halldórsdóttur – Vigdís Grímsdóttir l Heiða: fjall- dalabóndinn – Steinunn Sigurðar- dóttir l Konan í dalnum og dæturnar sjö: saga Moníku Helgadóttur á Merkigili – Guðmundur Gíslason Hagalín l Tvísaga: móðir, dóttir, feður – Ásdís Halla Braga- dóttir Vinsælir rithöfundar sem stoppa lítið í hillunum l Auður Ava Ólafsdóttir l Guðrún frá Lundi l Jónína Leósdóttir l Ragnar Jónasson l Tryggvi Emilsson Katrín Jakobsdóttir lestrarhestur og formaður VG. FRéttAbLAðið/ERniR Samdráttur á liðnum níu til tíu árum er rúmlega 30 próSent. Það Segir Sig Sjálft að fyrir hvaða grein Sem er Þá myndi Slíkur Samdráttur teljaSt til hrunS. Egill Örn Jóhannsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda ↣ 2 6 . á g ú s t 2 0 1 7 L A U g A R D A g U R32 H e L g i n ∙ F R É t t A B L A ð i ð 2 6 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 1 2 0 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 9 3 -F 9 7 8 1 D 9 3 -F 8 3 C 1 D 9 3 -F 7 0 0 1 D 9 3 -F 5 C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 2 0 s _ 2 5 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.