Fréttablaðið - 26.08.2017, Page 94
2 6 . á g ú s t 2 0 1 7 L A U g A R D A g U R42 t í m A m ó t ∙ F R É t t A B L A ð i ð
tímamót
H ið íslenzka reðasafn fagnar tuttugu ára afmæli sínu í dag með hátíðarhöldum í hús-næði safnsins. Safnið var formlega stofnað
þann 23. ágúst 1997 af Sigurði Hjartar-
syni. Hann verður heiðraður af þessu til-
efni í kvöld en sonur hans, Hjörtur Gísli
Sigurðsson, tók við rekstri árið 2011.
Einnig verður af tilefninu gefin út
bókin Mythical Members, tekin saman
af Þórði Ólafi Þórðarsyni aðstoðarreða-
safnstjóra, sem fjallar um þær kynja-
skepnur sem eiga fulltrúa í þjóðfræði-
deild safnsins.
Safnið var opnað á Laugavegi 24 árið
1997, en fluttist svo á Húsavík 2004 og
var þar til 2011, og flutti svo á Hverfis-
götu þar sem áformað er að hafa það um
ókominn tíma. „Þetta eru 99,5 prósent
erlendir ferðamenn eins og staðan er
eftir sumarið,“ segir Hjörtur.
„Þegar pabbi var með þetta fyrir norð-
an skiptist til helminga að Íslendingar
og erlendir ferðamenn kæmu. Það er
bara eins og Íslendingar skoði ekki söfn
nema þeir séu í fríi og helst einhvers
staðar annars staðar en heima hjá sér,“
segir Hjörtur.
„Við fáum aðalleg skólahópa og
óvissuferðir, það er aðallega þannig
sem Íslendingar koma til okkar,“ segir
Hjörtur.
Að sögn Hjartar er misjafnt á hverju
gestir hafa mestan áhuga innan safnsins.
Þó standi nokkrir limir upp úr. „Stærsti
limurinn er af búrhval og er ansi stór,
mannhæðarhár og 70 kíló og hann vekur
mikla athygli, og svo er það mannslim-
urinn. Við fengum hann í febrúar 2011.
Við þurftum að bíða eftir honum í mörg
ár þótt gefandinn hafi verið háaldraður
þegar hann gaf loforðið um lim sinn.“
Hjörtur segir að reksturinn gangi vel.
„Þetta helst í hendur við fjölgun erlendra
ferðamanna má segja. Eftir því sem þeim
fjölgar því meira höfum við fengið. Við
fáum mjög mikla athygli. Við erum
stanslaust að fá blaðagreinar og sjón-
varps- og útvarpsviðtöl erlendis. Við
erum mjög vel kynnt í útlöndum.“
„Þar sem þetta er reðurstofa Íslands
líka, fræðasetur, þá erum við að gefa út
bók í tilefni dagsins sem er tileinkuð
gamla manninum sem fjallar um þjóð-
fræðideildina okkar sem útlending-
unum finnst mjög merkileg líka; typpin
á þessum kynjaverum sem við eigum en
enginn annar,“ segir Hjörtur.
Í dag starfa fimm manns hjá reða-
safninu og hefur fjölgað mikið frá því að
Sigurður stóð vaktina einn fyrir tuttugu
árum.
saeunn@frettabladid.is
Búrhvalstyppið stendur
upp úr meðal safngripa
Hið íslenzka reðasafn varð tuttugu ára í vikunni. Safnið er alltaf jafn vinsælt, sérstaklega
meðal útlendinga. Limurinn af búrhval og mannslimurinn vekja einna mestu athygli.
Sigurður Hjartarson stofnaði safnið en sonur hans, Hjörtur Gísli, tók við árið 2011.
Hjörtur Gísli Sigurðsson tók við rekstri safnsins árið 2011. Hann segir búrhvalsliminn
einn þann vinsælasta. Fréttablaðið/anton brink
Við fáum mjög mikla
athygli. Við erum
stanslaust að fá blaðagreinar og
sjónvarps- og útvarpsviðtöl
erlendis. Við erum mjög vel
kynnt erlendis.
Hjörtur Gísli Sigurðsson, safnstjóri
Hins íslenzka reðasafns
1896 Suðurlandsskjálfti hinn fyrri. Fjöldi bæja í Rangár-
vallasýslu hrynur til grunna.
1929 Vélbáturinn Gotta kemur til Reykjavíkur með fimm
sauðnautskálfa frá Grænlandi.
1967 Bítlarnir, Mick Jagger og Marianne Faithfull fara
saman á fund Maharishi Mahesh yoga.
1979 Átta alda afmælis Snorra Sturlusonar minnst með
Snorrahátíð í Reykholti.
1991 Ísland tekur formlega upp stjórnmálasamband við
Eistland, Lettland og Litháen.
Merkisatburðir
Elskulegur faðir minn, afi, sonur,
bróðir, mágur og frændi,
Jóhann Halldórs
lést í Houston, Texas, þriðjudaginn
15. ágúst. Útförin fer fram í kyrrþey
að ósk hins látna.
Berglaug Dís Jóhannsdóttir Sigfús Halldórs
Victoria Anna Berglaugardóttir Helgi Halldórs
Halldór Halldórs Hallmar Halldórs
Sigríður Jóhannsdóttir
og fjölskyldur.
Bróðir okkar og mágur,
Gunnar Jens Þorsteinsson
Sambýlinu Siglufirði, áður til
heimilis að Norðurgötu 9,
er látinn. Útförin fer fram frá
Siglufjarðarkirkju laugardaginn
2. september kl. 15.
Páll Þorsteinsson Ragna Pálsdóttir
Kristín Björg Þorsteinsdóttir Gunnlaugur Þór Pálsson
Hannes Þorsteinsson Sigrún Harðardóttir
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
Sigrún Björnsdóttir
Skálateigi 5, Akureyri,
lést á dvalarheimilinu Hlíð þann
21. ágúst. Útförin fer fram frá Akureyrar-
kirkju föstudaginn 1. september kl. 13.30.
Valgeir Þór Stefánsson
Arnar Valgeirsson Elena Zaytseva
Ingvar Valgeirsson Helga Olsen
Viðar Valgeirsson Ragna Björg Ársælsdóttir
og barnabörn.
Okkar ástkæri eiginmaður, faðir,
tengdafaðir, afi, langafi og
langalangafi,
Ásbjörn Guðmundsson
pípulagningarmeistari,
Herjólfsgötu 40, Hafnarfirði,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þann 21. ágúst
síðastliðinn. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
fimmtudaginn 31. ágúst kl. 13.00. Innilegar þakkir til
starfsfólks Hrafnistu fyrir góða umönnun og hlýju.
Guðrún Sigurðardóttir
Sigurður Valur Ásbjarnarson Hulda Stefánsdóttir
Guðmundur Ásbjörn Ásbjörnsson Svanhildur Benediktsdóttir
Guðrún Guðmundsdóttir
Páll Hannesson
barnabörn, langafabörn og langalangafabörn.
Innilegar þakkir til allra sem
sýndu vináttu og hlýju vegna
andláts og útfarar
Elíasar Ólafs
Guðmundssonar
fyrrverandi eiganda Nylonhúðunar.
Sérstakar þakkir til starfsfólks B-2,
taugalækningadeildar Landspítalans fyrir góða umönnun.
Bryndís Guðmundsdóttir
Sesselja Svansdóttir
Kristín Svansdóttir
Tryggvi Svansson
og frændfólk.
Ástkær eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir og amma,
Agnes Guðnadóttir
Skálatúni 10, Akureyri,
lést á heimili sínu umvafin fjölskyldu
sinni 22. ágúst síðastliðinn. Útförin fer
fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn
4. september kl. 13.30.
Konráð Alfreðsson
Guðni Konráðsson Linda Ólafsdóttir
Lára Steina Konráðsdóttir Friðjón Sigurðsson
Valdís Konráðsdóttir Ellert Jón Þórarinsson
og barnabörn.
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Hinsti vilji
Hver er vilji þinn varðandi skipulag og fyrirkomu-
lag útfarar, þ.e. hinsti vilji. Við bjóðum þér til
samtals um það sem er þér mikilvægast við
lífslok þín. Viljayfirlýsing þín verður eftirlifendum
mikilvægt leiðarljós. Samtalið og varðveisla
upplýsinga er þér að kostnaðarlausu.
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Elín Sigrún Jónsdóttir,
lögfræðingur
Útfararstofa kirkjugarðanna
Útfarar- og lögfræðiþjónusta
2
6
-0
8
-2
0
1
7
0
4
:2
2
F
B
1
2
0
s
_
P
0
9
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
9
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
9
4
-2
5
E
8
1
D
9
4
-2
4
A
C
1
D
9
4
-2
3
7
0
1
D
9
4
-2
2
3
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
1
2
0
s
_
2
5
_
8
_
2
0
1
7
C
M
Y
K