Fréttablaðið - 26.08.2017, Blaðsíða 114

Fréttablaðið - 26.08.2017, Blaðsíða 114
Það hefur varla farið fram hjá neinum að verslun H&M verður opnuð í Smáralindinni í dag, laugardag, eftir langa bið og mikla eftirvænt- ingu. Af því tilefni er Ann-Sofie Johansson, listrænn stjórnandi hjá H&M, stödd hér á landi. Hún hefur starfað fyrir fyrirtækið í þrjá ára- tugi og hefur orðið vitni að miklum breytingum innan fyrirtækisins og tískubransans á þeim tíma. „Ég hef unnið hjá fyrirtækinu í 30 ár á þessu ári þannig að það er aldeilis langur tími. Ég byrjaði sem sölukona í einni H&M-búðinni í Stokkhólmi en hafði það að mark- miði að verða hönnuður hjá H&M,“ segir Ann-Sofie sem hefur sinnt ýmsum störfum hjá H&M síðan hún byrjaði hjá fyrirtækinu. Í dag er hún listrænn stjórnandi og talsmaður, sem þýðir að hún hefur yfirsýn yfir alla hönnun H&M og stýrir því samstarfi sem H&M fer í með tísku- húsum svo dæmi séu tekin. Ann-Sofie býr yfir mikilli reynslu enda hefur hún unnið sig smátt og smátt upp innan fyrirtækisins. „Hugmyndin var alltaf að verða hönnuður en mér fannst góð hug- mynd að byrja sem sölukona í H&M til að fá innsýn í fyrirtækið. Sam- hliða vinnunni tók ég kvöldnám- skeið í hönnun, sníðagerð og fata- saumi. Svo setti ég saman ferilskrá sem ég sýndi þáverandi yfirhönn- uði H&M, þannig fékk ég starf sem aðstoðarhönnuður hjá H&M,“ rifjar Ann Sofie upp. Aðspurð hvernig tilfinning fylgi því að hafa náð markmiði sínu og rúmlega það segir hún: „Ég elska það. Ég elska enn þá vinnuna mína vegna þess að ég elska tísku. Ég elskaði vinnuna mína í upphafi og ég elska hana enn þann dag í dag,“ útskýrir Ann-Sofie sem segir góðan anda ríkja innan fyrirtækisins. Hún segir stemninguna minna á þá sem ríkir gjarnan innan minni fyrirtækja. „Hér vinnum við mikið í teymum og það er mikið lagt upp úr samvinnu. Þó að við séum stórt fyrirtæki þá líður manni smá eins og þetta sé lítill vinnustaður,“ segir Ann-Sofie. „En ég held að ást mín á tísku og sú staðreynd að ég fæ að vinna með svo mörgum áhugaverðum einstakl- ingum sem búa yfir mikilli þekk- ingu geri það að verkum að það er alltaf gaman í vinnunni. Og maður hættir aldrei að læra því maður veit raunverulega aldrei hvað er fram undan. Auðvitað hefur maður ein- hverja „gut feeling“ sem byggir á þekkingu og reynslu en maður veit aldrei fyrir víst hvað verður næst í tísku og það er svo spennandi. Það heldur manni ungum og for- vitnum.“ Fólk vill gjarnan vita hvaðan fötin koma Ann-Sofie hefur orðið vitni að miklum breytingum síðan hún hóf störf hjá H&M á sínum tíma. „Þegar ég byrjaði voru um það bil tíu hönnuðir að vinna hjá H&M og við vorum með verslanir í sex eða sjö löndum. En það er langt síðan, núna vinna um 300 hönnuðir hjá H&M. Margt hefur breyst síðan þá.“ En hvernig sér hún framtíðina fyrir sér, til dæmis árið 2050? „Þetta er erfið spurning,“ segir Ann-Sofie eftir smá umhugsun. „Eins og við vitum flest gegna netverslanir sífellt stærra hlutverki og ég held að hlut- verk þeirra eigi eftir að stækka enn meira með tímanum. Ég held samt að búðir verði áfram til staðar, þær hverfa ekki algjörlega. En þær verða kannski öðruvísi og þjóna mögu- lega breyttu hlutverki,“ spáir Ann- Sofie. „En það sem ég veit ég fyrir víst er að H&M verður sjálfbærara í fram- tíðinni. Við höfum sett okkur skýr markmið þegar kemur að sjálfbærni og ef við lítum bara til ársins 2030 sem dæmi þá ættum við aðeins að nota efni sem eru unnin á sjálf- bæran hátt. Það er erfitt mark- mið en við erum staðráðin í að ná því,“ segir Ann-Sofie. Hún tekur bómullarflíkur sem dæmi, en H&M hefur það að markmiði að árið 2020 verði öll bómull sem þau nota annaðhvort lífræn, endurunnin eða framleidd undir nýjum og ströngum skilyrðum. Spurð út í hvort hún verði vör við að almenningur sé farinn að hugsa meira um umhverfisvernd þegar kemur að tísku svarar Ann-Sofie játandi. „Klárlega. Fólk vill vita hvaðan hlutirnir koma og hvernig þeir verða til. Við verðum að leggja Ann-Sofie gefur H&M-verslun- inni í Smáralind toppeinkunn og vonast til að hún standist væntingar Íslendinga. MYND/OzzO PHOtOgrAPHY Úr höfuðstöðvum H&M. MYND/H&M Listrænn stjórnandi H&M, Ann-Sofie Johans- son, er stödd á Íslandi vegna komu H&M til landsins. Hún hefur áhugaverðar hugmyndir um framtíð tísku og veit fyrir víst að fólk mun aldrei hætta að spá í tískustrauma. okkar af mörkum fyrir jörðina og við hjá H&M viljum vera leiðandi í umhverfisvernd og sjálfbærni í framleiðslu. Við viljum veita öðrum fyrirtækjum innblástur.“ Spurð út í hvort hún finni að H&M, sem stórt fyrirtæki, verði fyrir þrýstingi um að vera umhverfis- vænt segir hún: „Já, og við setjum sjálf pressu á okkur. Við höfum mikla ábyrgð og fáum þess vegna stórt hlutverk til að virkilega breyta hlutunum. Við getum verið leiðandi í þessum málum.“ „En það er erfitt að spá fyrir um framtíðina en það sem ég veit fyrir víst er að fólk mun áfram vilja klæða sig upp á og pæla í tísku. Það mun aldrei breytast,“ bætir hún við um framtíðarpælingar sínar. tískubransinn orðinn skemmtilegri Það er augljóst að Ann-Sofie elskar vinnuna sína en þegar hún er spurð út í hver sé stærsta áskorunin sem fylgir starfi hennar segir hún: „Að finna réttu tískuna, finna út hvað fólk vill kaupa og hverju það vill klæðast, þetta er stærsta áskorunin sem við stöndum frammi fyrir á hverjum degi. Við viljum skapa flotta tísku, góð gæði og gott verð. Þetta snýst allt um að hlusta á kúnn- ann og reyna að finna út hvað hann vill. Án viðskiptavinanna værum við ekki hér,“ segir Ann-Sofie. Hún tekur fram að hönnuður H&M þurfi ekki aðeins að bregðast við þörfum viðskiptavinanna heldur einnig óskum þeirra. Hún tekur sem dæmi að viðskiptavinurinn á að geta keypt sér sokkapar í H&M en líka skrautlegan kjól sem passar inn í nýjustu tískustrauma. „Við viljum geta boðið upp á bæði undirstöðu- flíkur en líka nýjustu tískustraum- ana.“ Ann-Sofie segir tískubransann hafa orðið skemmtilegri á undan- förnum árum. Í dag geti hver sem er tollað í tískunni. „Iðnaðurinn er allt- af að breytast og það er svo margt í tísku í dag. Það er til dæmis erfitt að segja að eitthvað sé alls ekki í tísku, nær ómögulegt. Það þykir mér gera tískubransann skemmtilegan. Þegar ég byrjaði í þessu þá var eigin- lega bara eitthvað eitt í tísku hverju sinni. En í dag er þetta allt öðruvísi þannig að ég myndi segja að tískan sé orðin skemmtilegri. Í dag er svo auðvelt að tjá sig með klæðaburði enda spáir fólk líka meira í tísku nú til dags,“ útskýrir Ann-Sofie. „Loksins erum við komin“ Eins og kunnugt er hafa Íslendingar beðið með eftirvæntingu eftir komu H&M til landsins. Spurð út í hvort hún hafi orðið vör við eftirspurnina hlær Ann-Sofie og segir: „Já, ég hef heyrt af þessu. Það var kominn tími til að við kæmum til Íslands. Ég veit til þess að það eru til ótal Facebook- síður þar sem fólk óskar eftir að fá H&M-búð til síns lands, ég veit ekki hvort Íslendingar hafa verið með slíka síðu. Og ég meina, það er auð- vitað gaman að finna að fólk kann að meta það sem við gerum. Þetta snýst bara allt um að finna rétta staðsetningu á réttum tíma og svo framvegis. En manni finnst hálf- partinn eins og við hefðum átt að vera löngu komin til Íslands,“ segir hún og hlær. „Loksins erum við komin og það verður spennandi að sjá hvernig okkur verður tekið. Þetta er frábær búð, ein af þeim bestu sem ég hef séð reyndar,“ segir hún um verslun- ina í Smáralind. „Hún er svo björt og opin og hér er góður andi.“ Þegar blaðamaður kemur á fund Ann-Sofie, tæpum sólarhring fyrir opnun, hefur ein manneskja stillt sér upp fyrir utan búðina til að mæta á opnunina. „Það er stórkost- legt, ég vona bara að við stöndumst væntingar,“ segir Ann-Sofie og skell- ir upp úr. „Maður veit svo sem aldr- ei hver viðbrögðin verða og maður verður alltaf að vera auðmjúkur.“ manni finnst hálfpartinn eins og við hefðum átt að vera löngu komin til Íslands. Fólk mun alltaf vilja klæða sig upp á iðnaðurinn er alltaf að breytast og það er svo margt Í tÍsku Í dag. það er til dæmis erfitt að segja að eitthvað sé alls ekki Í tÍsku, nær ómögulegt. Guðný Hrönn gudnyhronn@365.is 2 6 . á g ú s t 2 0 1 7 L A U g A R D A g U R62 L í f i ð ∙ f R É t t A B L A ð i ð Lífið 2 6 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 1 2 0 s _ P 1 1 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 9 4 -2 A D 8 1 D 9 4 -2 9 9 C 1 D 9 4 -2 8 6 0 1 D 9 4 -2 7 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 2 0 s _ 2 5 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.