Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2017, Side 8
Helgarblað 20.–23. janúar 20178 Fréttir
Glæsibær · Sími: 571 0977 · Opið 10-18 · www.deluxe.is
Fjölbreyttar vörur og úrval meðferða
Andlitsbað með lúxusmaska eftir húðgerð hvers og eins, þar sem leitast er eftir því að ná fram því besta
fyrir húðina þína með hágæða vörum. Frábær slökun og vellíðan.
Leigubílstjórinn Kristján Magnússon varð fyrir hrottalegri líkamsárás
É
g er að sjálfsögðu hvekkt-
ur eftir þetta atvik. Ég er
hins vegar bæði þrjóskur og
ákveðinn og ætla ekki að láta
þetta stöðva mig,“ segir Krist-
ján Magnússon leigubílstjóri í sam-
tali við DV. Kristján varð fyrir hrotta-
legri líkamsárás síðastliðna helgi
sem olli því að hann rifbeinsbrotn-
aði, hlaut heilahristing og tognaði
á hálsi og baki. Hans upplifun er sú
að slík atvik séu að færast í vöxt og
að þeir sem eru eldri og reyndari í
faginu veigri sér við því að keyra um
helgar. Kristján hefur lagt fram kæru
vegna árásarinnar.
Vildi borga ferðina í blíðu
Kristján byrjaði að keyra leigubíl í
afleysingum fyrir tæpum tveimur
mánuðum og er því í raun nýbyrj-
aður í faginu. Hann var á ferð rétt fyrir
miðnætti síðastliðinn föstudag þegar
hann fékk boð um að ná í farþega í
Hafnarfjörð. Um karlmann á miðj-
um aldri var að ræða og var förinni
heitið að ótilgreindu húsi í Kópavogi.
„Hann byrjaði á því að bjóða mér inn
og vildi ólmur borga ferðina í blíðu.
Ég afþakkaði það og benti honum á
að ég vildi fá greitt með korti. Hann
dró upp tvö kort en ég taldi augljóst
að hann væri vísvitandi að stimpla
inn rangt PIN-númer,“ segir Kristján.
Hann leit þá örstutt af manninum til
þess að setja posann á mælaborðið.
Vankaðist við árásina
Maðurinn réðst þá umsvifalaust til
atlögu við Kristján sem vissi ekki
hvaðan á hann stóð veðrið. „Hann
lét olnbogaskotunum rigna yfir mig
og ég reyndi eftir fremsta megni að
verja mig,“ segir Kristján. Hann telur
sig hafa vankast eitthvað við árásina
því næst man hann eftir sér með
bakið klesst upp að hurðinni bíl-
stjóramegin og með árásarmann-
inn ofan á sér. „Hann þrýsti olnbog-
anum í bringuna á mér og spyrnti
fótunum í farþegahurðina. Þannig
lagði hann allan þungann á mig og
ég heyrði rifbeinin í mér brotna,“
segir Kristján.
Rifjaði upp gamla
bardagalistartakta
Við sársaukann kviknaði á sjálfs-
bjargarviðleitninni. „Ég æfði brasil-
ísku bardagalistina jiu jitsu um skeið
og kann því nokkur tök. Ég náði því
að krækja löppunum í manninn og
notaði svo hendurnar til þess að
snúa honum við þannig að ég var
kominn með hann í fangið,“ segir
Kristján. Hann tók því næst vinstri
hönd mannsins og dró hana upp yfir
hægri öxl og bað hann um að hætta
allri mótspyrnu. „Hann var ekki á
þeim buxunum og því togaði ég í
höndina á honum þar til hann lof-
aði að hætta,“ segir Kristján. Hann
hafi því næst tilkynnt manninum
að hann ætlaði að hringja í lögreglu
og að hann ætti að hafa sig hægan.
Kristján náði sambandi við lög-
reglu en þá byrjaði árásarmaðurinn
að hrópa á hjálp eins og hann væri
sjálfur fórnarlambið. „Ég lagði á og
þá fór maðurinn að gráta og biðj-
ast afsökunar á hegðun sinni. Stuttu
seinna byrjaði hann samt að berj-
ast aftur um á hæl og hnakka,“ seg-
ir Kristján.
Meirihluti viðskipta-
vina yndislegt fólk
Lögreglan kom loks á vettvang og
leiddi manninn í burtu. Kristján
telur að slagsmálin hafi varað í að
minnsta kosti fimmtán mínútur. „Ég
fór því næst upp á spítala til þess að
láta líta á mig og þeir staðfesta rif-
beinsbrotið. Síðan fer ég heim og
reyni að hvílast,“ segir Kristján Hann
náði að sofa í tæpa tvo tíma en vakn-
aði þá með dúndrandi höfuðverk,
var flökurt og svimaði. „Konunni
minni leist ekki á blikuna og hún
ákvað að keyra mig upp á spítala.
Á leiðinni þangað var ég farinn að
rugla út í eitt,“ segir Kristján.
Á spítalanum var hann greindur
með heilahristing og tognun í hálsi
og baki. „Þetta var slæm reynsla en
ég mun jafna mig og halda ótrauður
áfram. Yfirgnæfandi meirihluti við-
skiptavina minna eru yndislegt fólk
og ég ætla ekki að láta örfáa svarta
sauði skemma fyrir,“ segir Kristján,
sem hefur, sem áður sagði, kært
árásina. n
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
„Ég heyrði rifbeinin brotna“
„Hann var
ekki á
þeim buxunum
og því togaði
ég í höndina á
honum þar til
hann emjaði
af sársauka og
lofaði að hætta
Kristján Magnússon
Kristján er óðum að jafna
sig eftir árásina. Hannhlaut
heilahristing, brotin rifbein
og tognun í hálsi og baki.