Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2017, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2017, Qupperneq 12
Helgarblað 20.–23. janúar 201712 Fréttir Leiðandi á leiksvæðum • Sími 565-1048 jh@johannhelgi.is • www.johannhelgi.is Gúmmí- hellur Jóhann Helgi & Co ehf, „Stofnað 1990“ Sími 565 1048 - 820 8096 jh@johannhelgi.is – www.johannhelgi.is Útileiktæki: Rólur, vegasölt, gormatæki, rennibrautir, leikkastalar ofl. Frá viðurkenndum framleiðendum eins og Lappset, Wicksteed, Stilum, Dynamo, Huck ofl. Járnrimlagirðingar fyrir skóla- og leikskólalóðir, íþróttavelli, fjölbýlishús og einkalóðir. Þýsk gæði frá Legi. Hjólabrettapallar frá Rhino Ramps í Belgíu, komnir upp víða um land við frábærar undirtektir notenda. Fallvarnarefni: Gúmmíhellur frá Þýskalandi og gúmmímottur á gras, þar sem grasið vex upp í gegn um motturnar og motturnar hlífa grasinu og virka sem fallvörn. Leikföng, húsgögn og búnaður fyrir leikskóla frá stærsta dreifingaraðila Danmörku, Lekolar (áður Rabo - Brio). Mörk og körfur, útiþrektæki og ýmsar gerðir af sparkvöllum frá viðurkenndum framleiðendum eins og t.d. Sure Shot, Lappset, Wicksteed og Saysu. Bekkir, ruslafötur, stubbahús, skýli, reiðhjólagrindur, trjágrindur, pollar, ljósastaurar, blómaker ofl. frá GH Form, Vekso, Nifo, Orsogril Vestre o.fl. Bændur og hestamenn: Nótuð plastborð, fjárhúsgólf, búgarðagirðingar (Dallas), gerði og girðingarstaurar. úr plasti, básamottur og fóðurgangamottur. BJóðuM HeiLdarLausnir á LeiksvæðuM. uppsetning, viðHaLd og þJónusta Leitið tiLBoða w w w .jo ha nn he lg i.i s Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009 33 M yn di r f rá F er ða þj ón us tu nn i V at ns ho lti w w w .s ta yi ni ce la nd .is Þ að slær óhug að manni.“ Þetta segir Helgi Gunn- laugsson, afbrotafræðing- ur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, í tengsl- um við hvarf Birnu Brjánsdóttur sem sást síðast í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt 14. janúar síðastliðinn. Helgi segir hörð viðbrögð lands- manna í málinu skiljanleg þar sem við búum í svo litlu samfélagi. Þá tel- ur hann ekki ástæðu til að óttast að mál Birnu sé til marks um nýja tíma í afbrotasögu þjóðarinnar „Það að ung stúlka ein á gangi í sínu daglega lífi í miðborginni hverfi með þessum hætti er eitthvað sem við erum ekki vön í okkar umhverfi sem betur fer. Í framhaldinu birtast myndbandsupptökur sem sýna síð- ustu andartökin sem við vitum af henni í umhverfi sem við öll þekkj- um svo vel. Þær settu málið í sterkara samhengi og enn meiri óhugur fer um okkur öll.“ Vanalegt að fólk sé ölvað á þessum tíma Líkt og aðrir landsmenn hefur Helgi skoðað myndbandsupptökurnar sem sýna Birnu ganga upp Lauga- veginn, þessa örlagaríku nótt, gaum- gæfilega. Honum virðist eins og hún sé á leiðinni heim og ekkert óvenju- legt virðist í raun og veru vera á ferðinni. „Birna lítur út fyrir að vera reikul í spori en það er ekkert nýtt að fólk sé ölvað úti á lífinu um þetta leyti dags um helgar. Það er bara hluti af menningu unga fólksins að fara út að skemmta sér um helgar,“ segir Helgi og bætir við: „Síðan er eins og hún gangi bara út úr myndinni og ekki söguna meir. Þegar þessar upplýsingar bárust tók málið nýja stefnu og varð enn dular- fyllra fyrir vikið.“ Upplifir sig óöruggt í miðbænum Helgi telur að myndbandsupp- tökurnar gefi sterkt til kynna að Birna hafi ekki horfið af sjálfsdáðum. Þá hafi almenning byrjað að gruna að um manndráp hafi verið að ræða eft- ir að skóparið fannst við birgðastöð Atlantsolíu við Hafnarfjarðarhöfn. „Í framhaldinu fara alls konar hugsanir á flug í samfélaginu. Hvað hafi komið fyrir stúlkuna og hvar hún sé niðurkomin.“ Helgi bendir á að mælingar sín- ar síðustu ár, á því hvort almenn- ir borgarar telji sig örugga eina á gangi í miðborginni að kvöld- og næturlagi, hafi sýnt að 70 til 80 pró- sent kvenna telja sig ekki öruggar við þessar aðstæður og gjalda varhug við því að vera einar á ferli í miðborginni á þessum tíma sólarhrings. Í sömu mælingum kemur fram að þriðjung- ur karlmanna telur sig ekki öruggan í miðborg Reykjavíkur að kvöld- og næturlagi. „Að sama skapi er mikill fjöldi fólks sem telur sig öruggan í sínu eig- in umhverfi og yfirleitt erum við ör- ugg hvar sem við erum í okkar sam- félagi.“ Auka öryggi fólks í almannarýmum Þá telur Helgi að myndavélar og myndatökur í almannarými hafi í tengslum við rannsóknina á hvarfi Birnu sýnt gildi sitt. Hann telur að á næstunni verði farið í aðgerðir til að meta hvort endurnýja eigi mynda- vélakerfið í miðborginni og fjölga myndavélum. „Stundum gagnrýna menn myndavélar í almannarými og telja þær brjóta gegn persónufrelsi og friðhelgi einkalífs. En eins og við sjá- um nú þá komu myndavélarnar að góðu gagni. Gögn af þessu tagi geta hjálpað okkur að varpa ljósi á atburði eins og við sjáum í þessu máli.“ Helgi telur ekki ástæðu til að ótt- ast að mál Birnu sé til marks um nýja tíma í afbrotasögu þjóðarinnar. „Ýmis alvarleg ofbeldismál hafa oft komið upp í miðborginni. Til dæmis í kringum síðustu aldamót voru þau býsna mörg. Þó hefur ekki verið mik- ið af þeim undanfarin ár, sem betur fer. Samt er nauðsynlegt fyrir okkur að huga sífellt að því hvernig hægt sé að auka öryggi fólks í almannarým- inu.“ Eðlileg viðbrögð í litlu samfélagi Inntur svara við því hvað honum þyki um viðbrögð þjóðarinnar í þessu hörmulega máli segir Helgi það full- komlega eðlilegt að fólk bregðist svo sterkt við. „Þetta snertir okkur öll. Birna gæti verið systir okkar, dóttir eða frænka. Ísland er svo lítið samfélag og við finnum til samkenndar með henni og nánustu aðstandendum með enn sterkari hætti heldur en gengur og gerist í löndum þar sem fólk býr í fjölmennari samfélögum.“ Leyfir sér að vona það besta Helgi bendir jafnframt á að margir tengi mál af þessu tagi við erlendan veruleika. „Við verðum að gera okk- ur grein fyrir því að allt sem gerist í útlöndum gerist líka hérna. Kannski ekki í jafnmiklum mæli en við erum með öll þau afbrot hérna sem gerast annars staðar í heiminum líka.“ Að lokum segir Helgi: „Ég vona svo heitt og innilega a málið leysist og við séum ekki að f an að Guð- mundar- og Geirfinnsmál yfir okkur sem hefur legið eins og mara á þjóð- inni frá árinu 1974.“ Þá vonast hann til þess að Birna finnist og málið leysist sem allra fyrst. „Á meðan hún er ekki fundin leyfir maður sér að vona það besta.“ n „Snertir okkur öll“ n Afbrotafræðingur segir hvarf Birnu einstaklega óhugnanlegt Kristín Clausen kristin@dv.is „Birna gæti verið systir okkar, dóttir eð frænka. Eðlileg viðbrögð Helgi Gunnlaugsson af- brotafræðingur segir eðlilegt að fólk í litlum samfélögum verði snortið af máli sem þessu. Leiddir frá borði Sak- borningar voru yfirheyrðir aðfaranótt fimmtudags. Hér er lögregla að flytja þá frá Polar Nanoq. Mynd SigtryggUr AriBirna Brjánsdóttir Birnu hefur verið saknað frá því aðfaranótt sunnudags.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.