Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2017, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2017, Qupperneq 13
Helgarblað 20.–23. janúar 2017 Fréttir 13 V ið erum að takast á við illsk- una sem stökk inn í hefð- bundið líf ungrar konu,“ segir sjúkrahúspresturinn Vigfús Bjarni Albertsson. Hann upplifir íslenskan veruleika töluvert óhugnanlegri eftir atburða- rás síðustu daga í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur sem hefur verið saknað frá aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Nýr veruleiki Vigfús segir að okkur Íslendingum finnist að mál af þessu tagi eigi ekki að eiga sér stað í okkar samfélagi. „Þegar svona gerist rennur upp nýr veruleiki fyrir fólki sem hræðir okkur líka. Maður hugsar öðruvísi um sitt samfélag sem er orðið mun alvar- legra en maður gerði sér almenni- lega grein fyrir.“ Þá bendir Vigfús á að áföll af mannavöldum séu þess eðlis að þau koma nærri manni. „Við erum mörg foreldrar, systkini og ekki síst ung- menni sem finnum mikið til með fjölskyldu sem er að takast á við svona mikið áfall.“ Illskan stökk inn í veruleikann Hann segir að öll áföll sem við verð- um vitni að eða höfum lent í áður kalli fram fyrri áföll. Í þessu tilfelli eigi það við þá einstaklinga sem eiga beina reynslu af áföllum af mannavöldum. „Það sem manni finnst gott í þessu hörmulega máli og ég sé svo oft í minni vinnu er að við sem þjóð stöndum saman þegar svona gerist.“ Vigfús segir að aðstæður sem þessar krefjist þess að við tölum um líðan okkar. „Sú tjáning þarf að sjálf- sögðu að taka mið af þeim sem eru þolendur málsins, það eru stúlkan sjálf, foreldrar hennar og nánir að- standendur.“ Hann telur mikilvægt að atburða- rás síðustu daga skapi samtöl inni á heimilum, á vinnustöðum sem og í öðrum hópum þar sem fólk hefur færi á að tjá sínar tilfinningar og skoðanir. Þá segir Vigfús það hættulegt að leggja mat á líferni fólks. „Við erum að tala um illsku sem stekkur inn í veruleikann. Það er svo vont þegar við reynum að útskýra af hverju áfallið átti sér stað. „Við höf- um flest prófað að vera undir áhrif- um, verið á röngum stað á röng- um tíma. Það er hluti af því að vera manneskja.“ Segjum börnun- um sannleikann Að sama skapi ráðleggur Vig- fús foreldrum að segja börnunum sínum satt og rétt frá því sem gerð- ist í tengslum við rannsóknina á hvarfi Birnu. „Við gerum börnunum okkar ekki greiða með því að segja ósatt. Það skapar van- traust gagnvart foreldrum og þeim sem börnin eiga að treysta. Þeim er enginn greiði gerður með því að fá upplýsingar um eitthvað sem á ekki við rök að styðjast. Þau eiga eftir að lesa eða heyra það frá öðrum.“ Vigfús telur mikilvægt að foreldr- ar viðurkenni ótta barnsins, tali við það og hlusti á það sem barnið er að hugsa. „Um leið er mikilvægt að lofa barninu eins mikilli vernd og við get- um lofað í þessu lífi.“ n „Illskan stökk inn í hefðbundið líf ungrar konu“ Vigfús Bjarni Albertsson segir íslenskan veruleika vera orðinn óhugnanlegri Kristín Clausen kristin@dv.is „Við höfum flest prófað að vera undir áhrif- um, verið á röngum stað á röngum tíma Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur. Sími: 562 5900 www.fotomax.is Ömmu og afa bollar í miklu úrvali Fæst í vefverslun og í verslun okkar að Höfðabakka 3 Bláuhúsin v. Faxafen s: 568 1800 s: 588 9988 s: 511 2500 Kringlunni Skólavördustíg 2 Bestir í sjónmælingum Tímapantanir í síma

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.