Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2017, Blaðsíða 23
Helgarblað 20.–23. janúar 2017 Kynningarblað - Bílasölur 3
Splunkunýr bíll á sama
verði og notaður
Sparaðu með Sparibíl
B
ílasalan Sparibíll er aðal-
lega í bílainnflutningi og
hefur síðan árið 2003 boð-
ið viðskiptavinum sínum
upp á töluvert betra verð en
aðrir á nýjum og nýlegum notuð-
um bílum. Eigandi Sparibíls, Vikt-
or Urbancic, er með yfir þrjátíu ára
reynslu í faginu og veit sitthvað um
bílasöluumhverfið hér heima og í
Evrópu.
Ódýrari en internetið
Undanfarið hefur verið nokkur um-
fjöllun um að hægt sé að fá mun
betri kjör á ýmsum vörum með því
að versla þær sjálfur á netinu og
láta senda heim. Þannig getur ver-
ið töluvert ódýrara að versla bíl á
netinu heldur en við bílaumboð-
in hérna heima. „En við skulum
ekki gleyma því að þegar verslað er
á netinu er tekin ákveðin áhætta.
Sú áhætta eykst eftir því sem var-
an er dýrari og því eru ekki allir sem
treysta sér í það að kaupa heila bif-
reið á internetinu. Margt getur vafist
fyrir fólki í sambandi við tryggingar
og skilmála og ekki alltaf víst að slíkt
sé innifalið í verði. Við hjá Sparibíl
bjóðum upp á að sjá um þetta allt
fyrir kúnnann,” segir Viktor. Vikt-
or er mikill reynslubolti í faginu og
því með góð sambönd við ýmsa
bílaheildsala úti í heimi. „Við versl-
um við trausta bílasala í Evrópu
sem bjóða bifreiðar á heildsölu-
verði. Okkur býðst svo enn betra
verð á bílunum þar sem við kaup-
um fleiri bifreiðar en einstaklingur-
inn. Að auki fáum við betri kjör á
flutningi vegna þess að við flytjum
inn meira magn. Síðast en ekki síðst
bjóðum við upp á greiðsluþjónustu
þannig að viðkomandi getur borg-
að bílinn í áföngum. Án þess að það
komi niður á kaupöryggi getum við
svo lagt örlítið á heildsöluverðið, en
náum jafnframt að halda verðinu
niðri fyrir viðskiptavininn. Því get-
ur það í mörgum tilfellum verið
ódýrara að versla við okkur heldur
en að gera það sjálfur á netinu,“ seg-
ir Viktor.
Flytjum inn það sem viðskipta-
vinurinn vill
“Við reynum að eiga á lager það sem
er vinsælast hverju sinni og selst vel.
Núna eigum við til dæmis um fjöru-
tíu bíla á lager. Fólk getur líka komið
til okkar með séróskir um bifreiðar.
Þannig nýtum við sambönd okkar
til þess að flytja inn þá bifreið sem
viðskiptavinurinn óskar sér, en kjör-
in eru auðvitað mismunandi eft-
ir atvikum. Á heimasíðunni okkar
er ennfremur hægt að sjá myndir af
um 350 bílum sem við getum fullyrt
að þú sparir á með því að kaupa hjá
okkur,“ segir Viktor.
Náðum að dekka sendibíla-
markaðinn
„Við höfum verið að sérhæfa okk-
ur í sendibílum og undanfarið höf-
um við verið að selja mjög mik-
ið af þeim, bæði nýjum og líka
nýlegum notuðum. Á tímabili
var nær ómögulegt fyrir iðnaðar-
menn að fá notaða sendibíla þar
sem bílasölurnar áttu þá einfald-
lega ekki. Lítið hafði selst af nýjum
sendibílum árin áður vegna þess
að lítið var að gera í iðnaðarbrans-
anum. Þess vegna var minna um að
menn væru að skipta þeim út. Þar
náðum við hjá Sparibíl að dekka
þann markað þar sem við gátum
flutt inn nýja sendibíla á 700.000 til
milljón króna lægra verði en um-
boðin voru að bjóða,“ segir Viktor.
Splunkunýr og ónotaður bíll
hjá Sparibíl á sama verði og
tveggja ára notaður
Aðspurður hvort Sparibíll taki not-
aða bíla upp í kaup á nýjum bíl þá
segir Viktor að hann geri það í sum-
um tilfellum, en að eðlilega fái menn
yfirleitt lægra verð fyrir bílinn en hjá
öðrum bílasölum, þar sem Sparibíll
bjóði bifreiðar á miklu betra verði en
aðrir. „Í sumum tilfellum hef ég ver-
ið að bjóða nýjan bíl á svipuðu verði
og aðrar bílasölur gefa fyrir til dæm-
is tveggja ára gamlan notaðan bíl af
sömu tegund. Að sjálfsögðu get ég
ekki tekið tveggja ára notaðan bíl í
sléttum skiptum fyrir splunkunýjan,“
segir Viktor.
Sparibíll er nýfluttur í stórglæsilegt
húsnæði í Hátún 6a. Opið er í versl-
uninni alla virka daga frá 12.00-18.00.
Hægt er að hafa samband í síma: 577-
3344. Nánari upplýsingar má nálgast
á vefsíðu Sparibíls, sparibill.is n
Bílasalan Sparibíll Hér er Sparibíll staðsettur.
Sparibíll Nýtt
og glæsilegt hús-
næði að Hátúni 6a.
MyNdir Sigtryggur Ari