Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2017, Qupperneq 26
Helgarblað 20.–23. janúar 20176 Bílasölur - Kynningarblað
Bílabankinn.is, Bílakjarnanum Eirhöfða 1
B
ílabankinn var stofnaður
árið 2005 og er staðsettur í
Bílakjarnanum að Eirhöfða
11. Bílabankinn leggur sig
fram um að veita vandaða
og góða þjónustu allt frá því að bif-
reiðin er skráð inn þar til nýr eigandi
hefur tekið við. „Við vinnum að því
að verða ein af helstu bílasölum á Ís-
landi með því að stunda vönduð og
heiðarleg vinnubrögð. Við erum með
mjög gott útisvæði sem er vaktað með
myndavélum, auk þess sem við erum
með fjölda bifreiða á skrá. Við leitu-
mst eftir að hafa okkar viðskiptavini
sem ánægðasta,“ segir Árni Þór Jóns-
son, löggiltur bifreiðasali og einn af
eigendum Bílabankans.
„Við erum með gott úrval af ódýr-
um bílum og höfum reynt að sinna
þeim hluta markaðarins vel. Við bjóð-
um 100% fjármögnun. Það er bæði
hægt að taka kortalán og fjármögnun
í gegnum Pei.is án greiðslukorts. Pei.
is lánar allt að einni og hálfri milljón
án kreditkorts sem getur komið sér vel
fyrir fólk sem hefur góða greiðslugetu
en litla útborgunargetu. Auk þess er
Bílabankinn í samstarfi við öll helstu
fjármögnunarfyrirtæki sem fjár-
magna bifreiðakaup,“ segir Árni. Bíla-
bankinn er með mjög mikið úrval af
notuðum bílum og verðbilið er stórt.
Aðspurður hvort bílasala hafi far-
ið vaxandi undanfarið segist Árni ekki
hafa greint mikla aukningu í sölu not-
aðra bíla en þetta sé að breytast: „Ég
held að 2017 verði stórt ár í notuðum
bílum. Þetta ræð ég af því sem er að
gerast á markaðinum þar sem margir
hafa verið að endurnýja bílana sína,
bæði einstaklingar og fyrirtæki. Við
erum með mjög gott úrval af nýlegum
bílum og kemur það ekki síst frá bíla-
leigum jafnt sem einstaklingum.“
Árni segir að margir velji þann
kost þegar þeir endurnýja bílinn sinn
að kaupa ársgamlan bíl því afföllin
eru mikil af nýjum bílum. Hann seg-
ir jafnframt að salan nú orðið sé mjög
jöfn allt árið en áður hafi orðið mik-
il aukning yfir sumarið og á haustin.
Nú sé þetta jafnara og það stafi með-
al annars af því mikla úrvali af nýleg-
um bílum sem kemur í sölu frá bíla-
leigum.
Árni tók við rekstri Bílabankans
árið 2014 en hann segir að fyrirtæk-
ið hafi verið í fjölskyldu hans frá ár-
inu 2006 og mestan tímann hafi hann
starfað í fyrirtækinu. „Við erum tveir
sem störfum hérna núna og óhætt er
að segja að það er mikið að gera. Það
vinnur enginn á þessari bílasölu án
þess að hafa brennandi áhuga á bíl-
um.“
Bílabankinn.is er opinn virka daga
frá 10 til 18 og laugardaga frá 12 til 15.
Síminn er 588 0700. Á heimasíðunni
bilabankinn.is eru ítarlegar upplýs-
ingar um starfsemina, úrval bíla á
sölu, fjármögnun, söluþóknanir og
fleira. Einnig getur þú komið á staðinn
og skráð bílinn þinn eða skráð hann á
bilabankinn.is. n
Allt frá ódýrum bílum upp í
nýlega bíla – 100% fjármögnun
MMC Pajero. Árgerð 2013, ekinn 95 þ. km, dísil, sjálfskiptur, 5 gírar.
Verð 5.990.000. TILBOÐ 5.190 Þús.
CHEVROLET Spark. Árgerð 2010, ekinn 76 Þ.KM, bensín, 5 gírar. Verð
890.000. Rnr.231509 Bílabankinn S. 5880700. Tilboð 690 Þús
TOYOTA Land cruiser 150 gx. Árgerð 2016, ekinn 40 Þ.KM, dísel,
sjálfskiptur 6 gírar. Verð 8.390.000. Rnr.260394. TILBOÐ 8.090 ÞÚS
Bílabankinn S. 5880700
CHEVROLET Cruze. Árgerð 2013,
ekinn 91 þ. km., bensín, 5 gírar. Verð
1.690.000. TILBOÐ 1.390 ÞÚS.
HONDA Cr-v i-v-tec 150 hö. Árgerð 2003, ekinn 185 þ. km, bensín, sjálfskiptur 4 gírar. Verð 790.000.
SKODA Superb ambition. Árgerð 2006, ekinn 149 þ. km, bensín, sjálfskiptur 5 gírar. Verð 990.000. TILBOÐ
799 ÞÚS.
Tilboð
Tilboð
Tilboð
Tilboð
Tilboð
Tilboð