Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2017, Síða 39
Helgarblað 20.–23. janúar 2017 Menning 31
Þú færð fallega borð-
búnaðinn og fullt af fíneríi
frá greengate hjá okkur
Austurvegi 21, Selfoss / Sími 482 3211
facebook.com/sjafnarblom
Höfðabakka 3, Reykjavík / Sími 587 2222
facebook.com/litlagardbudin
Liggur alltaf talsvert á hjarta
n Jónína Leósdóttir sendir frá sér nýja glæpasögu n Með aðra bók í smíðum n Jóhanna yfirlesari númer eitt
og svo var ég send á ótal fundi, með-
al annars á stórum vinnustöðum.
Það var nú meiri martröðin! Þótt ég
væri hrifin af hugmyndum Banda-
lags jafnaðarmanna var ég sko ekki
efni í pólitíkus, ég hafði ekki hunds-
vit á efnahagsmálum eða öðru sem
kunna þurfti skil á.
Samt er ég óendanlega þakklát
fyrir að hafa stokkið út í þetta, þvert
á alla skynsemi. Þessi óvænta þátt-
taka mín í stjórnmálum varð nefni-
lega til þess að ég hitti Jóhönnu sem
ég hef átt samleið með upp frá því,
eða í rúm þrjátíu ár. Ég er sannfærð
um að leiðir okkar hefðu aldrei leg-
ið saman ef Vilmundur hefði ekki
lent í vandræðum með framboðs-
listann og fengið mig, konu sem
hann þekkti ekki baun, til liðs við
sig. Við Jóhanna lifðum og hrærðu-
mst í svo ólíkum heimum, hún í
pólitíkinni og ég í bókum. Tilvera
okkar skaraðist bara fyrir þessa til-
viljun og í mjög skamman tíma. Ég
var fljót að snúa til baka úr heimi
stjórnmálanna, það var ekki mín
hilla í lífinu.
En ég var orðin jafnaðarmann-
eskja til frambúðar og jafnvel sjálf-
stæðiskonan, hún mamma, varð
eldheitur stuðningsmaður Jóhönnu
í prófkjörum og þingkosningum í
ellinni. Hún notaði hvert tækifæri
til að hvetja fólk til að kjósa rétt,
reyndi meðal annars að kristna
bílstjóra þegar hún tók leigubíla
í Kringluna og var ekkert feimin
við að upplýsa þá um að Jóhanna
væri sko tengdadóttir sín. Svona
geta hlutirnir breyst. Mamma féllst
aldrei á að kjósa Alþýðuflokkinn
fyrir pabba, sem hún elskaði þó út
af lífinu, en Jóhönnu studdi hún af
miklum krafti.“
Jóhanna yfirlesari númer eitt
Berðu það sem þú skrifar undir Jó-
hönnu eða les hún bækur þínar fyrst
eftir að þær eru komnar á prent?
„Á meðan Jóhanna var í stjórn-
málunum hafði hún ekki tíma til að
lesa handrit yfir fyrir mig. En núna
er hún yfirlesari númer eitt og ég
tek mikið mark á athugasemdum
hennar.“
Ertu með fastar vinnuvenjur,
skrifarðu til dæmis á einhverjum
sérstökum tíma?
„Ég vinn eins mikið og ég kemst
upp með. Vildi helst skrifa allan
daginn, sjö daga vikunnar. En
stundum segir skrokkurinn stopp,
aðallega bakið, og þá neyðist ég
til að taka mér hlé. Oft fer ég út í
Þjóðminjasafn og fæ mér eftirmið-
dagskaffi og vinn síðan í nokkra
tíma í viðbót. Þessi kaffibolli á safn-
inu er sá eini sem ég drekk yfir
daginn. Heima drekk ég bara te og
mér er alls ekki sama hvaða te. Það
verða að vera laus lauf, ekki pokate,
og helst frá Kenía eða Assam á Ind-
landi. Ég get verið pínulítið sérvit-
ur.“
Lestu mikið af glæpasögum, og
ef svo er, hverjir eru þínir eftirlætis
glæpasagnahöfundar?
„Ég las glæpasögur í kílóavís
þegar ég bjó í Bretlandi
og ferðaðist í fjóra tíma
á dag til og frá vinnu.
Þá fór ég í gegnum
allar bækur Agöthu
Christie, Ngaio Marsh
og fleiri höfunda. Það
eru aðeins nokkur ár
síðan ég byrjaði aft-
ur í glæpasögunum af
krafti og núna held ég
sérstaklega upp á bæk-
ur eftir Ann Cleeves,
Sophie Hannah,
Nicci French, Val
McDermid og Louise
Millar.
Ég á mér líka upp-
áhaldshöfunda sem
ekki skrifa um glæpi
og þar er fremst í flokki
bresk kona sem fáir
virðast þekkja. Hún
heitir Mavis Cheek og
skrifar mjög skemmti-
lega um samskipti
fólks, meðal annars í
sætum enskum þorp-
um. Ég mæli eindreg-
ið með henni.“
Áttu þér uppá-
halds spæjara eða
leynilögreglumann?
„Já, hún Vera er í miklu uppá-
haldi – bæði í bókunum eftir Ann
Cleeves og í túlkun Brendu Blethyn
í sjónvarpsþáttunum. Dásamleg
týpa. Sömuleiðis finnst mér löggan
Simon Waterhouse, sem Sophie
Hannah skrifar um, áhugaverð
persóna. Hann á augljóslega að
vera á einhverfurófinu og með ein-
hverjar greiningar en alveg eitur-
snjall að leysa sakamál.“
Að lokum, hver er skoðun þín á
listamannalaunum?
„Listsköpun er mjög mikilvæg
fyrir öll þjóðfélög. Fæstir myndu
væntanlega vilja lifa í menningar-
snauðu samfélagi. En það er erfitt
að lifa af listinni í landi þar sem fáir
búa, ekki síst fyrir rithöfunda sem
skrifa á tungumáli sem örfáir tala,
svona á heimsmælikvarða. Mark-
aðurinn hér er svo smár. En einmitt
þess vegna er enn brýnna að hlúa
að íslenskum bókmenntum."
Sækir þú um listamannalaun?
„Ég byrjaði að sækja um starfs-
laun í kringum 1990, minnir mig,
en það liðu um tveir áratugir þar
til ég fékk loks jákvætt svar. Ég hef
þrisvar fengið starfslaun í þrjá
mánuði en í ár fékk ég í fyrsta sinn
úthlutað starfslaunum í sex mánuði
og er afar þakklát fyrir það.“ n
Jónína
Leósdóttir
„Ég er með
þriðju bókina í
smíðum og við
Edda höfum
ekki enn fengið
leiða hvor á
annarri.“
Mynd Sigtryggur Ari„Á meðan Jó-
hanna var í stjórn-
málunum hafði hún ekki
tíma til að lesa handrit
yfir fyrir mig. En núna er
hún yfirlesari númer eitt
og ég tek mikið mark á
athugasemdum hennar.