Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2017, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2017, Síða 6
Helgarblað 17.–20. febrúar 20176 Fréttir L andsbankinn, sem er í 98,2% eigu íslenska ríkisins, sér allri framkvæmdastjórn sinni fyrir bifreiðum sem teljast til bif­ reiðahlunninda samkvæmt ákvæðum ráðningarsamnings. Laun og hlunnindi framkvæmdastjórnar Landsbankans, sem telur sex fram­ kvæmdastjóra auk bankastjóra, námu 208 milljónum króna á síðasta ári samkvæmt nýbirtum ársreikningi bankans. Þegar rýnt hefur verið í ársreikn­ inga Landsbankans undanfarin ár hefur ávallt verið að finna undir út­ listun á launum og hlunnindum lykil stjórnenda og bankaráðs neðan­ málsklásúlu um að hlunnindi séu „ópeningaleg hlunnindi eins og afnot bifreiða í eigu samstæðunn­ ar.“ DV óskaði því eftir upplýsingum frá bankanum um hversu mörgum lykil stjórnendum bankinn sæi fyr­ ir bifreiðum í þessu samhengi og hvert fyrirkomulagið væri á þeim afnotum. Geta óskað eftir bifreið Samkvæmt svari við fyrirspurn DV sér bankinn áðurnefndum starfsmönnum fyrir bifreiðum í sam­ ræmi við ákvæði í ráðningarsamn­ ingi við viðkomandi starfsmenn. Um er að ræða full og ótakmörkuð um­ ráð starfsmanna á bifreiðunum. „Í ráðningarsamningi er kveðið á um heildarlaun, en þar segir að starfsmenn geti farið fram á að bank­ inn sjái þeim fyrir bifreið. Geri þeir það lækka laun þeirra sem nemur tekjumati ríkisskattstjóra fyrir við­ komandi bifreið. Viðkomandi starfs­ menn greiða hlunnindaskatt sam­ kvæmt tekjumati ríkisskattstjóra.“ Bankinn greiðir rekstrar- kostnaðinn Samkvæmt upplýsingum frá Ríkis­ skattstjóra um það tekjumat skal við ákvörðun á fjárhæð fullra bifreiða­ hlunninda miða við verð bifreiðar og aldur. Bifreið sem keypt er 2014 eða síðar miðast þannig við 28% af upphaflegu kaupverði bifreiðarinn­ ar samkvæmt eignaskrá bankans í þessu tilfelli. Heimilt er að færa verð bifreiðarinnar niður um 10% á ári en mest þannig að viðmiðunarverð til útreikning á bifreiðahlunnindum verði aldrei lægra en 50% af kaup­ verði hennar. Sambærilegt á við um bifreiðar keyptar 2013 eða fyrr. Sam­ kvæmt svari bankans er meðalaldur bifreiðanna sem um ræðir um 6 ár. Samkvæmt svari bankans við fyrirspurn DV annast Landsbank­ inn rekstur bifreiðarinnar en sam­ kvæmt skilgreiningu Ríkisskatt­ stjóra felur rekstrarkostnaður í sér eldsneytiskostnað, smurn­ ingu, þrif og þess háttar. Lykil­ stjórnendurnir sjö fá því allir bíla til fullra og ótakmark­ aðra umráða samkvæmt ráðningarsamningi auk þess sem bankinn greiðir allan rekstrarkostnað vegna þeirra. Þess ber að geta að fyrir­ komulag sem þetta um bifreiða­ hlunnindi lykilstjórnenda er nokkuð algengt hjá stærri fyrirtækjum. Nýr bankastjóri tekur við í næsta mánuði Sem kunnugt er lét Steinþór Pálsson af störfum sem bankastjóri Landsbank­ ans í lok nóvember. Hreiðar Bjarna­ son, framkvæmdastjóri fjármála, tók þá tímabundið við starfinu, en í síð­ asta mánuði var tilkynnt um eftirmann Steinþórs. Lilja Björk Einarsdóttir mun hefja störf 15. mars næstkom­ andi. Auk Lilju Bjarkar og Hreiðars skipa framkvæmdastjórn bankans þau Árni Þór Þorbjörnsson, fram­ kvæmdastjóri fyrirtækja, Helgi Teitur Helgason, framkvæmdastjóri einstak­ linga, Hrefna Ösp Sigurfinnsdóttir, framkvæmdastjóri markaða, Perla Ösp Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri áhættustýringar, og Ragnhildur Geirs­ dóttir, framkvæmdastjóri rekstrar og upplýsingatækni. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is „… starfsmenn geti farið fram á að bankinn sjái þeim fyrir bifreið. Sjö lykilstjórnendur á bílum frá bankanum n Landsbankinn sér sex framkvæmdastjórum og bankastjóra fyrir bifreiðum Lilja Björk Einarsdóttir Tekur við sem bankastjóri Landsbank- ans 15. mars næstkom- andi. Hreiðar Bjarnason Framkvæmdastjóri fjármála og starfandi bankastjóri. MyNdir LaNdSBaNkiNN.iS Árni Þór Þorbjörnsson Framkvæmdastjóri fyrirtækja. Helgi Teitur Helgason Framkvæmdastjóri einstaklinga. Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir Framkvæmdastjóri markaða. Perla Ösp Ásgeirsdóttir Framkvæmdastjóri áhættustýringar. ragnhildur Geirsdóttir Framkvæmdastjóri reksturs og upplýs- ingatækni. Fylgist með okkur á Facebook.com/Lyfsalinn Uppakomur • Leikir • Tilboð Sjálfstætt starfandi apótek í Glæsibæ Okkar markmið er að veita þér og þínum framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf Fylgist með okkur á Facebook.com/Lyfsalinn Uppakomur • Leikir • Tilboð Opnunartími: Virka daga 8.30-18 Laugardaga 10.00-14.00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.