Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2017, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2017, Blaðsíða 48
Helgarblað 17.–20. febrúar 201744 Menning Glæsibær · Sími: 571 0977 · Opið 10-18 · www.deluxe.is Fjölbreyttar vörur og úrval meðferða Andlitsbað með lúxusmaska eftir húðgerð hvers og eins, þar sem leitast er eftir því að ná fram því besta fyrir húðina þína með hágæða vörum. Frábær slökun og vellíðan. Meistaraleg ævisaga F áir höfundar hafa skrifað ævisögur af jafn miklum þrótti og innlifun og austurríski rithöf- undurinn Stefan Zweig. Nokkrar þeirra hafa komið út í íslenskri þýðingu og má þar nefna ævisögur Maríu Stúart og Maríu Antoinette og á síðasta ári kom út ævisaga Erasmusar í þýðingu Sigurjóns Björnssonar. Nýlega kom svo þessi bók, Balzac, sem Sigur- jón þýðir einnig. Ævisaga Balzac var síðasta bók Zweig og þótt hann hafi ekki fyllilega lokið við hana ber hún þess ekki mik- il merki. Á fáeinum stöðum má þó finna endurtekningar og jafnvel mót- sagnir. Bókin er gríðarlega skemmti- leg aflestrar og skiptir þar mestu af- burða stílgáfa höfundar. Zweig heillar lesandann með frásagnargleði sinni og sérlega tilþrifamiklum stíl sem einkennist af flugeldasýningum. Bók- in er sneisafull af afar skemmtileg- um myndrænum lýsingum, eins og þegar Zweig segir um Balzac: „Hann talaði í síbylju og án þess að stansa og slöngvaðist eins og fallbyssukúla inn í hvert samkvæmi.“ Sannarlega hressi- leg lýsing! Eins og iðulega á við í ævisögum Zweig þá er hann afar hrifinn af við- fangsefni sínu og dregur ekki úr lýsing- um. Hann á til að ýkja stórlega, en um leið afar skemmtilega, eins og þegar hann segir viljakraft Balzac hafa verið svo mikinn að hann ekki hafa átt sinn líka eftir að Napóleon var allur. Zweig reynir þó engan veginn að fela hina mörgu galla Balzac, enda veit hann að það eru einmitt gallarnir sem gera okk- ur að manneskjum. Á köflum bregður Zweig sér í hlutverk umvöndunarsams skólastjóra og les yfir hausamótunum á Balzac fyrir að hafa gerst sekur um bókmenntalegan sóðaskap. Á tímabili var Balzac ansi stórtækur og stal sög- um annarra, breytti þeim og eignaði sér. Þetta þykir Zweig vitaskuld ekki vera til eftirbreytni. Balzac átti áhugaverða ævi, var gríðarlega afkastamikill höfund- ur sem lifði fyrir vinnu sína. Hann átti alla tíð í miklu basli í fjármálum, og gat sjaldnast öðrum um kennt en sjálfum sér. Samt lærði hann aldrei af mistökum sínum og fór ætíð úr einni skuldasúpunni í aðra. Í bók sinni dregur Zweig upp heillandi mynd af manni sem var á allan hátt stór í sniðum og ólíkur öll- um öðrum. Skruddu er þakkað fyr- ir útgáfu þessarar bókar. Það er hrein unun að lesa texta Zweig sem Sigur- jón Björnsson þýðir glæsilega. n „Zweig heillar les- andann með frá- sagnargleði sinni og sér- lega tilþrifamiklum stíl sem einkennist af flug- eldasýningum. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Bækur Balzac Höfundur: Stefan Zweig Þýðandi: Sigurjón Björnsson Útgefandi: Skrudda 450 blaðsíður Stefan Zweig Einstakur ævi- sagnahöfundur. Metsölulisti Eymundsson 9.– 15. febrúar 2017 Allar bækur 1 LögganJo Nesbø 2 Eftir að þú fórstJojo Moyes 3 Englar vatnsins Mons Kallentoft 4 Þögult óp Angela Marsons 5 ÖrAuður Ava Ólafsdóttir 6 Átta vikna blóð-sykurkúrinn Michael Mosley 7 Stúlkan sem enginn saknaði Jónína Leósdóttir 8 Tvísaga Ásdís Halla Bragadóttir 9 HeiðaSteinunn Sigurðardóttir 10 Vögguvísurnar okkarÝmsir höfundar Jo Nesbø Sigurjón Björnsson Þýðing hans er glæsileg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.