Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2017, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2017, Blaðsíða 14
Helgarblað 17.–20. febrúar 201714 Fréttir n Nota kjördæmaviku til að hitta kjósendur n Landsbyggðarþingmenn á ferð og flugi E nginn þingfundur hefur verið á Alþingi þessa viku þar eð svokölluð kjördæmavika hefur staðið yfir. Þá er gefið frí frá þingfundum og þing­ menn nýta tíma sinn til að fara út í kjördæmin og hitta kjósendur, sveit­ arstjórnarfólk, halda fundi á stofnun­ um og í fyrirtækjum. Kjördæmavika hefur kannski í huga margra einkum snúist um að þingmenn í hinum stóru lands­ byggðarkjördæmum hafi tækifæri til að fara út og hitta sína kjósendur. Landsbyggðarþingmenn hafa að talsverðu leyti haft samflot í ferð­ um sínum um kjördæmið, þó það sé ekki einhlítt. Venjan er að önnur kjör­ dæmavikan hvern vetur sé nýtt með þeim hætti en í hinni vikunni hafi flokkarnir hver fyrir sig skipulagt sína dagskrá. En þingmenn Reykjavíkur og Suð­ vesturkjördæmis sitja hins vegar ekki auðum höndum í kjördæmaviku. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að vikan hafi verið þétt pökkuð af heimsóknum í stofnanir og fyrirtæki hjá þingmönnum. „Við höfum síðan haldið félagsfundi fyrir okkar flokksmenn í vikunni. Einstak­ ir þingmenn hafa einnig boðið upp á fasta viðtalstíma sem hafa verið vel nýttir.“ Lágstemmt hjá Sjálfstæðisflokknum Birgir Ármannsson, þingflokksfor­ maður Sjálfstæðisflokksins, segir það nokkuð misjafnt hvað þingmenn flokksins á suðvesturhorninu aðhafist í kjördæmaviku. „Að þessu sinni er engin skipulögð dagskrá hjá okkur þingmönnum Reykjavíkur en þing­ menn Kragans hafa hitt sveitarstjórnir í kjördæm­ unum. Þingmenn hafa nýtt tækifærið og unnið við skrifborðin og hitt fólk á fundum sem ekki hefur gefist tími til í önnum hinna daglegu þingstarfa. Í gegnum árin höfum við oft farið í skipulagða dagskrá með heimsóknum í fyrirtæki og stofnanir auk annars. Það er hins vegar allt lágstemmt hjá okkur í þessari kjör­ dæmaviku, um það var tekin ákvörðun þegar að Ólöf Nordal samflokks­ kona okkar féll frá í síð­ ustu viku.“ Hanna Katrín Friðriks­ son, þingflokksformað­ ur Viðreisnar, segir að það hversu stutt sé frá því að þing kom saman hafi kannski talsverð áhrif á hvernig þingmenn Viðreisn­ ar hagi sinni dagskrá í vikunni, en þingmenn flokksins eru allir nýir fyrir utan sjávarútvegs­ og landbún­ aðarráðherrann Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. „Við eigum auðvitað bara tvo landsbyggðarþingmenn. Við þingmenn Reykjavíkur og Suð­ vesturkjördæmis höfum ekki verið með skipulagða dagskrá heldur höf­ um við hvert um sig sinnt ýmsum verkefnum, hitt fólk, farið í stofnanir og fyrirtæki og svo framvegis. Hanna Katrín segir hún hafi varla reynslu til að segja af eða á um gagn­ semi kjördæmaviku. Hún hallist þó að því að hún sé mikilvæg. „Eitt af því sem kom mér á óvart þegar ég settist á þing er hve tími þingmanna er mikið nið­ ur njörvaður í fasta fundi. Annars vegar þingfundi og svo nefndarfundi. Þess vegna held ég að það sé gagnlegt að fá tíma í þess­ um vikum til að sinna baklandinu og kjósendum.“ Píratar bjóða í bíó Ásta Guðrún Helgadóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að þing­ menn flokksins hafi nýtt tímann til að hitta flokks­ menn og kjósendur með skipulagðri dagskrá. „Rús­ ínan í pylsuendanum er svo að við ætlum á laugar­ daginn að bjóða fólki á myndina Democracy í Bíó Paradís, með pallborðsumræðum á eftir.“ Silja Dögg Gunnarsdóttir, vara­ formaður þingflokks Framsóknar­ flokksins, segir að landbyggðarþing­ menn flokksins hafi að talsverðu leyti verið í samfloti með þingmönnum annarra flokka, þó ekki í Norðvestur­ kjördæmi. n „Eitt af því sem kom mér á óvart þegar ég settist á þing er hve tími þingmanna er mikið niður njörvaður Kjördæmavika Þingmenn hafa nýtt liðna viku til að hitta kjósendur, heimsækja stofnanir, fyrirtæki og sveitarstjórnir. Mynd Sigtryggur Ari Freyr rögnvaldsson freyr@dv.is Tími þingmanna niður njörvaður Ásta guðrún Helgadóttir Birgir Ármannsson Okkar kjarnastarfssemi er greiðslumiðlun og innheimta. Hver er þín? 515 7900 | alskil@alskil.is | alskil.is Síðan 2006 VIÐ ERUM ÓDÝRARI EN ÞIG GRUNAR SPRENGJUVERÐ Á LED FLÓÐKÖSTURUM FYRIR VERKTAKA Ludviksson ehf - Ledljós Flatahraun 31 - Hafnarfirði www.ledljós.is LEDLÝSING VINNUKASTARAR 80-90% SPARNAÐUR Gæði - ábyrgð og brautryðjendur í betri verðum ... 20W og upp í 1000w LED kastarar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.