Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2017, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2017, Blaðsíða 46
Helgarblað 17.–20. febrúar 201742 Menning Hættir við leikrit um Hitler Þorleifur Örn er hættur við að setja upp grínleikrit um Adolf Hitler og beinir sjónum sínum að leikhúsinu sjálfu í Álfahöllinni Í haust var tilkynnt að Þorleifur Örn Arnarson myndi setja upp leik- verk í Þjóðleikhúsinu byggt á skáld- sögunni Aftur á kreik eftir Þjóð- verjann Timur Vermes, en sagan segir frá því þegar Adolf Hitler rankar skyndilega við sér í Berlín samtímans. Nú fyrir skemmstu hurfu hins vegar auglýsingar um uppfærsluna af vef leikhússins og þess í stað birtist til- kynning um nýtt verk í leikstjórn Þor- leifs Arnar, Álfahöllin. Verðum að hætta að öskra á hvert annað Í samtali við blaðamann DV útskýrir Þorleifur að hann hafi fundið sig knúinn til að hætta við Aftur á kreik morguninn eftir að Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna. „Þegar fór að líða á kosningabarátt- una í Bandaríkjunum fóru að renna á mig tvær grímur og ég fór að efast um að þetta væri rétt verkið til að vinna með í dag. Kvöldið sem kosningarn- ar fóru fram vakti ég þangað til orðið var ljóst að Trump næði kjöri, þá fór ég inn í herbergi og horfði á fimm ára son minn sofandi í rúminu sínu. Í fyrsta skipti gat ég ekki lengur kallað fram í huganum þá heimsmynd sem honum verður boðið upp á í framtíðinni. Þegar ég vaknaði morguninn eftir vissi ég að ég ætti ekki að gera verk um einræðis- herrann Adolf Hitler,“ segir Þorleifur. „Ef maður myndi ætlaði að gera verk um Hitler í dag kæmist maður ekki hjá því að gera gríðarlega hart pólitískt verk. En samtíminn er orðinn svo upp- fullur af hatri og reiði og við erum orðin svo upptekin af því hvað okkur sjálfum finnst um alla skapaða hluti. Sjálfið er orðið viðmið allra skapaðra hluta og veruleikinn virðist meira að segja vera farinn að gefa eftir. Fólk er fullvisst um að sín huglæga afstaða gagnvart heim- inum sé sannleikurinn. Þá hugsað ég með mér að við yrðum að fara í hina áttina, frekar en að halda áfram að öskra á hvert annað hvað okkur finnist um þetta eða hitt held ég að okkur væri hollara að koma saman og hugsa sameiginlega um hlutina.“ Og var ekkert vandamál að sann- færa Þjóðleikhúsið um að breyta dag- skránni? „Mér til mikillar undrunar var tek- ið gríðarlega vel í þetta, en leikhús verða náttúrlega að treysta þeim lista- mönnum sem þau fá til starfa. Ég sagði þeim að ég væri alveg sannfærður um að þetta væri leiðin sem við þyrftum að fara, þó að ég gæti ekki útskýrt ná- kvæmlega hvert hún lægi. Ég bað þau bara að treysta því að þessi rannsókn væri mikilvæg á þessum tíma. Allt samstarfsfólkið, leikararnir og ekki síst Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri hef- ur stutt mig hundrað prósent, alla leið.“ Síðasti samkomustaðurinn En hvaða verk er þá Álfahöllin sem verður frumsýnt í apríl? „Álfahöllin er tilvitnun í Guðjón Samúelsson arkitekt sem hannaði Þjóðleikhúsið. Þjóðleikhúsið er byggt af einni fátækustu þjóð í Evrópu utan um þá hugmynd að samfélag þurfi samastað til að spegla sjálft sig. Í opn- unarræðunum kemur skýrt fram að menn álitu að án þess geti þjóð ekki talist vera þjóð. Leikhúsið er kannski síðasti samfélagslegi samkomustaður- inn sem við eigum eftir á þessari staf- rænu öld. Tónlist og myndlist getur þú keypt og tekið með þér heim. Bíó getur vissulega verið samfélagslegur atburð- ur en þar ert þú samt ekki að eiga við lifandi manneskjur eins og í leikhús- inu,“ segir Þórleifur. „Ég held að leikhús sé algjört bólu- efni gegn mörgum af hættulegustu til- hneigingum nútímans. Það byggir ekki síst á þessari hugmynd um samkomu- staðinn. En það eitt og sér dugir auð- vitað ekki, þar þarf líka að eiga sér stað einhvers konar skoðun og speglun. Þetta þarf leikhúsfólk að bjóða upp á, bæði á vitsmunalegu en ekki síður skemmtanalegu plani – þannig að ein- hverjir fleiri hafi áhuga á því líka. Þetta er það sem hefur keyrt mig áfram allan minn leikhúsferil. Ekki þannig að þetta sé eitthvað trix sem ég endurtek held- ur eru þetta listrænar heimspekilegar hugmyndir um samfélagið sem ég er stöðugt að reyna að finna farveg í lista- verkunum.“ Þorleifur segir að Álfahöllin muni enn fremur spyrja grundvallarspurn- inga um fegurð og listsköpun og hvernig hún eigi að skilgreina sig í nú- tímanum, en með þetta að markmiði mun hópurinn sökkva sér í íslenska leikhússögu og velta fyrir sér sögu og tilurð Þjóðleikhússins. „Handritið verður til á æfingunum. Í staðinn fyrir að vera með fjóra leik- ara eins og ég ætlaði upphaflega, hafði ég samband við alla leikara Þjóðleik- hússins og bauð þeim að vera með. Þeir koma allir með sitt eigið fram- lag til sýningarinnar, það er til dæm- is einn leikari sem er núna að rann- saka fátækt á Íslandi á dag, annar er að rannsaka sögu íslenskrar leikhús- tónlistar. Þannig erum við að safna í víðtækt „panorama“ hugmynda og rannsóknar efna. Úr þessum fundi ís- lenskrar leikhússögu og nútímalegrar leikhúslegrar rannsóknar á samtíma okkar búum við svo til þetta kvöld sem heitir Álfahöllin.“ Þessa stundina er leikstjórinn að leggja lokahönd á uppsetningu á Hamlet í ríkisleikhúsinu í Hannover í Þýskalandi, en það verður frumsýnt um helgina. Í mars hefst undirbún- ingur fyrir Álfahöllina formlega, en ásamt Þorleifi Erni og leikurum Þjóð- leikhússins munu Jón Atli Jónasson koma að handritsgerðinni, Sunneva Ása Weisshappel gera búninga, Arn- björg María Daníelsen sjá um tón- listina, Börkur Jónsson gera leikmynd, og Gaukur Úlfarsson sjá um mynd- bandshönnun. n Álfahöll Guðjón Samúelsson arkitekt sem hannaði Þjóðleikhúsið lýsti byggingunni sem álfahöll. Mynd HÖrður SVeinSSon Vinsæl skáldsaga Þorleifur Örn ætlaði að setja upp leikrit byggt á hinni vinsælu skáldsögu Aftur á kreik eftir Þjóðverjann Timur Vermes. „Þegar fór að líða á kosningabar- áttuna í Bandaríkjun- um fóru að renna á mig tvær grímur og ég fór að efast um að þetta væri rétta verkið til að vinna með í dag. ekki rétta verkið Daginn eftir að Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna hætti Þorleifur Örn við að setja upp verk um einræðis- herrann Adolf Hitler. Mynd Sigtryggur Ari Kristján guðjónsson kristjan@dv.is Atvinna í boði á einum skemmtilegasta vinnustað landsins Á markaðsdeild DV er í boði starf fyrir góðan og harðduglegan starfsmann. Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að vera skemmtilegur, jákvæður, harðduglegur, samviskusamur, heiðarlegur, ábyrgur, úrlausnamiðaður, hafa áhuga á sölumennsku og markaðsmálum. Laun eru árangurstengd. Góð laun í boði fyrir góðan og duglegan sölumann. Umsóknir sendist á steinn@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.