Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2017, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2017, Blaðsíða 38
Helgarblað 17.–20. febrúar 201734 Skrýtið Sakamál B retinn Robert Clive Napper er elstur barna hjónanna Brians og Pauline Napper, fæddur í Erith í London og ólst upp í Plumstead í suð­ austurhluta London. Hjónaband for­ eldra hans var stormasamt og varð Robert iðulega vitni að því þegar fað­ ir hans lagði hendur á móður hans. Það tók endi þegar Robert var tíu ára er foreldrar hans skildu. Robert og systkin hans, tveir bræður og systir, voru sett í fóstur og fengu sálfræðimeðferð sem í tilfelli Roberts varði í sex ár. Atferlisbreyting í kjölfar misnotkunar Þegar Robert var tólf ára sætti hann misnotkun af hálfu fjölskylduvin­ ar. Sá fjölskylduvinur fékk fyrir vikið fangelsisdóm en Robert var að sjálf­ sögðu litlu bættari við það. Hann hvarf inn í sig, varð snyrtilegur svo jaðraði við áráttu og afskiptalaus. Systkin hans fóru ekki varhluta af breytingum á Robert því hann níddist á þeim auk þess sem hann lá á gægjum þegar færi gafst er systir hans afklæddist. Fetar stigu afbrota Árið 1986 fékk Robert dóm eftir að hafa beitt loftbyssu við óskil­ greint afbrot og fékk síðar reynslu­ lausn. Í október 1989 lét lögreglan undir höfuð leggjast að kanna mál í kjölfar símtals við móður Roberts. Pauline sagði lögreglunni að Robert hefði viðurkennt fyrir henni að hafa nauðgað konu á almenningi í Plum­ stead. Lögreglan hafði ekki fengið vísbendingar um nokkurn slíkan at­ burð og hélt því að sér höndum. Síðar, þegar Robert fékk sinn ann­ an fangelsisdóm, kom í ljós að móð­ ir hans hafði engu logið; konu hafði verið nauðgað fyrir framan börn sín en, og þar lá hundurinn grafinn, þetta hafði átt sér stað í húsi við al­ menninginn í Plumstead, en ekki á almenningnum sem slíkum. Myrðir konu og aðra Víkur nú sögunni til 15. júlí 1992. Daginn þann, á Wimbledon­al­ menningnum, stakk Robert konu að nafni Rachel Nickell 49 sinnum með hnífi, fyrir framan tveggja ára son hennar sem reyndi í örvæntingu að vekja móður sína í kjölfarið. Robert var yfirheyrður af lögreglunni en síð­ an útilokaður sem sökudólgur og ekki kannaður frekar. Hann fékk því svigrúm til að endurtaka leikinn og það gerði hann svikalaust og gott betur í nóvem­ ber 1993. Þá réðst hann á Samönthu Bisset á heimili hennar í Plumstead og stakk hana til dauðs. Að því loknu misþyrmdi hann fjögurra ára dóttur Samönthu, Jazmine Jemimu, kyn­ ferðislega og kæfði síðan. Sagt er að ljósmyndari lög­ reglunnar hafi verið frá vinnu í tvö ár vegna þess sem hann sá á vettvangi ódæðisins. Green Chain-nauðgarinn Robert var sakfelldur fyrir morð á Samönthu og dóttur hennar í október 1995. Þá játaði hann á sig nauðgun og tilraunir til nauðgana en neitaði aðild að morðinu á Rachel Nickell. Talið er líklegt að Robert og „Green Chain­nauðgarinn“ séu einn og sami maðurinn en sá var bendl­ aður við að minnsta kosti 70 hrotta­ legar líkamsárásir í suðausturhluta London yfir fjögurra ára tímabil. Andlega vanheill Tekist hefur að tengja Robert við elstu árásirnar sem eignaðar voru „Green Chain­nauðgaranum“. Í desember 2008 hafði DNA­ rannsóknum fleygt svo fram að unnt var að ákæra Robert fyrir morðið á Rachel Nickell og var hann sakfelld­ ur fyrir manndráp í því máli. Þá var enda ljóst að Robert gekk ekki heill til skógar hvað andlega heilsu áhrærði og hafði verið greindur með geðklofa og Asperger­heilkenni í ofanálag. Hann hefur síðan 1995 verið vistaður á Broadmoore­geðsjúkra­ húsinu. n Green Chain- nauðGarinn n robert var afkastamikill í glæpum sínum n Vistaður á geðsjúkrahúsi Ungur Robert Þegar framtíðin var óskrifað blað. Rachel Nickell Var stungin 49 sinnum. Samantha og Jazmine Lentu í klónum á Robert Napper. Robert Napper Gengur ekki andlega heill til skógar. Glæsibæ • www.sportlif.is PróteinPönnukökur Próteinís Próteinbúðingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.