Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2017, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2017, Side 38
Helgarblað 17.–20. febrúar 201734 Skrýtið Sakamál B retinn Robert Clive Napper er elstur barna hjónanna Brians og Pauline Napper, fæddur í Erith í London og ólst upp í Plumstead í suð­ austurhluta London. Hjónaband for­ eldra hans var stormasamt og varð Robert iðulega vitni að því þegar fað­ ir hans lagði hendur á móður hans. Það tók endi þegar Robert var tíu ára er foreldrar hans skildu. Robert og systkin hans, tveir bræður og systir, voru sett í fóstur og fengu sálfræðimeðferð sem í tilfelli Roberts varði í sex ár. Atferlisbreyting í kjölfar misnotkunar Þegar Robert var tólf ára sætti hann misnotkun af hálfu fjölskylduvin­ ar. Sá fjölskylduvinur fékk fyrir vikið fangelsisdóm en Robert var að sjálf­ sögðu litlu bættari við það. Hann hvarf inn í sig, varð snyrtilegur svo jaðraði við áráttu og afskiptalaus. Systkin hans fóru ekki varhluta af breytingum á Robert því hann níddist á þeim auk þess sem hann lá á gægjum þegar færi gafst er systir hans afklæddist. Fetar stigu afbrota Árið 1986 fékk Robert dóm eftir að hafa beitt loftbyssu við óskil­ greint afbrot og fékk síðar reynslu­ lausn. Í október 1989 lét lögreglan undir höfuð leggjast að kanna mál í kjölfar símtals við móður Roberts. Pauline sagði lögreglunni að Robert hefði viðurkennt fyrir henni að hafa nauðgað konu á almenningi í Plum­ stead. Lögreglan hafði ekki fengið vísbendingar um nokkurn slíkan at­ burð og hélt því að sér höndum. Síðar, þegar Robert fékk sinn ann­ an fangelsisdóm, kom í ljós að móð­ ir hans hafði engu logið; konu hafði verið nauðgað fyrir framan börn sín en, og þar lá hundurinn grafinn, þetta hafði átt sér stað í húsi við al­ menninginn í Plumstead, en ekki á almenningnum sem slíkum. Myrðir konu og aðra Víkur nú sögunni til 15. júlí 1992. Daginn þann, á Wimbledon­al­ menningnum, stakk Robert konu að nafni Rachel Nickell 49 sinnum með hnífi, fyrir framan tveggja ára son hennar sem reyndi í örvæntingu að vekja móður sína í kjölfarið. Robert var yfirheyrður af lögreglunni en síð­ an útilokaður sem sökudólgur og ekki kannaður frekar. Hann fékk því svigrúm til að endurtaka leikinn og það gerði hann svikalaust og gott betur í nóvem­ ber 1993. Þá réðst hann á Samönthu Bisset á heimili hennar í Plumstead og stakk hana til dauðs. Að því loknu misþyrmdi hann fjögurra ára dóttur Samönthu, Jazmine Jemimu, kyn­ ferðislega og kæfði síðan. Sagt er að ljósmyndari lög­ reglunnar hafi verið frá vinnu í tvö ár vegna þess sem hann sá á vettvangi ódæðisins. Green Chain-nauðgarinn Robert var sakfelldur fyrir morð á Samönthu og dóttur hennar í október 1995. Þá játaði hann á sig nauðgun og tilraunir til nauðgana en neitaði aðild að morðinu á Rachel Nickell. Talið er líklegt að Robert og „Green Chain­nauðgarinn“ séu einn og sami maðurinn en sá var bendl­ aður við að minnsta kosti 70 hrotta­ legar líkamsárásir í suðausturhluta London yfir fjögurra ára tímabil. Andlega vanheill Tekist hefur að tengja Robert við elstu árásirnar sem eignaðar voru „Green Chain­nauðgaranum“. Í desember 2008 hafði DNA­ rannsóknum fleygt svo fram að unnt var að ákæra Robert fyrir morðið á Rachel Nickell og var hann sakfelld­ ur fyrir manndráp í því máli. Þá var enda ljóst að Robert gekk ekki heill til skógar hvað andlega heilsu áhrærði og hafði verið greindur með geðklofa og Asperger­heilkenni í ofanálag. Hann hefur síðan 1995 verið vistaður á Broadmoore­geðsjúkra­ húsinu. n Green Chain- nauðGarinn n robert var afkastamikill í glæpum sínum n Vistaður á geðsjúkrahúsi Ungur Robert Þegar framtíðin var óskrifað blað. Rachel Nickell Var stungin 49 sinnum. Samantha og Jazmine Lentu í klónum á Robert Napper. Robert Napper Gengur ekki andlega heill til skógar. Glæsibæ • www.sportlif.is PróteinPönnukökur Próteinís Próteinbúðingur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.