Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2017, Blaðsíða 32
Helgarblað 17.–20. febrúar 201728 Fólk Viðtal
það. Það fyrsta sem ég spurði Anton
að var hvort að hann sæi eitthvað.
Þó svo að hann hafi verið mjög illa
farinn og skaðbrenndur skiptu aug-
un mestu máli á þessum tímapunkti.
Áfallið kom svo þegar hann sagði:
„Nei, ég sé ekkert“.“
Skömmu síðar kom sjúkrabíll
í forgangsakstri frá Selfossi. „Þeir
fleygðu honum upp í bílinn og
brenndu síðan beint í bæinn.
Mamma hans fór með í bílnum en
áður en þau lögðu af stað greip ég í
hann og spurði: sérðu pabba? „Já, ég
sé ljós,“ sagði hann en ég vissi að það
gat ekki verið rétt.“
Haldið sofandi í tvo sólarhringa
Kæli- og verkjameðferðin byrjaði
í sjúkrabílnum og um leið og
komið var á bráðamóttökuna fór
hreinsunarferlið af stað. Í fyrstu
höfðu læknarnir mestar áhyggjur af
því að öndunarfærin hefðu brunnið
en svo var ekki.
Fljótlega eftir komuna á bráða-
móttökuna byrjaði Anton að segja
brandara. Hann sagði að þar sem
hann liti út eins og gaurinn í Dead-
pool þyrfti litli bróðir hans að sjá
hann. „Nú er ég fín forvörn fyrir
hann.“
Gunnar segir að kvöldið og nóttin
hafi, þrátt fyrir létta lund sonarins
þessa fyrstu klukkustund eftir slysið,
einkennst af yfirþyrmandi ótta um
framtíð Antons en á þessum tíma-
punkti var óvíst hvort hann myndi
ná sér að fullu. Morguninn eftir var
Anton svæfður. Honum var haldið
sofandi i öndunarvél í tæpa
tvo sólar hringa á meðan teymi
lækna og hjúkrunarfólks gerði að
sárum hans.
„Hann var aðallega svæfður
til að hlífa honum fyrir sársauk-
anum. Ystu lögin af húðinni
voru fjarlægð og hún hreinsuð
upp. Þá var gerð aðgerð á aug-
anu sem glerbrotið fór í og
fósturfylgjur settar yfir augað
þar sem hornhimnurn-
ar höfðu verið,“ segir
Helga en fyrstu dag-
ana var mjög tvísýnt
um hvort Anton
fengi sjónina aftur.
Langar að
verða flugmaður
Fyrstu vikuna mátti Anton
ekki opna augun nema þegar
augnlæknarnir settu dropa í þau.
Hann segir þessa fyrstu daga vera
í mikilli móðu þar sem hann var
gríðarlega kvalinn þrátt fyrir að vera
á sterkum verkjalyfjum.
„Ég hugsaði stöðugt um það hvort
ég væri orðinn blindur. Ég þorði samt
ekki að spyrja en hafði miklar áhyggj-
ur af því að hugsanlega myndi ég
aldrei fá bílpróf. Mig langar líka að
verða flugmaður og á þessum tíma-
punkti var ég handviss um að það
yrði aldrei. Ég hugsaði mikið um
þetta þegar ég var að reyna að sofna á
kvöldin. Þetta var ömurleg tilfinning.“
Líkt og fram hefur komið var
ástandið tvísýnt fyrstu dagana. Yngri
systkini Antons fengu ekki að hitta
hann fyrr en nokkrum dögum eftir
slysið sökum þess hversu illa hann
var farinn í andlitinu. „Þau hittu prest
áður en þau fóru inn á sjúkrastofuna.
Litli bróðir hans, sem er níu ára, fór
að hágráta og var mjög hræddur.
Hann hljóp aftur út þar sem honum
þótti Anton svo hræðilegur í framan,“
segir Helga en þau Gunnar vöktu yfir
Antoni fyrstu sólar hringana eftir
slysið.
„Hann var svo kvalinn og þetta
með sjónina var okkur öllum gríðar-
lega þungbært. Á einu augnabliki
umturnaðist veröldin eins og við
þekktum hana. Það er ekki hægt
að lýsa með orðum hvernig manni
líður þegar barnið manns lendir í
svona. Það fer allt á hvolf. Þá reyndist
þrettándinn honum gríðarlega
erfiður. Þann dag var mikið sprengt
og við heyrðum það á Barnaspítalan-
um.“
Bataferlið sársaukafullt
Á sjöunda degi opnaði Anton annað
augað í fyrsta skiptið eftir slysið. Þá
sá hann bróður sinn sitja við rúm-
gaflinn. „Ég var mjög glaður en hélt
því samt leyndu í smástund af því
að ég mátti tæknilega séð ekki opna
augun strax.“
Og eftir það fór batinn að
ganga hraðar. Verkirnir minnkuðu
samhliða því að sárin greru hratt og
örugglega. Hægri höndin á Antoni,
sem fór mjög illa í brunanum hefur
gróið svo vel að lýtalæknirinn hans
kveðst varla hafa séð annað eins.
„Þetta var annars og þriggja stigs
bruni og það sér varla á henni í dag.
Þetta er alveg ótrúlegt,“ segir Helga
og bætir við að sjúkraþjálfari Antons
hafi sömuleiðis verið furðu lostinn
yfir því að hann væri búin að ná upp
færni sem tekur alla jafna lengri tíma
á aðeins nokkrum dögum.
„Fyrst sá hann mjög óskýrt. En í
dag er hann er kominn með 100 pró-
sent sjón á hægra auganum og 70
prósent á vinstra. Þetta hörmulega
slys mun því ekki hafa áhrif á hvort
Anton komist í flugnám. Hann er
samt undir miklu eftirliti og við bind-
um vonir við að sjónin á vinstra aug-
anu eigi eftir að batna. Það er samt
óvíst. En miðað við hvað hann hefur
verið fljótur að ná sér hingað til þá
leyfum við okkur að vona.“
Síðastliðinn föstudag voru saum-
arnir teknir úr auganu sem gler-
brotið skarst í og í dag, föstudag, fer
Anton í fyrstu lýtaaðgerðina af fjöl-
mörgum þar sem læknirinn ætlar að
freista þessa að fjarlæga púðuragn-
irnar sem eru grónar inn í húðina í
andlitinu á Antoni.
Versti óttinn varð að raun-
veruleika
Fjölskyldan er sammála um að allir
hafi lært mikið af þessari skelfilegu
lífsreynslu. „Ég á örugglega eftir að
sprengja aftur en aldrei taka neitt í
sundur,“ segir Anton. Gunnar segir
að hann muni héðan í frá vera meira
vakandi fyrir flugeldanotkun barna
sinna. „Ég ofmat þroska hans til að
umgangast flugelda og héðan í frá
mun ég aldrei sofna á verðinum. Ég
ætla aldrei að horfa upp á svona slys
aftur.“
Þá segir Gunnar að það sé mjög
fjarlæg hugsun að svona erfið lífs-
reynsla geti bankað upp á fyrirvara-
laust.
„Það sem ég óttaðist mest var að
koma að barninu mínu svona. Og svo
gerist það. Ég man varla eftir fyrstu
fjórum sólarhringunum. Svefnleysi,
ótti og hugsanir um það hverjar af-
leiðingarnar af slysinu yrðu. En þetta
gerist og ég bið fólk um að gæta vel
að börnunum sínum og ræða við
þau um þessa hluti. Það er svo mikið
í húfi.“ n
Gríðarlegur kraftur Hér
er húfan sem Anton var
með þegar slysið átti
sér stað. Krafturinn í
sprengingunni var
mjög mikill.
„Á einu augnabliki
umturnaðist
veröldin eins og við
þekktum hana.
Vilja að fólk læri af
þessari erfiðu reynslu
Helga Ísfold Magnúsdóttir
hefur staðið þétt við bakið á
syni sínum. Mynd SiGtryGGur Ari