Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2017, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2017, Blaðsíða 26
Helgarblað 17.–20. febrúar 201726 Fólk Viðtal É g veit að ég er orðinn blindur,“ voru fyrstu orðin sem Ant- on Freyr Gunnarsson sagði eftir að heimatilbúin sprengja sprakk beint í andlitið á honum þann 4. janúar síðastliðinn. Anton, sem er nýorðinn 16 ára, gerði sprengjuna úr sjö tertum, þar á meðal einni sýningartertu, sem hann keypti sjálfur fyrr um daginn. Margar klukkustundir fóru í að útbúa sprengjuna sem nærri kostaði hann lífið. Foreldrar hans lýsa aðkomunni að slysstað svo hryllilegri að þau eigi aldrei eftir að gleyma augnablikinu þegar þau sáu fyrst framan í son sinn þar sem hann skvetti vatni framan í sig afmyndaður eftir sprenginguna. Andlitið afmyndað „Augun voru brunnin, andlitið svart og afmyndað af sóti, brunasárum og blóði. Það lak úr eyrum hans og hægri höndin var svo tætt að kjöt- tægjur fóru út um allt,“ segir Gunnar Þór Magnússon, faðir Antons Freys, og bætir við að fyrstu viðbrögð hans hafi verið að reyna að forða móður Antons, Helgu Ísfold Magnúsdóttur, frá því að horfa framan í drenginn af ótta við viðbrögð hennar við að sjá barnið þeirra í þessu ástandi. Betur fór en á horfðist í fyrstu en Anton Freyr hefur náð undraverðum bata á þeim rúmlega sex vikum sem liðnar eru frá kvöldinu örlagaríka. Sjónin er að megninu til komin til baka og brunasárin hafa gróið svo vel að læknarnir sem séð hafa um Anton frá slysinu segja það kraftaverki líkast. Blaðamaður DV settist niður með Antoni og foreldrum hans á heimili þeirra í Þorlákshöfn í vikunni. Öll eru þau sammála um að margir hefðu gagn af því að lesa um skelfilega lífs- reynslu þeirra svo hægt sé að draga lærdóm af henni. Anton segir mjög algengt að „krakkar“ séu að útbúa og sprengja heimatilbúnar sprengj- ur dagana í kringum áramótin. Faðir hans tekur í sama streng og telur sig hafa ofmetið getu sonar síns til að umgangast flugelda. „Það verður að passa miklu betur upp á börn og unglinga á þessum árstíma. Ég ofmat aldur hans og þroska og tel að söluaðilar flugelda Anton afmyndaðist eftir flugeldaslys Heimatilbúin sprengja kostaði Anton Frey Gunnarsson næst- um því lífið. Fyrstu dag- ana var tvísýnt um hvort hann fengi sjón aftur. Þrátt fyrir alvarlega áverka hefur Anton náð undraverðum bata „Ég hugsaði stöðugt um það hvort ég væri orðinn blindur Kristín Clausen kristin@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.