Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2017, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2017, Blaðsíða 18
Helgarblað 17.–20. febrúar 201718 Neytendur Bestu kaupin í Costco n Þetta eru vörurnar sem hagstæðast er að kaupa n Lærðu að lesa í verðmiðann n Svona er hægt að versla án aðildar K lósettpappír, bleyjur, raf- hlöður og leikföng eru á meðal þess sem hagstæð- ast er að kaupa í Costco. Bandaríski heildsölurisinn Costco opnar vöruhús sitt í Kaup- túni eftir rúma þrjá mánuði, eins og íslenskum neytendum ætti að vera orðið kunnugt um. Í verslun- inni verða aðeins um 3.800 vöru- númer en á móti kemur að þeir selja vörurnar ódýrt og í risastórum ein- ingum. Á Youtube má finna mörg mynd- bönd um það hvernig hagstæðast er haga innkaupum sín í verslun- inni. DV lagðist yfir nokkur af nýrri myndböndunum og hefur kortlagt hvaða vörur það eru sem lífsstíls- frömuðir á Youtube telja að best sé að kaupa í Costco. Upptalningin hér að neðan tekur mið af breskum og bandarískum Costco-verslun- um en verslunin í Kauptúni verð- ur útibú frá Bretlandi. Tekið skal fram að markaðsaðstæður á Íslandi geta verið aðrar en í þessum lönd- um. Þannig getur vara sem er dýr í Costco í Bandaríkjunum, saman- borið við aðrar þarlendar verslan- ir, verið mjög ódýr samanborið við íslenskar verslanir. Þessu getur að sjálfsögðu líka verið öfugt farið. Ómögulegt er að spá fyrir um nákvæma verðlagningu í Costco í Kauptúni. Þó skal haft í huga að að- spurðir sögðu forsvarsmenn þessa risafyrirtækis á kynningarfundi í síðustu viku, að ástæðan fyrir því að þeir opna fyrsta vöruhúsið á Norð- urlöndum í Garðabæ, sé að þeir sjái mikið svigrúm til að bjóða miklu lægra verð en hér hefur tíðkast. Af þeim viðtölum mátti skilja að þeir sæju hag í að segja íslensku okri stríð á hendur, en eins og DV afhjúpaði með greinaröð í haust er verðlag á Íslandi í flestum tilfellum 60–80% hærra en í nágrannalöndunum. Þar virðist Costco sjá tækifæri. Hvort tilkoma Costco á Íslandi verði til þess að verðlag lækki á Ís- landi verður tíminn að leiða í ljós en hér eru nokkur dæmi um vörur sem í Bandaríkjunum og Bretlandi eru töluvert ódýrari í Costco en í þarlendum samanburðarverslun- um. Hér er einnig að finna hagnýtar upplýsingar og trix sem hjálpa þér að búa þig undir þína fyrstu versl- unarferð í Costco. n Kirkland Signature Kirkland vörumerkið var hannað af Costco og er í eigu verslunarrisans. Undir því selur Costco gæðavörur í ótal flokkum, svo sem matvöru, raftæki, fatnað og hreinlætisvörur. Flestum virðist bera saman um að Kirkland Signature sé gæðamerki og standist þekktustu vörumerkjum heims snúning þegar kemur að gæðum – enda oft framleitt af sömu aðilum. Ruslapokar, bleyjur og klósettpappír eru dæmi um vörur sem hægt er að kaupa undir þessu vörumerki á sérstaklega hagstæðu verði. Fylgstu með endingunni Dæmigert verð í Costco mun enda á níu krónum (t.d. 1.799 kr.). Þetta gildir raunar um flestar íslenskar verslanir. Þeir sem til þekkja í Costco ráðleggja fólki að fylgjast vel með vörum sem seldar eru á sléttu verði eða ef verðið endar á fjórum eða sjö krónum. Það bendir yfirleitt til þess að varnan sé á niðursettu verði. Og ástæða þess er að þá er verið að rýma fyrir nýrri vöru. Sjónvarpstæki Í Costo er hægt að kaupa daglegar neysluvör- ur en einnig stærri hluti eins og hjólbarða og stór raftæki. Kunnugir hafa orð á því að gott sé að fylgjast með verði á raftækjum á borð við sjónvarpstæki í kringum „Black Friday“ og jól. Þá sé stundum hægt að gera frábær kaup. Aftur mælir DV með að neytendur geri verð- samanburð áður en slík vara er keypt. Elko er á heildina litið með ódýrustu sjónvarpstækin á markaði. Á elko.is er hægt að fletta upp öllu verði. Ekki kaupa í blindni. Bensín og annað eldsneyti Costco leggur að 14% á flestar vörur sem þeir selja. Þar er eldsneyti eitt af því sem er undanskilið en almennt séð er talað um að eldsneyti sé selt án álagn- ingar í Costco. Ef sú verður raunin hér, sem DV hefur ekki ástæðu til að efast um, gæti lítraverðið orðið miklu lægra en við Íslendingar eigum að venjast. Verið er að setja upp 16 dælur við Kauptún. Aðeins meðlimir geta verslað eldsneyti. Rafhlöður margfalt ódýrari Allar rafhlöður í Costco eru framleiddar af Duracell. Þær eru hins vegar flestar seldar undir vörumerkinu Kirkland Signature, sem er í eigu Costco. Í þriggja mánaða gömlu myndbandi úr Costco, sjást 72 AA rafhlöður á um 2.100 krónur. Til samanburðar kosta fjögur stykki í Elko 445 krónur. Verðmunurinn er næstum fjórfaldur en óvíst er hvað raf- hlöðurnar munu kosta í Costco í Kauptúni. Leikföng á kostaverði Costco selur mjög mikið af leikföngum. Lífsstílsfrömuðir á Youtube segjast flestir versla allar sínar gjafir í Costco. Til að átta sig á því hvort verðið er gott er sniðugt að vera með app í sím- anum, t.d. frá Amazon, sem flettir upp verði eftir strikamerkinu eða QR Code. Þá getur verið sniðugt að skoða toysrus.is og leita þar að sömu vöru. Í þeim dæmum sem tekin eru á Youtube, svo sem af The Krazy Coupon Lady, reynast leikföng í Costco miklu ódýrari en á Amazon. Baldur Guðmundsson baldur@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.